Stuttu eldgosi lokið Jakob Bjarnar skrifar 3. apríl 2025 15:16 Í fyrstu leit út fyrir að gosið myndi valda meiriháttar skemmdum í Grindavík en þegar upp var staðið liggur fyrir að um lítið gos var að ræða, stóð í rétt yfir í um 6 klukkustundir sem gerir það stysta eldgosið í þessari goshrinu á Sundhnúksgígaröðinni. vísir/anton brink Í uppfærslu á skýrslu sem jarðvísindamenn Veðurstofunnar hafa skrifað segir að stuttu eldgosi sé nú lokið, en sjálftavirkni mælist áfram. Landsig mælist ekki lengur í Svartsengi. Atburðinum er ekki lokið því áfram mælist nokkur fjöldi smáskjálfta á norðurhluta kvikugangsins. Þá segir að ólíklegt sé með tímanum að ný gosopnun myndist yfir norðausturhluta kvikugangsins, eins og óttast var um tíma. En enn ríkir þó töluverð óvissa um framhaldið, einkum meðan enn mælist mikill fjöldi smáskjálfta á norðurenda kvikugangsins. „Kvikuflæði undan Svartsengi yfir í Sundhnúksgígaröðina orðið það lítið að landsig mælist ekki lengur.“ Aflögunarmælingar á næstu dögum og vikum muni varpa ljósi á hvernig kvikusöfnunin undir Svartsengi þróast en þessar mælingar sýni að nyrsti hluti kvikugangsins hefur náð að svæðinu tæplega fjóra kílómetra norðan við Keili. Enn er talsvert skjálftavirkni á svæðinu.veðurstofan „Greining á vefmyndavélum, myndböndum úr drónaflugi og gasmælingum sýna að eldgosið sem hófst kl. 9:44 að morgni 1. apríl lauk um kl. 16:45 sama dag. Eldgosið stóð í rétt yfir í um 6 klst sem gerir það stysta eldgosið í þessari goshrinu á Sundhnúksgígaröðinni.“ En ítrekað er að atburðinum sé ekki lokið því áfram mælist nokkur fjöldi smáskjálfta á kvikuganginum, aðallega norður af Stóra- Skógfelli þó dregið hefur úr virkninni síðustu 12 klukkustundirnar. „Lítil skjálftavirkni mælist á suðurhluta kvikugangsins. Jarðskjálftavirkni við Reykjanestá, Eldey og Trölladyngju hefur einnig minnkað, en þar hefur verið gikkskjálftavirkni síðustu sólarhringa.“ Þá kemur fram að hættumat hafi verið uppfært og gildir það nú til 4. apríl klukkan 15:00, að öllu óbreyttu. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Atburðinum er ekki lokið því áfram mælist nokkur fjöldi smáskjálfta á norðurhluta kvikugangsins. Þá segir að ólíklegt sé með tímanum að ný gosopnun myndist yfir norðausturhluta kvikugangsins, eins og óttast var um tíma. En enn ríkir þó töluverð óvissa um framhaldið, einkum meðan enn mælist mikill fjöldi smáskjálfta á norðurenda kvikugangsins. „Kvikuflæði undan Svartsengi yfir í Sundhnúksgígaröðina orðið það lítið að landsig mælist ekki lengur.“ Aflögunarmælingar á næstu dögum og vikum muni varpa ljósi á hvernig kvikusöfnunin undir Svartsengi þróast en þessar mælingar sýni að nyrsti hluti kvikugangsins hefur náð að svæðinu tæplega fjóra kílómetra norðan við Keili. Enn er talsvert skjálftavirkni á svæðinu.veðurstofan „Greining á vefmyndavélum, myndböndum úr drónaflugi og gasmælingum sýna að eldgosið sem hófst kl. 9:44 að morgni 1. apríl lauk um kl. 16:45 sama dag. Eldgosið stóð í rétt yfir í um 6 klst sem gerir það stysta eldgosið í þessari goshrinu á Sundhnúksgígaröðinni.“ En ítrekað er að atburðinum sé ekki lokið því áfram mælist nokkur fjöldi smáskjálfta á kvikuganginum, aðallega norður af Stóra- Skógfelli þó dregið hefur úr virkninni síðustu 12 klukkustundirnar. „Lítil skjálftavirkni mælist á suðurhluta kvikugangsins. Jarðskjálftavirkni við Reykjanestá, Eldey og Trölladyngju hefur einnig minnkað, en þar hefur verið gikkskjálftavirkni síðustu sólarhringa.“ Þá kemur fram að hættumat hafi verið uppfært og gildir það nú til 4. apríl klukkan 15:00, að öllu óbreyttu.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira