„Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Haraldur Örn Haraldsson skrifar 22. mars 2025 16:42 Breiðablik - Valur Besta Deild Karla Haust 2024 vísir/diego Valur vann í dag Fylki 3-2 í úrslitaleik Lengjubikarsins og hafa því lyft fyrsta titil sumarsins. Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, var ánægður með úrslitin. „Fylkismenn byrja leikinn af fullum krafti og ná svo að skora annað markið. Eftir það fannst mér við ná hægt og rólega að ná stjórn á leiknum og komumst í mjög góðar stöður. Við gátum jafnað í lok fyrri hálfleiks, fengum færi til þess,“ sagði Túfa eftir leikinn í Árbænum. „Í seinni hálfleik þurftum við bara að halda ró, við náum að jafna leikinn og vinna hann á endanum. Ég er bara mjög ánægður fyrir strákana, þeir hafa lagt mikla vinnu á sig í vetur, búnar að æfa tvisvar á dag, allan janúar og allan febrúar. Þeir áttu skilið að lyfta bikar núna og taka þetta með okkur inn í tímabil.“ Fylkir komst í 2-0 forystu í fyrri hálfleik en Valsarar litu ekki vel út í byrjun leiks en Túfa var ekki ánægður með frammistöðu sinna mann þá. „Ég var mjög ósáttur og ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik. Fyrsta markið er bara innkast sjötíu metrum frá marki og við erum bara að horfa. Þeir bara labba í gegnum okkur og við erum ekkert að taka neina 50/50 baráttu,“ sagði Túfa. „Þegar annað markið kemur virkar það svolítið eins og „wake up call“. Þá stíga menn aðeins upp og fljótlega eftir þeirra seinna mark þá hægt og rólega förum við að smella saman og gerum betur varnarlega. Það var lykillinn og við náum að búa til færi og skora mark.“ Þetta hefur verið gott undirbúningstímabil hjá Val sem ætti að gefa góð fyrirheit fyrir komandi tímabil í Bestu deildinni. „Það er ekki hægt að horfa á leikinn í dag, hvernig sumarið verður. Við erum á réttri leið, og erum að gera rétta hluti dag eftir dag. Þegar maður er að gera rétta hluti og leggja mikið á sig þá gerast góðir hlutir á endanum,“ sagði Túfa. „Þetta verður langt og strangt tímabil, en aðalatriðið er að vera betri í því sem við erum að gera. Við erum á réttri leið, eigum langt í land og þurfum að halda áfram að leggja mjög hart að okkur.“ Lengjubikar karla Valur Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
„Fylkismenn byrja leikinn af fullum krafti og ná svo að skora annað markið. Eftir það fannst mér við ná hægt og rólega að ná stjórn á leiknum og komumst í mjög góðar stöður. Við gátum jafnað í lok fyrri hálfleiks, fengum færi til þess,“ sagði Túfa eftir leikinn í Árbænum. „Í seinni hálfleik þurftum við bara að halda ró, við náum að jafna leikinn og vinna hann á endanum. Ég er bara mjög ánægður fyrir strákana, þeir hafa lagt mikla vinnu á sig í vetur, búnar að æfa tvisvar á dag, allan janúar og allan febrúar. Þeir áttu skilið að lyfta bikar núna og taka þetta með okkur inn í tímabil.“ Fylkir komst í 2-0 forystu í fyrri hálfleik en Valsarar litu ekki vel út í byrjun leiks en Túfa var ekki ánægður með frammistöðu sinna mann þá. „Ég var mjög ósáttur og ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik. Fyrsta markið er bara innkast sjötíu metrum frá marki og við erum bara að horfa. Þeir bara labba í gegnum okkur og við erum ekkert að taka neina 50/50 baráttu,“ sagði Túfa. „Þegar annað markið kemur virkar það svolítið eins og „wake up call“. Þá stíga menn aðeins upp og fljótlega eftir þeirra seinna mark þá hægt og rólega förum við að smella saman og gerum betur varnarlega. Það var lykillinn og við náum að búa til færi og skora mark.“ Þetta hefur verið gott undirbúningstímabil hjá Val sem ætti að gefa góð fyrirheit fyrir komandi tímabil í Bestu deildinni. „Það er ekki hægt að horfa á leikinn í dag, hvernig sumarið verður. Við erum á réttri leið, og erum að gera rétta hluti dag eftir dag. Þegar maður er að gera rétta hluti og leggja mikið á sig þá gerast góðir hlutir á endanum,“ sagði Túfa. „Þetta verður langt og strangt tímabil, en aðalatriðið er að vera betri í því sem við erum að gera. Við erum á réttri leið, eigum langt í land og þurfum að halda áfram að leggja mjög hart að okkur.“
Lengjubikar karla Valur Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki