„Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. apríl 2025 12:00 Viðtalið við rafvirkjann Oliver Heiðarsson var tekið í nýja landeldinu sem er í byggingu í Vestmannaeyjum. stöð 2 sport Oliver Heiðarsson, markahæsti leikmaður Lengjudeildarinnar í fyrra, tók fótboltann ekki alvarlega fyrr en á unglingsaldri og var meira í öðrum íþróttum þegar hann var yngri. ÍBV var til umfjöllunar í þriðja þætti þriðju þáttaraðar Lengsta undirbúningstímabils í heimi. Eyjamenn unnu Lengjudeildina í fyrra þar sem Oliver skoraði fjórtán mörk. Það lá hins vegar ekkert endilega fyrir að hann yrði fótboltamaður eins og faðir sinn, Heiðar Helguson. „Ég var meira í öðrum íþróttum í Englandi. Ég æfði fótbolta einu sinni á laugardegi og spilaði svo á sunnudegi. Það var ekki mín uppáhalds íþrótt. Ég var alltaf í skólaíþróttunum; það var rugby, grashokkí og krikket. Mér fannst langskemmtilegast í rugby því þá gat maður hlaupið menn niður. Það var ógeðslega gaman í rugby,“ sagði Oliver í samtali við Baldur Sigurðsson. En hvenær kviknaði fótboltaáhuginn? „Ég kom alltaf heim á sumrin í Þrótt að æfa fótbolta og svona en hann kviknaði ekkert almennilega fyrr en í 2. flokki. Þegar ég kom heim var ég í A-liði fyrstu árin en svo missti ég þannig séð áhugann á að gera þetta almennilega. Ég var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki,“ sagði Oliver. Klippa: Lengsta undirbúningstímabil í heimi - Fótboltaáhuginn kviknaði seint „Svo allt í einu kom vaxtarkippur, ég grenntist aðeins, byrjaði í fótbolta og þá loksins komst maður í A-liðið. Ég átti gott tímabil þar og þannig byrjaði ferilinn á Íslandi. Á fyrsta ári í 2. flokki tók ég vaxtarkippinn og byrja að spila fótbolta almennilega. Svo var miðárið í 2. flokki mjög gott. Ég held ég hafi skorað fjórtán mörk og við komumst upp úr riðlinum. Svo er ég bara orðinn fastamaður í meistaraflokki á elsta ári í 2. flokki og er farinn í FH eftir það.“ Oliver gekk í raðir ÍBV frá FH 2023. Eyjamenn féllu það sumar en komust strax aftur upp í Bestu deildina. Þeir mæta Víkingum í fyrsta leik sínum á tímabilinu á mánudaginn. Innslagið úr Lengsta undirbúningstímabili í heimi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla ÍBV Lengsta undirbúningstímabil í heimi Tengdar fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Verið er að leggja gervigras á Hásteinsvöll, heimavöll ÍBV. Þorlákur Árnason, þjálfari karlaliðsins, segir að margir sjái eftir náttúrulega grasinu. 31. mars 2025 14:00 Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Fleiri fréttir Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Sjá meira
ÍBV var til umfjöllunar í þriðja þætti þriðju þáttaraðar Lengsta undirbúningstímabils í heimi. Eyjamenn unnu Lengjudeildina í fyrra þar sem Oliver skoraði fjórtán mörk. Það lá hins vegar ekkert endilega fyrir að hann yrði fótboltamaður eins og faðir sinn, Heiðar Helguson. „Ég var meira í öðrum íþróttum í Englandi. Ég æfði fótbolta einu sinni á laugardegi og spilaði svo á sunnudegi. Það var ekki mín uppáhalds íþrótt. Ég var alltaf í skólaíþróttunum; það var rugby, grashokkí og krikket. Mér fannst langskemmtilegast í rugby því þá gat maður hlaupið menn niður. Það var ógeðslega gaman í rugby,“ sagði Oliver í samtali við Baldur Sigurðsson. En hvenær kviknaði fótboltaáhuginn? „Ég kom alltaf heim á sumrin í Þrótt að æfa fótbolta og svona en hann kviknaði ekkert almennilega fyrr en í 2. flokki. Þegar ég kom heim var ég í A-liði fyrstu árin en svo missti ég þannig séð áhugann á að gera þetta almennilega. Ég var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki,“ sagði Oliver. Klippa: Lengsta undirbúningstímabil í heimi - Fótboltaáhuginn kviknaði seint „Svo allt í einu kom vaxtarkippur, ég grenntist aðeins, byrjaði í fótbolta og þá loksins komst maður í A-liðið. Ég átti gott tímabil þar og þannig byrjaði ferilinn á Íslandi. Á fyrsta ári í 2. flokki tók ég vaxtarkippinn og byrja að spila fótbolta almennilega. Svo var miðárið í 2. flokki mjög gott. Ég held ég hafi skorað fjórtán mörk og við komumst upp úr riðlinum. Svo er ég bara orðinn fastamaður í meistaraflokki á elsta ári í 2. flokki og er farinn í FH eftir það.“ Oliver gekk í raðir ÍBV frá FH 2023. Eyjamenn féllu það sumar en komust strax aftur upp í Bestu deildina. Þeir mæta Víkingum í fyrsta leik sínum á tímabilinu á mánudaginn. Innslagið úr Lengsta undirbúningstímabili í heimi má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla ÍBV Lengsta undirbúningstímabil í heimi Tengdar fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Verið er að leggja gervigras á Hásteinsvöll, heimavöll ÍBV. Þorlákur Árnason, þjálfari karlaliðsins, segir að margir sjái eftir náttúrulega grasinu. 31. mars 2025 14:00 Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Fleiri fréttir Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Sjá meira
Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Verið er að leggja gervigras á Hásteinsvöll, heimavöll ÍBV. Þorlákur Árnason, þjálfari karlaliðsins, segir að margir sjái eftir náttúrulega grasinu. 31. mars 2025 14:00
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn