Fulltrúi í þjónustuveri Rapyd staðfestir í sambandi við Vísi að truflanir hafi orðið og að verið sé að vinna í því að greina vandann. Atvikið sé nú yfirstaðið og áfram verði unnið að því að greina hvað olli.
Auk truflana á greiðslum hafa viðskiptavinir átt í erfiðleikum með að skoða heimild á kortum sínum, að því er heimildir Vísis herma.
Fréttin var uppfærð klukkan 15:50.