„Gerðum gott úr þessu“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 30. mars 2025 19:26 Halldór á hliðarlínunni í leik dagsins, hann átti eftir að blotna töluvert meira eftir því sem leið á. vísir / hulda margrét Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með frammistöðu sinna manna við mjög krefjandi aðstæður gegn KA í uppgjöri meistaranna á síðasta tímabili. Breiðablik bauðst til að færa leikinn inn í Kórinn, svo varð ekki en Blikarnir gerðu gott úr aðstæðum, skoruðu þrjú mörk í fyrri hálfleik og fóru með öruggan 3-1 sigur. „Þetta var það sem við kölluðum eftir, mjög góð frammistaða við krefjandi aðstæður. Við vorum andlega sterkir, komum okkur í gegnum þetta og spiluðum bara fínan fótbolta á stórum köflum. Ég var mjög ánægður með þetta“ sagði Halldór fljótlega eftir leik. Talið barst þá strax að, því sem hafði hvað mest áhrif á leikinn, veðrinu. Breiðablik var tilbúið að færa leikinn inn í Kórinn, en úr því varð ekki. „Spáin er búin að vera svona í fleiri, fleiri daga og það voru alls konar lausnir til að spila þetta við betri aðstæður. Fyrir tvö lið sem eru að búa sig undir deildina og þetta er síðasti leikur, þá hefði mér fundist allir aðilar mega vera opnari fyrir því að finna annað hvort betri leikvöll eða betri leiktíma, en það er bara eins og það er. Við gerðum gott úr þessu og fengum þokkalegan leik.“ Alvöru svar eftir slakan æfingaleik Um leikinn sjálfan var Halldór ánægður með margt, eftir slaka frammistöðu í síðasta æfingaleik gegn FH. „Það voru allar afsakanir í bókinni þar, nýkomnir úr æfingaferð og menn að passa sig að meiðast ekki og allt þetta, en við vorum ekki nógu góðir á móti FH á grasinu þeirra. Alvöru svar í dag, þetta var mjög kröftugt og öflugt.“ Ósáttur með færanýtinguna í seinni hálfleik? „Tja, ætli ég verði ekki að að vera það. Fáum töluvert fleiri færi í seinni hálfleik þó mörkin hafi öll komið í þeim fyrri. En menn eru auðvitað bara að gera sitt besta, markmaðurinn þeirra varði vel og þeir björguðu á línu. Ég er ánægður með að skapa svona mikið af færum, verður maður ekki að horfa á glasið hálf fullt í því samhengi?“ KA komst inn í leikinn undir lokin KA kemst síðan aðeins inn í leikinn undir lokin, hvað skrifarðu það á? „Ég veit það ekki. Við vorum með algjör tök á þessum leik en þeir skora, rétt eftir að hafa bjargað á línu. Á sama tíma skellur stormur á og hríðbylur í andlitið á okkur. Ég ætla ekki að horfa of mikið í þetta, mér fannst menn bara standa þetta ágætlega af sér þannig lagað. Ég get ekkert verið ósáttur, þetta var bara góð frammistaða við mjög krefjandi aðstæður.“ Halldór var ánægður með það sem hann, eftir slaka frammistöðu í síðasta leik. Vísir / Hulda Margrét Nýju mennirnir smellpassa Breiðablik var að spila á nokkrum nýjum mönnum í dag, sem komu til félagsins fyrr í vetur. Valgeir Valgeirsson, Óli Valur Ómarsson, Tobias Thomsen, Anton Logi Lúðvíksson og Gabríel Snær Hallsson voru allir í byrjunarliðinu. Ágúst Orri Þorsteinsson kom svo inn á í hálfleik. „Allir smellpassa inn í þetta. Tobias auðvitað búin að vera með okkur styst en hefur aðlagast mjög vel, staðist allar okkar væntingar og er bara mjög öflugur. Getur haldið boltanum uppi og er alltaf vel staðsettur í teignum. Óli, Valli, Anton, Gabríel og Gústi eru allir búnir að spila frábærlega í allan vetur. Þannig að ég er bara mjög ánægður með þá alla.“ Afturelding næsta laugardag Framundan er fyrsti leikur í Bestu deildinni gegn nýliðum Aftureldingar næsta laugardag. „Leikurinn leggst bara mjög vel í mig. Spennandi að fá þá, fyrsti leikur þeirra í efstu deild og verða væntanlega mjög gíraðir, bæði í stúkunni og inni á vellinum. Við verðum að taka þá mjög alvarlega og mæta klárir“ sagði Halldór að lokum. Besta deild karla Breiðablik Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Frankfurt - Liverpool | Ekitiké á kunnuglegum slóðum Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Sjá meira
„Þetta var það sem við kölluðum eftir, mjög góð frammistaða við krefjandi aðstæður. Við vorum andlega sterkir, komum okkur í gegnum þetta og spiluðum bara fínan fótbolta á stórum köflum. Ég var mjög ánægður með þetta“ sagði Halldór fljótlega eftir leik. Talið barst þá strax að, því sem hafði hvað mest áhrif á leikinn, veðrinu. Breiðablik var tilbúið að færa leikinn inn í Kórinn, en úr því varð ekki. „Spáin er búin að vera svona í fleiri, fleiri daga og það voru alls konar lausnir til að spila þetta við betri aðstæður. Fyrir tvö lið sem eru að búa sig undir deildina og þetta er síðasti leikur, þá hefði mér fundist allir aðilar mega vera opnari fyrir því að finna annað hvort betri leikvöll eða betri leiktíma, en það er bara eins og það er. Við gerðum gott úr þessu og fengum þokkalegan leik.“ Alvöru svar eftir slakan æfingaleik Um leikinn sjálfan var Halldór ánægður með margt, eftir slaka frammistöðu í síðasta æfingaleik gegn FH. „Það voru allar afsakanir í bókinni þar, nýkomnir úr æfingaferð og menn að passa sig að meiðast ekki og allt þetta, en við vorum ekki nógu góðir á móti FH á grasinu þeirra. Alvöru svar í dag, þetta var mjög kröftugt og öflugt.“ Ósáttur með færanýtinguna í seinni hálfleik? „Tja, ætli ég verði ekki að að vera það. Fáum töluvert fleiri færi í seinni hálfleik þó mörkin hafi öll komið í þeim fyrri. En menn eru auðvitað bara að gera sitt besta, markmaðurinn þeirra varði vel og þeir björguðu á línu. Ég er ánægður með að skapa svona mikið af færum, verður maður ekki að horfa á glasið hálf fullt í því samhengi?“ KA komst inn í leikinn undir lokin KA kemst síðan aðeins inn í leikinn undir lokin, hvað skrifarðu það á? „Ég veit það ekki. Við vorum með algjör tök á þessum leik en þeir skora, rétt eftir að hafa bjargað á línu. Á sama tíma skellur stormur á og hríðbylur í andlitið á okkur. Ég ætla ekki að horfa of mikið í þetta, mér fannst menn bara standa þetta ágætlega af sér þannig lagað. Ég get ekkert verið ósáttur, þetta var bara góð frammistaða við mjög krefjandi aðstæður.“ Halldór var ánægður með það sem hann, eftir slaka frammistöðu í síðasta leik. Vísir / Hulda Margrét Nýju mennirnir smellpassa Breiðablik var að spila á nokkrum nýjum mönnum í dag, sem komu til félagsins fyrr í vetur. Valgeir Valgeirsson, Óli Valur Ómarsson, Tobias Thomsen, Anton Logi Lúðvíksson og Gabríel Snær Hallsson voru allir í byrjunarliðinu. Ágúst Orri Þorsteinsson kom svo inn á í hálfleik. „Allir smellpassa inn í þetta. Tobias auðvitað búin að vera með okkur styst en hefur aðlagast mjög vel, staðist allar okkar væntingar og er bara mjög öflugur. Getur haldið boltanum uppi og er alltaf vel staðsettur í teignum. Óli, Valli, Anton, Gabríel og Gústi eru allir búnir að spila frábærlega í allan vetur. Þannig að ég er bara mjög ánægður með þá alla.“ Afturelding næsta laugardag Framundan er fyrsti leikur í Bestu deildinni gegn nýliðum Aftureldingar næsta laugardag. „Leikurinn leggst bara mjög vel í mig. Spennandi að fá þá, fyrsti leikur þeirra í efstu deild og verða væntanlega mjög gíraðir, bæði í stúkunni og inni á vellinum. Við verðum að taka þá mjög alvarlega og mæta klárir“ sagði Halldór að lokum.
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Frankfurt - Liverpool | Ekitiké á kunnuglegum slóðum Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Sjá meira