Viðskipti innlent

Bein út­sending: Iðnþing 2025 – Ís­land á stóra sviðinu

Atli Ísleifsson skrifar
Sigurður Hannesson er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Sigurður Hannesson er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Vísir/egill

Ísland á stóra sviðinu er yfirskrift Iðnþings Samtaka iðnaðarins sem haldið verður á í Silfurbergi í Hörpu milli 14 og 16 í dag. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi á Vísi. 

Í tilkynningu segir að í ár verði fjallað um Ísland á stóra sviðinu, hvaða áhrif breytt heimsmynd hafi á okkur, hvernig við sækjum fram, aðlögumst og bregðumst við. 

Í því samhengi verði meðal annars fjallað um viðnámsþrótt, gervigreindarkapphlaupið, heimatilbúna fjötra og tækifæri til sóknar.

Hægt er að fylgjast með þinginu í spilaranum að neðan. 

Þátttakendur í dagskrá

  • Árni Sigurjónsson, formaður SI
  • Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra
  • Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI
  • Rannveig Rist, forstjóri Rio Tinto á Íslandi
  • Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur SI
  • Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI
  • Gunnar Sverrir Gunnarsson, forstjóri COWI á Íslandi
  • Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur Mjólkursamsölunnar
  • Þorvarður Sveinsson, forstjóri Farice
  • Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri hjá Öryggismiðstöðinni
  • Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs SI
  • Róbert Helgason, frumkvöðull og stofnandi Fordæmi
  • Bergþóra Halldórsdóttir, stjórnandi hjá Borealis Data Center
  • Ingvar Hjálmarsson, formaður Hugverkaráðs SI





Fleiri fréttir

Sjá meira


×