Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki Sindri Sverrisson skrifar 26. mars 2025 15:15 Kasper Schmeichel hefur mátt þola óvægna gagnrýni eftir tap Danmerkur gegn Portúgal á sunnudaginn. Getty/Miguel Lemos Mikil reiði er í Danmörku vegna leiðara í Ekstra Bladet þar sem landsliðsmarkvörðurinn Kasper Schmeichel er sagður „þungur og mjúkholda“, og kýla boltann í burtu eins og „barn með lömunarveiki“. Anders Olsen hjá Ekstra Bladet skrifaði leiðarann eftir 5-2 tap Danmerkur í framlengdum leik gegn Portúgal á sunnudag, í 8-liða úrslitum Þjóðadeildarinnar. Þar segir hann að tíma Schmeichel í landsliðinu sé lokið. Olsen segir að þó að Schmeichel hafi reyndar varið víti frá Cristiano Ronaldo þá hefði betri markvörður getað komið í veg fyrir þrjú af mörkum Portúgals. Í eitt skiptið hafi Schmeichel einfaldlega átt að grípa boltann en í staðinn farið á síðustu stundu af marklínunni og slegið boltann „eins og barn með lömunarveiki“. Það sé ekki vandamál eitt og sér að Schmeichel sé 38 ára en þannig sé það samt þegar hann sé einnig „þungur og skvaaður“. Slíkt sé í lagi þegar maður heiti Emil Nielsen og sé bestur í heimi en að Schmeichel sé ekki í handbolta heldur fótbolta. Kasper Schmeichel varði víti frá Cristiano Ronaldo á sunnudaginn en fékk hins vegar á sig fimm mörk.Getty/Pedro Loureiro Á meðal þeirra sem harmað hafa skrif Olsens er Michael Sahl Hansen, formaður leikmannasamtakanna í Danmörku, sem segir þau fara langt yfir strikið. „Það er algjörlega ósmekklegt að reyna að niðurlægja leikmann með þessum hætti, með því að tengja lýsingar við alvarlegan sjúkdóm og fitusmána tvö af okkar allra stærstu íþróttanöfnum. Elítuíþróttafólk og toppfagmenn,“ sagði Hansen. Knud Brix, aðalritstjóri Ekstra Bladet, hefur sagt við Bold að ekki komi til greina að biðjast afsökunar á skrifunum. Blaðamönnum blaðsins sé heimilt að notast við svona orðaval. Peter Möller, yfirmaður knattspyrnumála hjá danska knattspyrnusambandinu, er ekki hrifinn: „Ég hefði viljað að orðalagið væri annað og að þetta væri ekki svona persónulegt. Gagnrýni er algjörlega réttlætanleg og hluti af því sem fótboltamenn þurfa að glíma við í þessum heimi. En þegar þetta verður svona persónulegt og á svona rosalega lágu plani, með ruddalegu orðavali, er það of langt gengið,“ sagði Möller við TV 2 Sport og bætti við: „Ég veit að það eru blaðamenn sem munu taka því sem ég segi þannig að við þolum ekki gagnrýni. En þetta snýst um að haga sér almennilega og sómasamlega gagnvart samferðafólki sínu. Ég held að þarna hafi verið skotið hátt, hátt yfir markið.“ Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira
Anders Olsen hjá Ekstra Bladet skrifaði leiðarann eftir 5-2 tap Danmerkur í framlengdum leik gegn Portúgal á sunnudag, í 8-liða úrslitum Þjóðadeildarinnar. Þar segir hann að tíma Schmeichel í landsliðinu sé lokið. Olsen segir að þó að Schmeichel hafi reyndar varið víti frá Cristiano Ronaldo þá hefði betri markvörður getað komið í veg fyrir þrjú af mörkum Portúgals. Í eitt skiptið hafi Schmeichel einfaldlega átt að grípa boltann en í staðinn farið á síðustu stundu af marklínunni og slegið boltann „eins og barn með lömunarveiki“. Það sé ekki vandamál eitt og sér að Schmeichel sé 38 ára en þannig sé það samt þegar hann sé einnig „þungur og skvaaður“. Slíkt sé í lagi þegar maður heiti Emil Nielsen og sé bestur í heimi en að Schmeichel sé ekki í handbolta heldur fótbolta. Kasper Schmeichel varði víti frá Cristiano Ronaldo á sunnudaginn en fékk hins vegar á sig fimm mörk.Getty/Pedro Loureiro Á meðal þeirra sem harmað hafa skrif Olsens er Michael Sahl Hansen, formaður leikmannasamtakanna í Danmörku, sem segir þau fara langt yfir strikið. „Það er algjörlega ósmekklegt að reyna að niðurlægja leikmann með þessum hætti, með því að tengja lýsingar við alvarlegan sjúkdóm og fitusmána tvö af okkar allra stærstu íþróttanöfnum. Elítuíþróttafólk og toppfagmenn,“ sagði Hansen. Knud Brix, aðalritstjóri Ekstra Bladet, hefur sagt við Bold að ekki komi til greina að biðjast afsökunar á skrifunum. Blaðamönnum blaðsins sé heimilt að notast við svona orðaval. Peter Möller, yfirmaður knattspyrnumála hjá danska knattspyrnusambandinu, er ekki hrifinn: „Ég hefði viljað að orðalagið væri annað og að þetta væri ekki svona persónulegt. Gagnrýni er algjörlega réttlætanleg og hluti af því sem fótboltamenn þurfa að glíma við í þessum heimi. En þegar þetta verður svona persónulegt og á svona rosalega lágu plani, með ruddalegu orðavali, er það of langt gengið,“ sagði Möller við TV 2 Sport og bætti við: „Ég veit að það eru blaðamenn sem munu taka því sem ég segi þannig að við þolum ekki gagnrýni. En þetta snýst um að haga sér almennilega og sómasamlega gagnvart samferðafólki sínu. Ég held að þarna hafi verið skotið hátt, hátt yfir markið.“
Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira