Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. mars 2025 15:33 Kirkjukór Lágafellssóknar syngur fyrir kirkjugesti fyrir einhverjum árum síðan. Nú ríkir óvissa með það hvort kirkjukórinn starfi áfram. Lágafellskirkja Formaður kirkjukórs Lágafellssóknar segist vera í öngum sínum yfir því að organisti kirkjunnar skyldi gera kórnum að hætta. Hún segist ekki álasa organistanum en ljóst sé að hann hafi ekki ráðið við kórinn. Bæjarblaðið Mosfellingur greindi frá því í morgun að organisti Lágafellskirkju hefði tilkynnt kórfélögum í Kirkjukór Lágafellssóknar á kóræfingu þann 11. febrúar að kórinn skyldi hætta þar sem hann væri orðinn gamall og lélegur. „Ég er alveg í öngum mínum yfir þessu öllu og líður illa yfir því að þetta skyldi fara svona,“ segir Valgerður Magnúsdóttir, formaður Kirkjukórs Lágafellssóknar. Organistinn fínasti drengur en ekki tæklað kórinn rétt Þó fundurinn hafi átt sér stað í byrjun febrúar segir Valgerður aðdragandann vera mun lengri og nái aftur til ráðningar organistans, Árna Heiðars Karlssonar. „Það var ráðinn nýr organisti 2023 og fljótlega fórum við að finna fyrir samstarfsörðugleikum við hann. Þetta er fínasti drengur, ég er ekki að álasa honum fyrir eitt eða neitt, en hann bara náði ekki að tækla þennan gamla kór,“ segir Valgerður. Valgerður viðurkennir að kórinn sé orðinn býsna fullorðinn. Þrátt fyrir það séu ungar raddir inn á milli hinna öldruðu og kórinn geti alveg sungið fyrir því. „Við erum búin að syngja þarna mörg í mörg ár. En svo allt í einu núna treysti hann okkur ekki. Þá byrjar svona ólga og leiðindi sem enduðu svona, því miður,“ segir hún. Sjötíu ára söngafmæli í hættu Lítil endurnýjun og nýliðun hefur verið í kórnum undanfarin ár og segir Valgerður bæði kórfélaga og organista bera þar ábyrgð. Lágafellskirkja í Mosfellsbæ þar sem kirkjukórinn hefur sungið frá 1948.Vísir/Vilhelm „Okkur hefur gengið illa að fá karla inn í kórinn þannig við höfum verið að berjast við að hafa einn til tvo tenóra. Og okkur hefur alls ekki gengið að fá nýtt fólk inn í kórinn,“ segir Valgerður. Kórinn var stofnaður árið 1948, hefur starfað samfellt síðan og hafa margir meðlimir sungið með kórnum í áratugi. Valgerður er búin að vera í kórnum í 39 ár og einn félagi hennar hefði haldið upp á stórafmæli í haust. „Við erum með einn sem hefði haldið upp á 70 ára kórafmæli næsta haust. Hann var bara drengur þegar hann byrjaði í kórnum og hefur gert allt mögulegt í kirkjunni, hann hefur verið kirkjuvörður, grafartökumaður og í öllu mögulegu,“ segir Valgerður. „Hann er bassi og hann getur alveg sungið þó hann sé orðinn fullorðinn,“ segir hún. Haldist staðan óbreytt muni hann þó ekki geta haldið upp á sjötíu ára söngafmælið í haust. „Þá stóðu allir upp og fóru“ Organistinn hafði fundað með öðrum fulltrúum kirkjunnar morguninn áður en hann tilkynnti kórnum að best væri að hann myndi starfa fram á vor og hætta svo. Kórfélagar hafi spurt hann hvers vegna þeir ættu að hætta í vor. „Umræður fóru þá af stað sem enduðu þannig að hann óskaði eftir því að við hættum bara núna. Og þar með tókum við því sem brottrekstri,“ segir hún. „Þá stóðu allir upp og fóru.“ Síðan þá hafi kórinn ekki komið saman. „Ég er mjög leið yfir þessu öll og finnst ömurlegt að þetta skuli hafa endað svona. Eins og ég hef sagt er Árni alls ekki slæmur maður, ég er ekki að alla á hann en hann bara náði ekki tökum á kórnum,“ segir hún. Allir farið sáttir frá borði af fundi Ekki er þó öll von úti því það hafa verið haldnir fundir með kórnum af hálfu safnaðarstjórnar kirkjunnar. „Við erum að reyna að leysa þetta sem ég vona að takist því það finnst öllum innan kórsins þetta sorglegt og enginn hafði trú á því að þetta færi svona,“ segir Valgerður. Mosfellingur hefur eftir sóknarnefnd kirkjunnar að sáttafundur milli hlutaðeigandi aðila hafi verið árangursríkur og tekur Valgerður undir það. „Ég var mjög ánægð með þann fund og allir sem voru á fundinum voru það. Svo vinna þau úr því, sáttasemjararnir,“ segir hún. Allir hafi farið sáttar frá þeim fundi að sögn Valgerðar „Það svíður öllum að þetta hafi farið svona. Því það hefði ekkert þurft að fara svona ef hlustað hefði verið fyrr á kórinn þegar kvartað var undan samskiptum,“ segir hún að lokum. Ekki náðist í Árna Heiðar Karlsson, organista við Lágafellskirkju. Mosfellsbær Kórar Eldri borgarar Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Fleiri fréttir Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Sjá meira
Bæjarblaðið Mosfellingur greindi frá því í morgun að organisti Lágafellskirkju hefði tilkynnt kórfélögum í Kirkjukór Lágafellssóknar á kóræfingu þann 11. febrúar að kórinn skyldi hætta þar sem hann væri orðinn gamall og lélegur. „Ég er alveg í öngum mínum yfir þessu öllu og líður illa yfir því að þetta skyldi fara svona,“ segir Valgerður Magnúsdóttir, formaður Kirkjukórs Lágafellssóknar. Organistinn fínasti drengur en ekki tæklað kórinn rétt Þó fundurinn hafi átt sér stað í byrjun febrúar segir Valgerður aðdragandann vera mun lengri og nái aftur til ráðningar organistans, Árna Heiðars Karlssonar. „Það var ráðinn nýr organisti 2023 og fljótlega fórum við að finna fyrir samstarfsörðugleikum við hann. Þetta er fínasti drengur, ég er ekki að álasa honum fyrir eitt eða neitt, en hann bara náði ekki að tækla þennan gamla kór,“ segir Valgerður. Valgerður viðurkennir að kórinn sé orðinn býsna fullorðinn. Þrátt fyrir það séu ungar raddir inn á milli hinna öldruðu og kórinn geti alveg sungið fyrir því. „Við erum búin að syngja þarna mörg í mörg ár. En svo allt í einu núna treysti hann okkur ekki. Þá byrjar svona ólga og leiðindi sem enduðu svona, því miður,“ segir hún. Sjötíu ára söngafmæli í hættu Lítil endurnýjun og nýliðun hefur verið í kórnum undanfarin ár og segir Valgerður bæði kórfélaga og organista bera þar ábyrgð. Lágafellskirkja í Mosfellsbæ þar sem kirkjukórinn hefur sungið frá 1948.Vísir/Vilhelm „Okkur hefur gengið illa að fá karla inn í kórinn þannig við höfum verið að berjast við að hafa einn til tvo tenóra. Og okkur hefur alls ekki gengið að fá nýtt fólk inn í kórinn,“ segir Valgerður. Kórinn var stofnaður árið 1948, hefur starfað samfellt síðan og hafa margir meðlimir sungið með kórnum í áratugi. Valgerður er búin að vera í kórnum í 39 ár og einn félagi hennar hefði haldið upp á stórafmæli í haust. „Við erum með einn sem hefði haldið upp á 70 ára kórafmæli næsta haust. Hann var bara drengur þegar hann byrjaði í kórnum og hefur gert allt mögulegt í kirkjunni, hann hefur verið kirkjuvörður, grafartökumaður og í öllu mögulegu,“ segir Valgerður. „Hann er bassi og hann getur alveg sungið þó hann sé orðinn fullorðinn,“ segir hún. Haldist staðan óbreytt muni hann þó ekki geta haldið upp á sjötíu ára söngafmælið í haust. „Þá stóðu allir upp og fóru“ Organistinn hafði fundað með öðrum fulltrúum kirkjunnar morguninn áður en hann tilkynnti kórnum að best væri að hann myndi starfa fram á vor og hætta svo. Kórfélagar hafi spurt hann hvers vegna þeir ættu að hætta í vor. „Umræður fóru þá af stað sem enduðu þannig að hann óskaði eftir því að við hættum bara núna. Og þar með tókum við því sem brottrekstri,“ segir hún. „Þá stóðu allir upp og fóru.“ Síðan þá hafi kórinn ekki komið saman. „Ég er mjög leið yfir þessu öll og finnst ömurlegt að þetta skuli hafa endað svona. Eins og ég hef sagt er Árni alls ekki slæmur maður, ég er ekki að alla á hann en hann bara náði ekki tökum á kórnum,“ segir hún. Allir farið sáttir frá borði af fundi Ekki er þó öll von úti því það hafa verið haldnir fundir með kórnum af hálfu safnaðarstjórnar kirkjunnar. „Við erum að reyna að leysa þetta sem ég vona að takist því það finnst öllum innan kórsins þetta sorglegt og enginn hafði trú á því að þetta færi svona,“ segir Valgerður. Mosfellingur hefur eftir sóknarnefnd kirkjunnar að sáttafundur milli hlutaðeigandi aðila hafi verið árangursríkur og tekur Valgerður undir það. „Ég var mjög ánægð með þann fund og allir sem voru á fundinum voru það. Svo vinna þau úr því, sáttasemjararnir,“ segir hún. Allir hafi farið sáttar frá þeim fundi að sögn Valgerðar „Það svíður öllum að þetta hafi farið svona. Því það hefði ekkert þurft að fara svona ef hlustað hefði verið fyrr á kórinn þegar kvartað var undan samskiptum,“ segir hún að lokum. Ekki náðist í Árna Heiðar Karlsson, organista við Lágafellskirkju.
Mosfellsbær Kórar Eldri borgarar Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Fleiri fréttir Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Sjá meira