Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 2. apríl 2025 14:54 Katrín Tanja segir að hún hafi lært að elska á annan hátt eftir að hún fékk hundinn Theo inn í líf sitt. Katrín Tanja Davíðsdóttir, tvöfaldur heimsmeistari í Crossfit, og unnusti hennar, Brooks Laich fyrrverandi hokkíleikmaður, syrgja ferfætlinginn Theo sem lést skyndilega þann 4. mars síðastliðinn. Katrín Tanja greinir frá tíðindunum í færslu á Instagram. „Hjörtun okkar eru algjörlega mölbrotin þegar við skrifum þetta, en við misstum yndislega og dýrmæta litla drenginn okkar, Theo,“ skrifar Katrín Tanja við færsluna. Hundurinn var af tegundinni Pomerian. Theo, sem var aðeins þriggja ára, lést skyndilega þegar hann lék sér á ströndinni eftir fjallgöngu. Katrín segir að krufningin hafi ekki leitt neitt annað í ljós en að hann hafi verið heilbrigður: „Það voru engin merki um hjartaáfall, mænusjúkdóm, eitrun eða stíflaðan öndunarveg. Við reynum enn að finna orsökina, þó svo að við vitum að engin ástæða mun breyta niðurstöðunni.“ Kenndi henni að elska á annan hátt en áður Katrín Tanja minnist litlu dýrmætu augnablikanna sem þau áttu með Theo. Hún lýsir hljóðinu af litlu og hraða fótatifinu hans og hvernig hann sat í kjöltu þeirra eftir kvöldmatinn á hverju kvöldi. „Hann var litla barnið hennar mömmu og villti strákurinn hans pabba,“ skrifar Katrín Tanja og bætir við að Theo hafi elskað að fara í gönguferðir með pabba sínum og stóra bróður sínum, Koda. „Hann var aðeins níu vikna þegar við fengum hann til okkar og ég man svo vel eftir því að ég hugsaði að við hefðum tekið hann frá mömmu hans, þannig að nú var það okkar hlutverk að elska, hlúa að honum og annast hann. Koda er strákurinn okkar, en Theo var barnið okkar, og ég fann að hann kenndi mér hvernig á að elska og sjá um einhvern á þann hátt sem ég hafði aldrei upplifað áður.“ „Mamma & Pabbi elska þig, ástin mín,“ skrifaði Katrín Tanja í lokin. Fjölmargir hafa skrifað samúðarkveðjur við færsluna. Þar á meðal CrossFit-konurnar Annie Mist Þórisdóttir, Sara Sigmundsdóttir og Þuríður Helgadóttir, áhrifavaldarnir Helgi Ómarsson, Birgitta Líf Björnsdóttir og Brynja Dan Gunnarsdóttir. Færsluna má lesa í heild sinni hér að neðan: View this post on Instagram A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) Hundar Ástin og lífið CrossFit Gæludýr Mest lesið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið Sannfærði Balta um að snúa aftur Bíó og sjónvarp „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Fleiri fréttir Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Sjá meira
„Hjörtun okkar eru algjörlega mölbrotin þegar við skrifum þetta, en við misstum yndislega og dýrmæta litla drenginn okkar, Theo,“ skrifar Katrín Tanja við færsluna. Hundurinn var af tegundinni Pomerian. Theo, sem var aðeins þriggja ára, lést skyndilega þegar hann lék sér á ströndinni eftir fjallgöngu. Katrín segir að krufningin hafi ekki leitt neitt annað í ljós en að hann hafi verið heilbrigður: „Það voru engin merki um hjartaáfall, mænusjúkdóm, eitrun eða stíflaðan öndunarveg. Við reynum enn að finna orsökina, þó svo að við vitum að engin ástæða mun breyta niðurstöðunni.“ Kenndi henni að elska á annan hátt en áður Katrín Tanja minnist litlu dýrmætu augnablikanna sem þau áttu með Theo. Hún lýsir hljóðinu af litlu og hraða fótatifinu hans og hvernig hann sat í kjöltu þeirra eftir kvöldmatinn á hverju kvöldi. „Hann var litla barnið hennar mömmu og villti strákurinn hans pabba,“ skrifar Katrín Tanja og bætir við að Theo hafi elskað að fara í gönguferðir með pabba sínum og stóra bróður sínum, Koda. „Hann var aðeins níu vikna þegar við fengum hann til okkar og ég man svo vel eftir því að ég hugsaði að við hefðum tekið hann frá mömmu hans, þannig að nú var það okkar hlutverk að elska, hlúa að honum og annast hann. Koda er strákurinn okkar, en Theo var barnið okkar, og ég fann að hann kenndi mér hvernig á að elska og sjá um einhvern á þann hátt sem ég hafði aldrei upplifað áður.“ „Mamma & Pabbi elska þig, ástin mín,“ skrifaði Katrín Tanja í lokin. Fjölmargir hafa skrifað samúðarkveðjur við færsluna. Þar á meðal CrossFit-konurnar Annie Mist Þórisdóttir, Sara Sigmundsdóttir og Þuríður Helgadóttir, áhrifavaldarnir Helgi Ómarsson, Birgitta Líf Björnsdóttir og Brynja Dan Gunnarsdóttir. Færsluna má lesa í heild sinni hér að neðan: View this post on Instagram A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja)
Hundar Ástin og lífið CrossFit Gæludýr Mest lesið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið Sannfærði Balta um að snúa aftur Bíó og sjónvarp „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið Fleiri fréttir Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Sjá meira