Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Samúel Karl Ólason skrifar 28. mars 2025 08:45 Ubisoft Leikurinn Assassins Creed Shadows kom mér bara nokkuð á óvart. Internetið var fyrir mörgum mánuðum síðan búið að staðfesta að leikurinn sökkaði. Svo er samt ekki. Þetta er bara frekar góður leikur, þó sagan sé ekkert beint framúrskarandi. Sögusviðið er samt frábært og það er alltaf jafn undarlegt að Ubisoft hafi ekki leitað þangað fyrr. Sengoku-tímabilið á sautjándu öld í Japan er mjög áhugavert og kjörin sviðsmynd fyrir Assassins Creed leik, þar sem mannadráp voru mjög svo tíð og svik og prettir út um allt. Leikurinn fjallar um þau Fujibayashi Naoe og Yasuke. Naoe er frá Iga, meintum fæðingarstað ninjunnar í Japan en héraðið verður í upphafi leiksins fyrir mikilli árás hers stríðsherrans Oda Nobunaga, sem fór langleiðina með að sameina Japan á sínum tíma. Naoe fær það verkefni að koma mikilvægum kassa undan innrásinni en allt fer í fokk, eðlilega. Hún þarf svo að taka það að sér það verkefni að finna kassann aftur og hefna fyrir ódæði sem framin hafa verið gegn hennar fólki. Yasuke byggir á raunverulegum Afríkumanni sem ítalskur trúboði flutti til Japan og endaði í þjónustu Nobunaga, sem samúræi. Að öðru leyti er lítið vitað um raunverulegu persónuna. Ubisoft Hægt er að velja á milli þeirra en það býður upp á mjög svo mismunandi leiðir til að spila leikinn. Naoe er eðli málsins samkvæmt mikið fyrir það að stinga fólk í bakið úr laumi og Yasuke er meira fyrir að ganga upp að mönnum og hakka þá í spað eða jafnvel skjóta þá í andlitið. Það er margt í boði. Naoe getur falið sig í skuggum og svo er líka hægt að skríða um, sem opnar á ýmsa möguleika þegar kemur að því að laumupúkast. Hún er einnig mun betri að klifra upp byggingar og annað drasl en Yasuke er. Í mjög einföldu máli býður leikurinn manni upp á að velja hvort maður vilji spila sem ninja eða sem samúræ, sem er jákvætt og býður upp á skemmtilegri endurspilun. Ekki að ég sjái fram á að klára þennan leik í bráð. Hann er frekar stór og ég það er í gífurlega mörg horn að líta. Naoe og Yasuke finna fjölmörg vopn á förnum vegi, í fornum kistum og á dauðum drullusokkum. Vopnin eru nokkuð mismunandi en kollegarnir nota mismunandi vopn til að berjast við óvini sína en sú fjölbreytni þykir mér jákvæð. Vopnin geta þó verið allt of mörg og það fer oft mikill tími í að stússast í kringum þau, velja ný, uppfæra og annað. Ég er persónulega meira fyrir það að spila sem Naoe og laumast um, stinga drullusokka í bakið og þannig. Það er eitthvað svo merkilega gott við það þegar manni tekst að þurrka út heila varðsveit í kastala, án þess að vera séður. En á móti kemur að það er óþolandi þegar það misheppnast. Ég leyfi reiða Samma að taka við í smá stund. Fúlt að drepast í stiga Sjónarhornið í þessum leik getur sogið algjört rassgat. Ég hef ekki tölu á því hversu oft ég hef dáið í bardögum í þröngu rými vegna þess að ég hef ekki hugmynd um hvað er að gerast eða hef setið fastur á kertastjaka eða einhverju kjaftæði. Maður er endalaust að læðast um kastala og það er gjörsamlega hræðilega útfært. Svipaða sögu er að segja af stigum. Já, stigum. Það að fara upp einfalda stiga í kastölum getur verið þvílíkur hausverkur. Glöggir lesendur taka ef til vill eftir því að málsgreinirnar tvær hér að ofan skrifaði reiði Sammi rétt á eftir að hann lenti í atviki í kastala sem fór mjög í taugarnar á honum. Ég get verið svolítið dramatískur þegar ég er reiður en það er ekki nýr vandi í AC-leik að maður festist á drasli og er drepinn. Ég hef örugglega kvartað yfir þessu í öllum leikjunum, sem ítrekar reyndar hvað þetta er óþolandi að þetta vandamál sé ekki lagað einhvern veginn. Ubisoft Krókur með bragði Auk þess að nú sé hægt að fela sig í skuggum í leiknum sem hefur skugga í titlinum, heyra óvinir einnig í manni. Það á við þegar maður hleypur um og líka þegar maður opnar dyr eða drepur kalla of nærri öðrum. Það er reyndar merkilega slæmt hvað óvinir heyra illa. Ég hef átt í allsherjarbardaga við nokkra vonda kalla einungis nokkra metra frá öðrum sem heyrðu ekki neitt. Naoe er líka með krók sem hún getur notað til að klifra upp á veggi og húsþök, sem opnar margar leiðir fyrir henni. Hún getur meðal annars notað krókinn til að hanga úr loftinu, Batman-style, og stökkva á drullusokka sem ganga undir hana. Heilt yfir, virkar laumupúkakerfi ACS mjög vel. Frábært umhverfi og andrúmsloft Japan hefur alltaf heillað mig sem land. Það veldur ekki vonbrigðum í ACS en allt umhverfi leiksins er einstaklega fallegt. Leikurinn lítur allur mjög vel út en umhverfið finnst mér standa uppúr. Veðrið gerir mjög mikið fyrir allt umhverfið. Vindurinn í leiknum lítur fáránlega vel út og svo breytast líka árstíðarnar í leiknum og þannig getur umhverfið sjálft tekið stakkaskiptum. Þetta virkar allt mjög vel saman. Rigning er einnig gott dæmi en hún virkar mjög vel í þessum leik. Í fyrsta lagi lítur hún vel út, allt sem á að blotna gerir það en mér finnst svolítið magnað hvað gerist þegar það styttir upp. Þá er enn allt blautt í smá stund. Vatn lekur enn af húsþökum og slíkt. Mögulega er ég að vera vitlaus en ég man í fljótu bragði ekki eftir því að hafa séð slíkt áður. Svona smáatriði gera mikið fyrir andrúmsloftið og upplifunina. Annars er kortið í leiknum mjög stórt. Jafnvel of stórt en það hefur verið svolítið vandamál finnst mér með Assassins Creed leiki, þar sem kortin eru oftar en ekki meira og minna tóm. Maður finnur margt á förnum vegi en að mjög miklu leyti er það uppfyllingarefni sem mér hefur lengi þótt vera allt of stór hluti þessara leikja. Mér er minnistæðast helvítis steinahleðslan í Valhalla. Það var bókstaflega óþolandi en var eiginlega bara notað til að fylla upp í risastórt kort. Samantekt-ish Til að binda endahnútinn á þessa þvælu vil ég segja að Shadows er að koma mér skemmtilega á óvart. Hann er ekki gallalaus. Sagan gæti verið áhugaverðari, miðað við það sem ég er búinn að spila af henni. Ég hef ekki klárað leikinn enn. Aðalpersónurnar eru þó áhugaverðar og spilunin sjálf er mjög skemmtileg. Umhverfi leiksins er líka mjög fallegt og vel gert og andrúmsloftið framúrskarandi. Ég hef dundað mér við að ganga hinn rólegasti um götur Kyoto og fylgst með fólkinu, sem hefur reynst vel á köflum þar sem ég hef rambað á drullusokka sem ég vissi ekki enn að ég ætti að drepa. Ég segi það aftur, það er stórundarlegt að það hafi tekið allan þennan tíma að gera AC-leik sem gerist í Japan. Kannski er það bara gott, þar sem góðir hlutir gerast hægt. Leikjadómar Mest lesið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Vill kynlíf en ekki samband Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Fleiri fréttir Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira
Sengoku-tímabilið á sautjándu öld í Japan er mjög áhugavert og kjörin sviðsmynd fyrir Assassins Creed leik, þar sem mannadráp voru mjög svo tíð og svik og prettir út um allt. Leikurinn fjallar um þau Fujibayashi Naoe og Yasuke. Naoe er frá Iga, meintum fæðingarstað ninjunnar í Japan en héraðið verður í upphafi leiksins fyrir mikilli árás hers stríðsherrans Oda Nobunaga, sem fór langleiðina með að sameina Japan á sínum tíma. Naoe fær það verkefni að koma mikilvægum kassa undan innrásinni en allt fer í fokk, eðlilega. Hún þarf svo að taka það að sér það verkefni að finna kassann aftur og hefna fyrir ódæði sem framin hafa verið gegn hennar fólki. Yasuke byggir á raunverulegum Afríkumanni sem ítalskur trúboði flutti til Japan og endaði í þjónustu Nobunaga, sem samúræi. Að öðru leyti er lítið vitað um raunverulegu persónuna. Ubisoft Hægt er að velja á milli þeirra en það býður upp á mjög svo mismunandi leiðir til að spila leikinn. Naoe er eðli málsins samkvæmt mikið fyrir það að stinga fólk í bakið úr laumi og Yasuke er meira fyrir að ganga upp að mönnum og hakka þá í spað eða jafnvel skjóta þá í andlitið. Það er margt í boði. Naoe getur falið sig í skuggum og svo er líka hægt að skríða um, sem opnar á ýmsa möguleika þegar kemur að því að laumupúkast. Hún er einnig mun betri að klifra upp byggingar og annað drasl en Yasuke er. Í mjög einföldu máli býður leikurinn manni upp á að velja hvort maður vilji spila sem ninja eða sem samúræ, sem er jákvætt og býður upp á skemmtilegri endurspilun. Ekki að ég sjái fram á að klára þennan leik í bráð. Hann er frekar stór og ég það er í gífurlega mörg horn að líta. Naoe og Yasuke finna fjölmörg vopn á förnum vegi, í fornum kistum og á dauðum drullusokkum. Vopnin eru nokkuð mismunandi en kollegarnir nota mismunandi vopn til að berjast við óvini sína en sú fjölbreytni þykir mér jákvæð. Vopnin geta þó verið allt of mörg og það fer oft mikill tími í að stússast í kringum þau, velja ný, uppfæra og annað. Ég er persónulega meira fyrir það að spila sem Naoe og laumast um, stinga drullusokka í bakið og þannig. Það er eitthvað svo merkilega gott við það þegar manni tekst að þurrka út heila varðsveit í kastala, án þess að vera séður. En á móti kemur að það er óþolandi þegar það misheppnast. Ég leyfi reiða Samma að taka við í smá stund. Fúlt að drepast í stiga Sjónarhornið í þessum leik getur sogið algjört rassgat. Ég hef ekki tölu á því hversu oft ég hef dáið í bardögum í þröngu rými vegna þess að ég hef ekki hugmynd um hvað er að gerast eða hef setið fastur á kertastjaka eða einhverju kjaftæði. Maður er endalaust að læðast um kastala og það er gjörsamlega hræðilega útfært. Svipaða sögu er að segja af stigum. Já, stigum. Það að fara upp einfalda stiga í kastölum getur verið þvílíkur hausverkur. Glöggir lesendur taka ef til vill eftir því að málsgreinirnar tvær hér að ofan skrifaði reiði Sammi rétt á eftir að hann lenti í atviki í kastala sem fór mjög í taugarnar á honum. Ég get verið svolítið dramatískur þegar ég er reiður en það er ekki nýr vandi í AC-leik að maður festist á drasli og er drepinn. Ég hef örugglega kvartað yfir þessu í öllum leikjunum, sem ítrekar reyndar hvað þetta er óþolandi að þetta vandamál sé ekki lagað einhvern veginn. Ubisoft Krókur með bragði Auk þess að nú sé hægt að fela sig í skuggum í leiknum sem hefur skugga í titlinum, heyra óvinir einnig í manni. Það á við þegar maður hleypur um og líka þegar maður opnar dyr eða drepur kalla of nærri öðrum. Það er reyndar merkilega slæmt hvað óvinir heyra illa. Ég hef átt í allsherjarbardaga við nokkra vonda kalla einungis nokkra metra frá öðrum sem heyrðu ekki neitt. Naoe er líka með krók sem hún getur notað til að klifra upp á veggi og húsþök, sem opnar margar leiðir fyrir henni. Hún getur meðal annars notað krókinn til að hanga úr loftinu, Batman-style, og stökkva á drullusokka sem ganga undir hana. Heilt yfir, virkar laumupúkakerfi ACS mjög vel. Frábært umhverfi og andrúmsloft Japan hefur alltaf heillað mig sem land. Það veldur ekki vonbrigðum í ACS en allt umhverfi leiksins er einstaklega fallegt. Leikurinn lítur allur mjög vel út en umhverfið finnst mér standa uppúr. Veðrið gerir mjög mikið fyrir allt umhverfið. Vindurinn í leiknum lítur fáránlega vel út og svo breytast líka árstíðarnar í leiknum og þannig getur umhverfið sjálft tekið stakkaskiptum. Þetta virkar allt mjög vel saman. Rigning er einnig gott dæmi en hún virkar mjög vel í þessum leik. Í fyrsta lagi lítur hún vel út, allt sem á að blotna gerir það en mér finnst svolítið magnað hvað gerist þegar það styttir upp. Þá er enn allt blautt í smá stund. Vatn lekur enn af húsþökum og slíkt. Mögulega er ég að vera vitlaus en ég man í fljótu bragði ekki eftir því að hafa séð slíkt áður. Svona smáatriði gera mikið fyrir andrúmsloftið og upplifunina. Annars er kortið í leiknum mjög stórt. Jafnvel of stórt en það hefur verið svolítið vandamál finnst mér með Assassins Creed leiki, þar sem kortin eru oftar en ekki meira og minna tóm. Maður finnur margt á förnum vegi en að mjög miklu leyti er það uppfyllingarefni sem mér hefur lengi þótt vera allt of stór hluti þessara leikja. Mér er minnistæðast helvítis steinahleðslan í Valhalla. Það var bókstaflega óþolandi en var eiginlega bara notað til að fylla upp í risastórt kort. Samantekt-ish Til að binda endahnútinn á þessa þvælu vil ég segja að Shadows er að koma mér skemmtilega á óvart. Hann er ekki gallalaus. Sagan gæti verið áhugaverðari, miðað við það sem ég er búinn að spila af henni. Ég hef ekki klárað leikinn enn. Aðalpersónurnar eru þó áhugaverðar og spilunin sjálf er mjög skemmtileg. Umhverfi leiksins er líka mjög fallegt og vel gert og andrúmsloftið framúrskarandi. Ég hef dundað mér við að ganga hinn rólegasti um götur Kyoto og fylgst með fólkinu, sem hefur reynst vel á köflum þar sem ég hef rambað á drullusokka sem ég vissi ekki enn að ég ætti að drepa. Ég segi það aftur, það er stórundarlegt að það hafi tekið allan þennan tíma að gera AC-leik sem gerist í Japan. Kannski er það bara gott, þar sem góðir hlutir gerast hægt.
Leikjadómar Mest lesið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Vill kynlíf en ekki samband Lífið Biður drottninguna að blessa heimilið Tíska og hönnun Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Menning Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Bíó og sjónvarp Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Fleiri fréttir Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira