Lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 26. mars 2025 09:02 Heiður Sara er meðal keppena í Ungfrú Ísland. „Mig hefur lengi dreymt um módelstörf og hef alltaf verið svolítil prinsessa, og þegar ég kynntist kærustu bróður míns, sem var þá að ljúka við ferlið, opnaði það augun mín fyrir keppninni,“ segir Heiður Sara Arnardóttir, spurð hvað hafi vakið áhuga hennar á keppninni um Ungfrú Ísland. Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland verður haldin í tíunda skipti þann 3. apríl næstkomandi og fer fram í Gamla bíói. Keppendur eru tuttugu talsins og eru á aldrinum 18 til 37 ára. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland í ár og fær að kynnast þeim aðeins betur. Ungfrú Ísland verður í beinni útsendingu þann 3. apríl á Vísi og Stöð 2 Vísi. Fullt nafn? Heiður Sara Arnardóttir. Aldur? Ég er 18 ára. Starf? Ég vinn hjá Dominos. Menntun? Ég er á opinni braut og útskrifast úr Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi í vor. Hvernig myndir þú lýsa sjálfri þér í þremur orðum? Ég myndi lýsa mér sem metnaðarfull, heiðarleg og ábyrg. Hvað kæmi fólki mest á óvart að vita um þig? Það sem kæmi fólki mest á óvart er að ég hef tvisvar gefið yfir 30 cm af hárinu mínu til styrktar krabbameins. Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Mín fyrirmynd er mamma mín. Mamma hefur alltaf staðið við bakið á mér og er hún sterkasta kona sem ég hef hitt. Ég lít mikið upp til hennar og vil verða góð mamma og fyrirmynd eins og hún. Arnór Trausti Hvað hefur mótað þig mest? Það sem hefur mótað mig mest eru áföllin mín og að læra að takast á við þau. Hver er mesta áskorunin sem þú hefur þurft að takast á við, og hvernig komstu þér í gegnum hana? Mín mesta áskorun í lífinu var að missa föðurbróður minn. Ég fékk mikinn stuðning frá fólkinu í kringum mig og með tímanum varð þetta mikið auðveldara. Hverju ertu stoltust af? Ég er stoltust af því að hafa tekist á við félagskvíðann og hætt að leyfa honum að stjórna mér. Stærsta skrefið út úr þægindarammanum er þessi keppni og er hún að hjálpa ótrúlega mikið. Hver er þín mesta gæfa í lífinu? Mín mesta gæfa er fjölskylda mín og vinir sem standa þétt við bakið á mér í gegnum súrt og sætt. Hvernig tekstu á við stress og álag? Ég skipulegg mig og forgangsraða hlutunum ásamt því að tala um þá ef þeir liggja þungt á mér. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Ég myndi bara segja þessi klassísku: Lífið er núna eða Ég á bara eitt líf. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Þegar ég var svona 8 ára og fór í sund og sundbolurinn minn flæktist í leikfangi og rifnaði. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileika? Ég lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví 2020 og kann þær enn utan að. Hvað finnst þér heillandi í fari fólks? Þegar fólk ber virðingu og kemur vel fram við aðra. En óheillandi? Dónaskapur og hroki heillar mig ekki. Hver er þinn helsti ótti? Að missa mitt nánasta fólk er minn allra helsti ótti. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Eftir tíu ár sé ég mig vera eins til tveggja barna móðir með stabíla vinnu, búin að kaupa hús með kærastanum mínum, í góðum vinahóp og umkringd fjölskyldunni. Hvaða tungumál talarðu? Ég tala íslensku og ensku, ég gæti bjargað mér á dönsku og kannski norsku, og skil aðeins spænsku. Hvað er uppáhalds maturinn þinn? Uppáhaldsmaturinn minn er hamborgarhryggur með karamellubrúnuðum kartöflum. Hvaða lag tekur þú í karókí? Segðu mér með Frikka Dór eða gott Disney lag væri mitt go to. Hver er frægasti einstaklingur sem þú hefur hitt? Ég myndi bara segja þegar ég afgreiddi Gunnar Nelsson. Hvort kýstu að skrifa skilaboð eða eiga samskipti við fólk í eigin persónu? Ég hef alltaf verið meira fyrir að skrifa skilaboð en eftir að ég byrjaði að takast á við feimni og félagskvíða finnst mér auðveldara en áður að eiga samskipti í eigin persónu. Ef þú fengir tíu milljónir til umráða, hvað myndirðu gera við peningana? Ég myndi leggja megnið inn á sparnað, eyða einhverju sjálf og gefa fólkinu í kring um mig og þeim sem þurfa á pening að halda, hluta. Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Mig hefur lengi dreymt um módelstörf og hef alltaf verið svolítil prinsessa og þegar ég kynntist kærustu bróður míns sem var þá að ljúka við ferlið opnaði það augun mín fyrir keppninni. Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Þetta er ótrúlega gefandi og þroskandi ferli en ég hef fyrst og fremst lært að labba í hælum, er að læra að koma fram og sigrast á við óttann, ég finn að ég er með mikið betra sjálfstraust. Svo er ég að kynnast svo mörgum stelpum með mismunandi bakgrunn sem þroskar og gefur endalaust og það er svo gott að geta lært af og með hvorri annarri. Hvaða samfélagslega málefni brennur þú fyrir? Ég brenn fyrir andlegri heilsu. Góð andleg heilsa er lykillinn að velgengni og vellíðan. Í nútíma samfélagi er mikið af slæmri andlegri heilsu en það getur leitt til þess að fólk kemur illa fram og gengur almennt illa. Það er svo mikilvægt að okkur líði vel svo við getum hugsað vel um okkur og líkama okkar áður en við förum til dæmis að reyna að hugsa um aðra. Hvaða kosti þarf Ungfrú Ísland að búa yfir? Ungfrú Ísland þarf að bera sig vel og koma fram af virðingu með kurteisi. Hún þarf að vera sjálfsörugg og metnaðarfull og geta borið þá ábyrgð að vera fyrirmynd Íslands í keppninni. Af hverju sækist þú eftir því að vera næsta Ungfrú Ísland? Allir keppendur koma frá mismunandi bakgrunni og eru með mismunandi reynslu en ég tel mig geta borið þessa ábyrgð og að reynslan verði mér góð en það er minn helsti draumur að fá að vera næsta Ungfrú Ísland. Hvað greinir þig frá öðrum keppendum? Við erum allar ólíkar og með ólíka bakgrunni og reynslu. Ég hef náð miklum árangri með að bæta sjálfsmynd mína og sjálfsöryggi síðastliðin tvö ár og hef náð svo langt andlega og ég tel það greina mig frá hinum keppendunum. Hvert er stærsta vandamálið sem þín kynslóð stendur frammi fyrir? Og hvernig mætti leysa það? Ég tel stærsta vandamálið hjá minni kynslóð vera léleg sjálfsmynd. Það sem getur aukið góða sjálfsmynd er aukin hreyfing, minni símatími, hugleiðsla og slökun, góður svefn og góð næring, minnka samfélagsmiðlanotkun og hætta að pæla í því hvað öðrum finnst. Það besta sem þú getur gert er að elska þig og passa uppá líkama og heilsu. Hvað viltu segja við þá sem hafa neikvæða skoðun á fegurðarsamkeppnum? Allir eiga rétt á sínum skoðunum en ef þú vilt tjá þig er best að afla sér upplýsinga áður svo þú um hvað þú ert í raun að tjá þig um. Fegurðarsamkeppnir eru mikið heilbrigðari í dag en til dæmis fyrir 15 árum en í dag er markmiðið að keppendum líði vel og séu sáttir í eigin skinni. Ungfrú Ísland Tengdar fréttir Þróar app sem tengir fólk saman í raunveruleikanum „Mér finnst stærsta vandamálið sem mín kynslóð stendur frammi fyrir vera skjáfíknin og einangrunin sem fylgir henni. Mín kynslóð og komandi kynslóðir hafa ekki upplifað það frelsi sem fylgir því að vera ekki alltaf með síma í hendi,“ segir Eydís Eik Sigurðardóttir, , spurð hvert stærsta vandamál hennar kynslóðar stendur frammi fyrir. 21. mars 2025 10:01 Ungfrú Ísland: Kjóstu Netstúlkuna 2025 Ungfrú Ísland fer fram í þann 3.apríl næstkomandi í Gamla Bíó og verður sýnt frá henni í beinni útsendingu á Vísi. Í ár gefst almenningi kostur á að velja Netstúlkuna 2025 í atkvæðagreiðslu á Vísi en sú stúlka sem hreppir titilinn fer sjálfkrafa áfram í hóp þeirra efstu tíu sem keppa um kórónuna. 20. mars 2025 07:01 Hefur mikinn áhuga á slökkviliðinu „Við erum allar einstakar á okkar eigin hátt, en það sem mér finnst greina mig frá hinum keppendunum er að ég hef kannski smá reynslu í þessum bransa, ég er bæði fyrirsæta og leikari og hef verið það mjög lengi,“ segir Kamilla Guðrún Lowen, spurð hvað greini hana frá öðrum keppendum í Ungfrú Ísland. 19. mars 2025 09:01 Mest lesið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Lífið „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Menning Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Fleiri fréttir Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lét papparassa heyra það Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Vorboðar láta sjá sig „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Sjá meira
Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland verður haldin í tíunda skipti þann 3. apríl næstkomandi og fer fram í Gamla bíói. Keppendur eru tuttugu talsins og eru á aldrinum 18 til 37 ára. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland í ár og fær að kynnast þeim aðeins betur. Ungfrú Ísland verður í beinni útsendingu þann 3. apríl á Vísi og Stöð 2 Vísi. Fullt nafn? Heiður Sara Arnardóttir. Aldur? Ég er 18 ára. Starf? Ég vinn hjá Dominos. Menntun? Ég er á opinni braut og útskrifast úr Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi í vor. Hvernig myndir þú lýsa sjálfri þér í þremur orðum? Ég myndi lýsa mér sem metnaðarfull, heiðarleg og ábyrg. Hvað kæmi fólki mest á óvart að vita um þig? Það sem kæmi fólki mest á óvart er að ég hef tvisvar gefið yfir 30 cm af hárinu mínu til styrktar krabbameins. Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Mín fyrirmynd er mamma mín. Mamma hefur alltaf staðið við bakið á mér og er hún sterkasta kona sem ég hef hitt. Ég lít mikið upp til hennar og vil verða góð mamma og fyrirmynd eins og hún. Arnór Trausti Hvað hefur mótað þig mest? Það sem hefur mótað mig mest eru áföllin mín og að læra að takast á við þau. Hver er mesta áskorunin sem þú hefur þurft að takast á við, og hvernig komstu þér í gegnum hana? Mín mesta áskorun í lífinu var að missa föðurbróður minn. Ég fékk mikinn stuðning frá fólkinu í kringum mig og með tímanum varð þetta mikið auðveldara. Hverju ertu stoltust af? Ég er stoltust af því að hafa tekist á við félagskvíðann og hætt að leyfa honum að stjórna mér. Stærsta skrefið út úr þægindarammanum er þessi keppni og er hún að hjálpa ótrúlega mikið. Hver er þín mesta gæfa í lífinu? Mín mesta gæfa er fjölskylda mín og vinir sem standa þétt við bakið á mér í gegnum súrt og sætt. Hvernig tekstu á við stress og álag? Ég skipulegg mig og forgangsraða hlutunum ásamt því að tala um þá ef þeir liggja þungt á mér. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Ég myndi bara segja þessi klassísku: Lífið er núna eða Ég á bara eitt líf. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Þegar ég var svona 8 ára og fór í sund og sundbolurinn minn flæktist í leikfangi og rifnaði. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileika? Ég lærði fyrstu hundrað tölurnar í pi í sóttkví 2020 og kann þær enn utan að. Hvað finnst þér heillandi í fari fólks? Þegar fólk ber virðingu og kemur vel fram við aðra. En óheillandi? Dónaskapur og hroki heillar mig ekki. Hver er þinn helsti ótti? Að missa mitt nánasta fólk er minn allra helsti ótti. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Eftir tíu ár sé ég mig vera eins til tveggja barna móðir með stabíla vinnu, búin að kaupa hús með kærastanum mínum, í góðum vinahóp og umkringd fjölskyldunni. Hvaða tungumál talarðu? Ég tala íslensku og ensku, ég gæti bjargað mér á dönsku og kannski norsku, og skil aðeins spænsku. Hvað er uppáhalds maturinn þinn? Uppáhaldsmaturinn minn er hamborgarhryggur með karamellubrúnuðum kartöflum. Hvaða lag tekur þú í karókí? Segðu mér með Frikka Dór eða gott Disney lag væri mitt go to. Hver er frægasti einstaklingur sem þú hefur hitt? Ég myndi bara segja þegar ég afgreiddi Gunnar Nelsson. Hvort kýstu að skrifa skilaboð eða eiga samskipti við fólk í eigin persónu? Ég hef alltaf verið meira fyrir að skrifa skilaboð en eftir að ég byrjaði að takast á við feimni og félagskvíða finnst mér auðveldara en áður að eiga samskipti í eigin persónu. Ef þú fengir tíu milljónir til umráða, hvað myndirðu gera við peningana? Ég myndi leggja megnið inn á sparnað, eyða einhverju sjálf og gefa fólkinu í kring um mig og þeim sem þurfa á pening að halda, hluta. Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Mig hefur lengi dreymt um módelstörf og hef alltaf verið svolítil prinsessa og þegar ég kynntist kærustu bróður míns sem var þá að ljúka við ferlið opnaði það augun mín fyrir keppninni. Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Þetta er ótrúlega gefandi og þroskandi ferli en ég hef fyrst og fremst lært að labba í hælum, er að læra að koma fram og sigrast á við óttann, ég finn að ég er með mikið betra sjálfstraust. Svo er ég að kynnast svo mörgum stelpum með mismunandi bakgrunn sem þroskar og gefur endalaust og það er svo gott að geta lært af og með hvorri annarri. Hvaða samfélagslega málefni brennur þú fyrir? Ég brenn fyrir andlegri heilsu. Góð andleg heilsa er lykillinn að velgengni og vellíðan. Í nútíma samfélagi er mikið af slæmri andlegri heilsu en það getur leitt til þess að fólk kemur illa fram og gengur almennt illa. Það er svo mikilvægt að okkur líði vel svo við getum hugsað vel um okkur og líkama okkar áður en við förum til dæmis að reyna að hugsa um aðra. Hvaða kosti þarf Ungfrú Ísland að búa yfir? Ungfrú Ísland þarf að bera sig vel og koma fram af virðingu með kurteisi. Hún þarf að vera sjálfsörugg og metnaðarfull og geta borið þá ábyrgð að vera fyrirmynd Íslands í keppninni. Af hverju sækist þú eftir því að vera næsta Ungfrú Ísland? Allir keppendur koma frá mismunandi bakgrunni og eru með mismunandi reynslu en ég tel mig geta borið þessa ábyrgð og að reynslan verði mér góð en það er minn helsti draumur að fá að vera næsta Ungfrú Ísland. Hvað greinir þig frá öðrum keppendum? Við erum allar ólíkar og með ólíka bakgrunni og reynslu. Ég hef náð miklum árangri með að bæta sjálfsmynd mína og sjálfsöryggi síðastliðin tvö ár og hef náð svo langt andlega og ég tel það greina mig frá hinum keppendunum. Hvert er stærsta vandamálið sem þín kynslóð stendur frammi fyrir? Og hvernig mætti leysa það? Ég tel stærsta vandamálið hjá minni kynslóð vera léleg sjálfsmynd. Það sem getur aukið góða sjálfsmynd er aukin hreyfing, minni símatími, hugleiðsla og slökun, góður svefn og góð næring, minnka samfélagsmiðlanotkun og hætta að pæla í því hvað öðrum finnst. Það besta sem þú getur gert er að elska þig og passa uppá líkama og heilsu. Hvað viltu segja við þá sem hafa neikvæða skoðun á fegurðarsamkeppnum? Allir eiga rétt á sínum skoðunum en ef þú vilt tjá þig er best að afla sér upplýsinga áður svo þú um hvað þú ert í raun að tjá þig um. Fegurðarsamkeppnir eru mikið heilbrigðari í dag en til dæmis fyrir 15 árum en í dag er markmiðið að keppendum líði vel og séu sáttir í eigin skinni.
Ungfrú Ísland Tengdar fréttir Þróar app sem tengir fólk saman í raunveruleikanum „Mér finnst stærsta vandamálið sem mín kynslóð stendur frammi fyrir vera skjáfíknin og einangrunin sem fylgir henni. Mín kynslóð og komandi kynslóðir hafa ekki upplifað það frelsi sem fylgir því að vera ekki alltaf með síma í hendi,“ segir Eydís Eik Sigurðardóttir, , spurð hvert stærsta vandamál hennar kynslóðar stendur frammi fyrir. 21. mars 2025 10:01 Ungfrú Ísland: Kjóstu Netstúlkuna 2025 Ungfrú Ísland fer fram í þann 3.apríl næstkomandi í Gamla Bíó og verður sýnt frá henni í beinni útsendingu á Vísi. Í ár gefst almenningi kostur á að velja Netstúlkuna 2025 í atkvæðagreiðslu á Vísi en sú stúlka sem hreppir titilinn fer sjálfkrafa áfram í hóp þeirra efstu tíu sem keppa um kórónuna. 20. mars 2025 07:01 Hefur mikinn áhuga á slökkviliðinu „Við erum allar einstakar á okkar eigin hátt, en það sem mér finnst greina mig frá hinum keppendunum er að ég hef kannski smá reynslu í þessum bransa, ég er bæði fyrirsæta og leikari og hef verið það mjög lengi,“ segir Kamilla Guðrún Lowen, spurð hvað greini hana frá öðrum keppendum í Ungfrú Ísland. 19. mars 2025 09:01 Mest lesið „Þetta má ekki vera feimnismál“ Lífið „Ástarsorg er best í heimi“ Lífið Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Lífið „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Menning Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Lífið Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Lífið Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Lífið „Þetta var ekki alið upp í mér“ Lífið Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Fleiri fréttir Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Unnur og Travis orðin tveggja barna foreldrar Sneri við lífinu eftir skyndilegt fráfall frænda í djammferð erlendis Grunaði ekki að fíflalætin myndu ferðast svona víða Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrklandi Hætt við brúðkaupið og allt í baklás Þjálfaðar til að svara spurningum frá hjartanu Lét papparassa heyra það Vann Eddu og auglýsti eftir kærasta Vorboðar láta sjá sig „Átt ekki að falla af því að þú skilur ekki spurninguna“ Walliams furðar sig á vinsældum eigin frasa á Íslandi Spöruðu hálfa milljón á mánuði og stefna á íbúðarkaup Kransakaka Jóa Fel án kökuforms Gerðu upp gamlan banka í dönsku krúttþorpi Sjá meira
Þróar app sem tengir fólk saman í raunveruleikanum „Mér finnst stærsta vandamálið sem mín kynslóð stendur frammi fyrir vera skjáfíknin og einangrunin sem fylgir henni. Mín kynslóð og komandi kynslóðir hafa ekki upplifað það frelsi sem fylgir því að vera ekki alltaf með síma í hendi,“ segir Eydís Eik Sigurðardóttir, , spurð hvert stærsta vandamál hennar kynslóðar stendur frammi fyrir. 21. mars 2025 10:01
Ungfrú Ísland: Kjóstu Netstúlkuna 2025 Ungfrú Ísland fer fram í þann 3.apríl næstkomandi í Gamla Bíó og verður sýnt frá henni í beinni útsendingu á Vísi. Í ár gefst almenningi kostur á að velja Netstúlkuna 2025 í atkvæðagreiðslu á Vísi en sú stúlka sem hreppir titilinn fer sjálfkrafa áfram í hóp þeirra efstu tíu sem keppa um kórónuna. 20. mars 2025 07:01
Hefur mikinn áhuga á slökkviliðinu „Við erum allar einstakar á okkar eigin hátt, en það sem mér finnst greina mig frá hinum keppendunum er að ég hef kannski smá reynslu í þessum bransa, ég er bæði fyrirsæta og leikari og hef verið það mjög lengi,“ segir Kamilla Guðrún Lowen, spurð hvað greini hana frá öðrum keppendum í Ungfrú Ísland. 19. mars 2025 09:01