Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. mars 2025 15:03 Pizza er ekki það sama og pizza, líkt og Ásmundur bendir á. Vísir/Einar Öskudagur er orðinn einn af stærstu dögum Domino's veitingastaðanna. Ástæðan er sú að undanfarin ár hefur sú hefð skapast hjá grunnskólum landsins að panta pizzur í tonnavís en forsvarsmenn skyndibitakeðjunnar gera ráð fyrir að rúmlega fimmtán þúsund grunnskólanemar hafi gætt sér á Domino's í dag. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá pizzastaðnum. Þar segir að fyrir hádegi í dag hafi starfsfólk allra verslana verið á fullu. Gerðar hafi verið um fjögur þúsund pizzur til að senda í grunnskólana á höfuðborgarsvæðinu. Gera megi ráð fyrir að um þrettán til fimmtán þúsund nemendur hafi gætt sér á Domino’s pizzu í hádeginu. Vísi telst því til að pantaðar hafi verið pizzur fyrir rúmar tíu milljónir króna. Pizzan þurfi ekki að vera óholl Ásmundur Atlason markaðsstjóri Domino's segir í samtali við Vísi málið sýna fram á sérstöðu keðjunnar hér á landi. Fáir staðir geti tekið við viðlíka magni pantanna og komið á alla staði fyrir hádegi. „Svo hjálpumst við öll að og líka við fólkið á skrifstofunni, við hjálpuðum til og fórum meðal annars með sendingu í Kársnesskóla. Það er geðveikt að labba inn með pizzur í skólana þar sem allt er fullt af krökkum í búningum, þetta er klárlega orðin hefð,“ segir Ásmundur. Spurður hvort einhverjir foreldrar séu ekki hvumsa yfir því að börn þeirra úði í sig pizzum í hádeginu í skólanum bendir Ásmundur á að það sé algengur misskilningur að pizza þurfi að vera óholl. Hann segir það enn lifa í sinni minningu þegar pöntuð hafi verið pizza í skólann. „Þetta snýst allt um að hafa gaman, sérstaklega á degi sem þessum, að fagna Öskudeginum almennilega og þá er frábært að gera sér dagamun og panta pizzu,“ segir Ásmundur sem segir ljóst að þetta sé töluverður fjöldi af skólum sem haldi í þessa hefð á Öskudegi. Brauðstangir og árshátíð í kvöld Í tilkynningu frá pizzastaðnum kemur fram að auk þessa hafi myndast sú hefð að gefa þeim krökkum sem mæti í verslanir Domino's á Öskudegi að syngja brauðstangir. Steinar Bragi Sigurðsson forstjóri lætur hafa eftir sér að það sé frábært hvað Öskudagur sé líflegur hjá Domino's. „Starfsfólk Domino‘s stóð sig frábærlega, enda sérfræðingar í að takast á við svona áskoranir og vinna undir álagi. Við erum einstaklega stolt af því að getað klárað svona stórar pantanir og hversu vel þetta gekk,“ segir Steinar Bragi. Þá kemur fram í tilkynningunni að eftir annasaman dag ætli starfsfólk Domino's að gera sér glaðan dag í kvöld. Haldin verður árshátíð og því munu allar Domino’s verslanir loka kl. 17:00 í dag. Öskudagur Matur Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá pizzastaðnum. Þar segir að fyrir hádegi í dag hafi starfsfólk allra verslana verið á fullu. Gerðar hafi verið um fjögur þúsund pizzur til að senda í grunnskólana á höfuðborgarsvæðinu. Gera megi ráð fyrir að um þrettán til fimmtán þúsund nemendur hafi gætt sér á Domino’s pizzu í hádeginu. Vísi telst því til að pantaðar hafi verið pizzur fyrir rúmar tíu milljónir króna. Pizzan þurfi ekki að vera óholl Ásmundur Atlason markaðsstjóri Domino's segir í samtali við Vísi málið sýna fram á sérstöðu keðjunnar hér á landi. Fáir staðir geti tekið við viðlíka magni pantanna og komið á alla staði fyrir hádegi. „Svo hjálpumst við öll að og líka við fólkið á skrifstofunni, við hjálpuðum til og fórum meðal annars með sendingu í Kársnesskóla. Það er geðveikt að labba inn með pizzur í skólana þar sem allt er fullt af krökkum í búningum, þetta er klárlega orðin hefð,“ segir Ásmundur. Spurður hvort einhverjir foreldrar séu ekki hvumsa yfir því að börn þeirra úði í sig pizzum í hádeginu í skólanum bendir Ásmundur á að það sé algengur misskilningur að pizza þurfi að vera óholl. Hann segir það enn lifa í sinni minningu þegar pöntuð hafi verið pizza í skólann. „Þetta snýst allt um að hafa gaman, sérstaklega á degi sem þessum, að fagna Öskudeginum almennilega og þá er frábært að gera sér dagamun og panta pizzu,“ segir Ásmundur sem segir ljóst að þetta sé töluverður fjöldi af skólum sem haldi í þessa hefð á Öskudegi. Brauðstangir og árshátíð í kvöld Í tilkynningu frá pizzastaðnum kemur fram að auk þessa hafi myndast sú hefð að gefa þeim krökkum sem mæti í verslanir Domino's á Öskudegi að syngja brauðstangir. Steinar Bragi Sigurðsson forstjóri lætur hafa eftir sér að það sé frábært hvað Öskudagur sé líflegur hjá Domino's. „Starfsfólk Domino‘s stóð sig frábærlega, enda sérfræðingar í að takast á við svona áskoranir og vinna undir álagi. Við erum einstaklega stolt af því að getað klárað svona stórar pantanir og hversu vel þetta gekk,“ segir Steinar Bragi. Þá kemur fram í tilkynningunni að eftir annasaman dag ætli starfsfólk Domino's að gera sér glaðan dag í kvöld. Haldin verður árshátíð og því munu allar Domino’s verslanir loka kl. 17:00 í dag.
Öskudagur Matur Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira