Íslenski boltinn

Daði Berg frá Víkingi til Vestra

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Daði Berg Jónsson er kominn vestur þangað sem hann á ættir að rekja.
Daði Berg Jónsson er kominn vestur þangað sem hann á ættir að rekja. vestri

Vestri hefur fengið Daða Berg Jónsson á láni frá Víkingi. Hann er annar leikmaðurinn sem Vestri hefur fengið á jafn mörgum dögum.

Í gær greindi Vestri frá því að liðið hefði fengið eistneska framherjann Kristoffer Grauberg Lepik.

Vestri hefur nú fengið annan stóran og stæðilegan sóknarsinnaðan leikmann því Daði Berg mun leika með liðinu í sumar.

Daði, sem er nítján ára, lék níu leiki með Víkingi í Bestu deildinni á síðasta tímabili og skoraði tvö mörk. Hann hefur leikið sex leiki fyrir U-19 ára landsliðið og skorað tvö mörk.

Vestri endaði í 10. sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili. Liðið mætir Val á Hlíðarenda í 1. umferð Bestu deildarinnar sunnudaginn 6. apríl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×