Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Boði Logason skrifar 4. apríl 2025 10:36 Helena Hafþórsdóttir O'Connor var krýnd Ungfrú Ísland í gærkvöldi. Vísir Helena Hafþórsdóttir O'Connor var krýnd Ungfrú Ísland í Gamla bíói í gærkvöldi. Hún var að taka þátt í annað skiptið og segir tilfinninguna æðislega. „Mér líður ótrúlega vel, þetta er búið að vera draumur í svo ótrúlega langan tíma hjá mér. Ég er búin að setja mikla vinnu í þetta og að það hafi virkað og draumurinn hafi ræst er æðisleg tilfinning,“ sagði Helena í morgunþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir að mikill undirbúningur síðustu vikna hafi gefið sér mikið, stúlkurnar hafi meðal annars þurft að æfa göngulag, framkomu, skoða fréttamiðla og vera inn í þjóðmálum hér heima og úti í heimi. „Ég brenn rosalega fyrir auknu sjálfstrausti hjá fólki, ég trúi að það vanti svolítið að ýta undir það - sérstaklega hjá yngri kynslóðinni okkar í dag - að ýta undir að trúa á sjálfan sig og þora að stíga út fyrir þægindarammann sinn,“ segir hún. Helena er tvítug og stundar nám í sálfræði við Háskóla Íslands. Hún verður fulltrúi Íslands í Miss Universe keppninni sem verður haldin í Tælandi í haust. „Þetta opnar svo sjúklega mikið af tækifærum og það er æðislegt að fá að prófa eitthvað nýtt og fá að halda áfram í þessum bransa,“ segir hún. Helena er enginn nýgræðingur þegar kemur að Ungfrú Ísland keppninni en hún hefur keppt áður. Þá lenti hún í öðru sæti og fékk titilinn Miss Supranational og keppti fyrir Íslands hönd erlendis. „Ég glímdi við rosalega mikinn kvíða þegar ég var yngri og þetta hjálpaði mér mjög mikið. Hjálpaði mér líka að stíga út fyrir þægindarammann minn og vinna meira í sjálfri mér. Það er svo mikið af nýjum tækifærum og þú ert búin að prófa eitthvað nýtt,“ segir hún um þá reynslu. Þegar keppninni lauk í gærkvöldi segist hún hafa farið heim þar sem fjölskyldan hennar tók á móti henni. „Það er svo mikið spennufall og mikið af tilfinningum, eins og að ferlið sé búið. Maður er ekki búinn að sjá neitt og þetta líður eins og hálftími. Ég kom heim og sagði að ég þyrfti að kíkja á þetta og sjá hvernig þetta var,“ segir hún en keppnin var í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. Fleiri myndskeið úr útsendingunni má nálgast hér fyrir neðan. Bítið Bylgjan Ungfrú Ísland Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira
„Mér líður ótrúlega vel, þetta er búið að vera draumur í svo ótrúlega langan tíma hjá mér. Ég er búin að setja mikla vinnu í þetta og að það hafi virkað og draumurinn hafi ræst er æðisleg tilfinning,“ sagði Helena í morgunþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir að mikill undirbúningur síðustu vikna hafi gefið sér mikið, stúlkurnar hafi meðal annars þurft að æfa göngulag, framkomu, skoða fréttamiðla og vera inn í þjóðmálum hér heima og úti í heimi. „Ég brenn rosalega fyrir auknu sjálfstrausti hjá fólki, ég trúi að það vanti svolítið að ýta undir það - sérstaklega hjá yngri kynslóðinni okkar í dag - að ýta undir að trúa á sjálfan sig og þora að stíga út fyrir þægindarammann sinn,“ segir hún. Helena er tvítug og stundar nám í sálfræði við Háskóla Íslands. Hún verður fulltrúi Íslands í Miss Universe keppninni sem verður haldin í Tælandi í haust. „Þetta opnar svo sjúklega mikið af tækifærum og það er æðislegt að fá að prófa eitthvað nýtt og fá að halda áfram í þessum bransa,“ segir hún. Helena er enginn nýgræðingur þegar kemur að Ungfrú Ísland keppninni en hún hefur keppt áður. Þá lenti hún í öðru sæti og fékk titilinn Miss Supranational og keppti fyrir Íslands hönd erlendis. „Ég glímdi við rosalega mikinn kvíða þegar ég var yngri og þetta hjálpaði mér mjög mikið. Hjálpaði mér líka að stíga út fyrir þægindarammann minn og vinna meira í sjálfri mér. Það er svo mikið af nýjum tækifærum og þú ert búin að prófa eitthvað nýtt,“ segir hún um þá reynslu. Þegar keppninni lauk í gærkvöldi segist hún hafa farið heim þar sem fjölskyldan hennar tók á móti henni. „Það er svo mikið spennufall og mikið af tilfinningum, eins og að ferlið sé búið. Maður er ekki búinn að sjá neitt og þetta líður eins og hálftími. Ég kom heim og sagði að ég þyrfti að kíkja á þetta og sjá hvernig þetta var,“ segir hún en keppnin var í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. Fleiri myndskeið úr útsendingunni má nálgast hér fyrir neðan.
Bítið Bylgjan Ungfrú Ísland Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira