Kvennaathvarfið á allra vörum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 23. mars 2025 10:53 Frá vinstri: Elísabet Sveinsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Hildigunnur Ólafsdóttir, Ásdís Rafnar, Gróa Ásgeirsdóttir og Guðný Pálsdóttir. Á myndina vantar Guðrúnu Kristinsdóttur. Aðsend Átakið Á allra vörum á vegum Kvennaathvarfsins hófst í vikunni þegar fyrstu varasettin voru afhent upphafskonum Kvennaathvarfsins. Stefnt er að því að byggja nýtt Kvennaathvarf með átakinu „Byggjum nýtt Kvennaathvarf“. Átakið Á allra vörum snýst um að vekja athygli á málefninu með því að selja varasett frá danska merkinu Gosh, þar sem gloss, varalitur og blýantur eru saman í pakka. Í tilkynningu frá forsvarskonum átaksins Á allra vörum segir að bygging nýs athvarfs snerti hjörtu þeirra, og því hafi verið ákveðið að velja þetta mál, byggingu nýs Kvennaathvarfs. „Þann 6. desember 1982 var Kvennaathvarfið opnað. Það voru engar venjulegar konur sem stóðu að baki þessu magnaða athvarfi, og okkur langar að heiðra þær sérstaklega í upphafi þessa átaks og sýna þeim bæði þakklæti og heiður, ásamt því að afhenda þeim fyrstu varasettin,“ segir Gróa Ásgeirsdóttir, Á allra vörum. „Þetta eru þær Hildigunnur Ólafsdóttir, Guðrún Kristinsdóttir, Ásdís Rafnar og Álfheiður Ingadóttir sem fóru fyrir stærri hópi kvenna, en margar þeirra eru fallnar frá.“ „Hugmyndin að stofnun Kvennaathvarfs kom fyrst fram í hópi innan Kvennaframboðsins í Reykjavík, sem bauð fram í borgarstjórnarkosningunum árið 1982. Markmiðið var að koma á laggirnar athvarfi fyrir konur sem ekki gátu dvalist á eigin heimili vegna ofbeldis.“ „Hópurinn komst fljótt að þeirri niðurstöðu að það væri ekki æskilegt að tengja stofnun kvennaathvarfs við kosningabaráttuna, þar sem málefnið var raunverulega óháð stjórnmálaskoðunum. Því var ákveðið að stofnun Kvennaathvarfs yrði þverpólitísk aðgerð. Í upphafi var lögð áhersla á að skoða ofbeldi gegn konum af hálfu maka þeirra í samhengi við veika stöðu kvenna og undirokun þeirra í samfélaginu,“ segir í tilkynningunni. „Varasettunum okkar hefur alltaf verið vel tekið og við finnum gríðarlegan meðbyr núna, enda málefnið mjög þarft,“ segir Guðný Pálsdóttir, í forsvari fyrir átakið Á allra vörum. „Þetta er í 10. sinn sem við veljum málefni og setjum kastljósið á það. Bygging nýs athvarfs snerti hjörtun okkar, og því ákváðum við að velja þetta mál. Vonandi náum við að fjármagna lokahnikkinn í byggingunni sem mun hýsa þessa mikilvægu starfsemi,“ segir Elísabet Sveinsdóttir, einnig í forsvari fyrir Á allra vörum. Kvennaathvarfið Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
Átakið Á allra vörum snýst um að vekja athygli á málefninu með því að selja varasett frá danska merkinu Gosh, þar sem gloss, varalitur og blýantur eru saman í pakka. Í tilkynningu frá forsvarskonum átaksins Á allra vörum segir að bygging nýs athvarfs snerti hjörtu þeirra, og því hafi verið ákveðið að velja þetta mál, byggingu nýs Kvennaathvarfs. „Þann 6. desember 1982 var Kvennaathvarfið opnað. Það voru engar venjulegar konur sem stóðu að baki þessu magnaða athvarfi, og okkur langar að heiðra þær sérstaklega í upphafi þessa átaks og sýna þeim bæði þakklæti og heiður, ásamt því að afhenda þeim fyrstu varasettin,“ segir Gróa Ásgeirsdóttir, Á allra vörum. „Þetta eru þær Hildigunnur Ólafsdóttir, Guðrún Kristinsdóttir, Ásdís Rafnar og Álfheiður Ingadóttir sem fóru fyrir stærri hópi kvenna, en margar þeirra eru fallnar frá.“ „Hugmyndin að stofnun Kvennaathvarfs kom fyrst fram í hópi innan Kvennaframboðsins í Reykjavík, sem bauð fram í borgarstjórnarkosningunum árið 1982. Markmiðið var að koma á laggirnar athvarfi fyrir konur sem ekki gátu dvalist á eigin heimili vegna ofbeldis.“ „Hópurinn komst fljótt að þeirri niðurstöðu að það væri ekki æskilegt að tengja stofnun kvennaathvarfs við kosningabaráttuna, þar sem málefnið var raunverulega óháð stjórnmálaskoðunum. Því var ákveðið að stofnun Kvennaathvarfs yrði þverpólitísk aðgerð. Í upphafi var lögð áhersla á að skoða ofbeldi gegn konum af hálfu maka þeirra í samhengi við veika stöðu kvenna og undirokun þeirra í samfélaginu,“ segir í tilkynningunni. „Varasettunum okkar hefur alltaf verið vel tekið og við finnum gríðarlegan meðbyr núna, enda málefnið mjög þarft,“ segir Guðný Pálsdóttir, í forsvari fyrir átakið Á allra vörum. „Þetta er í 10. sinn sem við veljum málefni og setjum kastljósið á það. Bygging nýs athvarfs snerti hjörtun okkar, og því ákváðum við að velja þetta mál. Vonandi náum við að fjármagna lokahnikkinn í byggingunni sem mun hýsa þessa mikilvægu starfsemi,“ segir Elísabet Sveinsdóttir, einnig í forsvari fyrir Á allra vörum.
Kvennaathvarfið Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira