Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 5. apríl 2025 13:37 Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, segir takmarkanir á Rauða þræðinum gerðar til þess að lægja öldurnar. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins hefur ákveðið að takmarka virkni meðlima í Rauða þræðinum við eina færslu á dag og ein ummæli á klukkustund. Forysta flokksins hefur verið sökuð um ólýðræðisleg vinnubrögð en Gunnar Smári segir ákveðinn hóp stefna að Maóískri menningarbyltingu innan flokksins. Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar, greindi frá breytingunum í færslu á Facebook-síðunni Rauða þræðinum í hádeginu í dag. Þar sagði hann að framkvæmdastjórn flokksins hefði samþykkt á fundi fyrir nokkrum vikum að „hægja á því fólki sem hefur að mörgu leyti lagt undir sig þennan vettvang, sett hér inn marga statusa á dag og kommentað á mínútu fresti.“ Gunnar Smári Egilsson er ritstjóri Samstöðvarinnar, einn af stofnendum Sósíalistaflokksins og formaður framkvæmdarstjórnar flokksins. Stjórnendur síðunnar hafi sett þær skorður á fólk að það geti aðeins sett inn einn status á dag á síðuna og jafnframt ein ummæli á hverri klukkustund. Ætla má að slík ummælatakmörkun hamli verulega skoðanaskiptum og samræðum í hópnum. „Þetta er regla sem gildir um alla. Fyrst er fólk settar þessar skorður í viku, en síðan lengur ef þurfa þykir. Þessar reglur eru settar til að kæla aðeins niður hitann sem hér kviknar á þráðum,“ sagði Gunnar í færslunni. „Hugmyndin hefur alltaf verið að sú, að þetta sé vettvangur fyrir umræðu um pólitík og samfélag. Þá fer ekki vel að fólk sé hrópandi og æst. Það er fráhrindandi fyrir þau sem vilja taka þátt,“ sagði hann að lokum. „Svona lítur ógnarstjórn og þöggun út“ Ákvörðunin hefur strax vakið viðbrögð meðlima síðunnar. „Svona lítur ógnarstjórn og þöggun út, svo allir athugi,“ skrifaði Kristján Héðinn Gíslason í ummælum við færsluna. „Þetta er bara húsreglur, viðbrögð við kvörtunum yfir yfirgangi örfárra inn í þessum hópi, fólki sem hefur lítið taumhald á sjálfu sér. Það má vel vera að því standi ógn af minnstu kurteisisreglum, en þá verður svo bara að vera. Ég held að meginþorri þeirra sem hér kíkja inn sé fenginn að hér heyrist fleiri raddir,“ svaraði Gunnar Smári þá. Sjá einnig: Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Kristján er faðir Karls Héðins, forseta ungra Sósíalista, sem sagði sig úr kosningastjórn Sósíalistaflokksins um miðjan síðasta mánuð í mótmælaskyni, sakaði Gunnar Smára um „ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot“ og sagði forystu flokksins hunsa lýðræðislega gagnrýni. Gunnar Smári boðaði til flokksfundar sama kvöld til að ræða ásakanirnar innan flokksins. Formenn þriggja stjórna flokksins, þær Sanna Magdalena Mörtudóttir, Sara Stef. Hildardóttir og María Pétursdóttir, birtu yfirlýsingu samdægurs þar sem þær höfnuðu ásökunum Karls. Almenn ánægja væri innan flokksins með flokkstarfið, stefnuna og áhrif flokksins á samfélagsumræðuna. Degi síðar steig Trausti Breiðfjörð Magnússon, fyrrverandi borgarfulltrúi Sósíalista, fram og sagði hluta þeirrar ástæðu að hann hætti í borgarstjórn vera pressu frá Gunnari Smára. Innan flokksins ríkti óheilbrigð menning, þöggun og valdníðsla undir yfirskini baráttu. Gunnar Smári svaraði ásökunum mannanna tveggja fullum hálsi með færslu í Rauða þræðinum þann 21. mars. Þar sagði hann hóp innan flokksins tala fyrir lögleysu og glundroða, eins konar Maóískri menningarbyltingu. Í færslunni sagði hann óöld ríkja í Sósíalistaflokknum og marga hafa misst fótanna í gerningaveðrinu sem Karl Héðinn magnaði upp. Enn fremur hafi Karl notað ásakanirnar „til að vekja athygli á sér í fjölmiðlum hægrisins og fæla aðra frá því að verja flokkinn fyrir árásum hans.“ Sagðist Gunnar ekki myndu láta undan loddaraskap Karls Héðins eða þöggunartilburðum fylgjenda hans, hann myndi beita sér gegn tilraunum til að eyðileggja flokkinn. Takmörkun á virkni meðlima Rauða þráðarins virðist vera liður í því eða allavega ein leið til að róa öldurnar. Sósíalistaflokkurinn Samfélagsmiðlar Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Fleiri fréttir „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Sjá meira
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar, greindi frá breytingunum í færslu á Facebook-síðunni Rauða þræðinum í hádeginu í dag. Þar sagði hann að framkvæmdastjórn flokksins hefði samþykkt á fundi fyrir nokkrum vikum að „hægja á því fólki sem hefur að mörgu leyti lagt undir sig þennan vettvang, sett hér inn marga statusa á dag og kommentað á mínútu fresti.“ Gunnar Smári Egilsson er ritstjóri Samstöðvarinnar, einn af stofnendum Sósíalistaflokksins og formaður framkvæmdarstjórnar flokksins. Stjórnendur síðunnar hafi sett þær skorður á fólk að það geti aðeins sett inn einn status á dag á síðuna og jafnframt ein ummæli á hverri klukkustund. Ætla má að slík ummælatakmörkun hamli verulega skoðanaskiptum og samræðum í hópnum. „Þetta er regla sem gildir um alla. Fyrst er fólk settar þessar skorður í viku, en síðan lengur ef þurfa þykir. Þessar reglur eru settar til að kæla aðeins niður hitann sem hér kviknar á þráðum,“ sagði Gunnar í færslunni. „Hugmyndin hefur alltaf verið að sú, að þetta sé vettvangur fyrir umræðu um pólitík og samfélag. Þá fer ekki vel að fólk sé hrópandi og æst. Það er fráhrindandi fyrir þau sem vilja taka þátt,“ sagði hann að lokum. „Svona lítur ógnarstjórn og þöggun út“ Ákvörðunin hefur strax vakið viðbrögð meðlima síðunnar. „Svona lítur ógnarstjórn og þöggun út, svo allir athugi,“ skrifaði Kristján Héðinn Gíslason í ummælum við færsluna. „Þetta er bara húsreglur, viðbrögð við kvörtunum yfir yfirgangi örfárra inn í þessum hópi, fólki sem hefur lítið taumhald á sjálfu sér. Það má vel vera að því standi ógn af minnstu kurteisisreglum, en þá verður svo bara að vera. Ég held að meginþorri þeirra sem hér kíkja inn sé fenginn að hér heyrist fleiri raddir,“ svaraði Gunnar Smári þá. Sjá einnig: Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Kristján er faðir Karls Héðins, forseta ungra Sósíalista, sem sagði sig úr kosningastjórn Sósíalistaflokksins um miðjan síðasta mánuð í mótmælaskyni, sakaði Gunnar Smára um „ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot“ og sagði forystu flokksins hunsa lýðræðislega gagnrýni. Gunnar Smári boðaði til flokksfundar sama kvöld til að ræða ásakanirnar innan flokksins. Formenn þriggja stjórna flokksins, þær Sanna Magdalena Mörtudóttir, Sara Stef. Hildardóttir og María Pétursdóttir, birtu yfirlýsingu samdægurs þar sem þær höfnuðu ásökunum Karls. Almenn ánægja væri innan flokksins með flokkstarfið, stefnuna og áhrif flokksins á samfélagsumræðuna. Degi síðar steig Trausti Breiðfjörð Magnússon, fyrrverandi borgarfulltrúi Sósíalista, fram og sagði hluta þeirrar ástæðu að hann hætti í borgarstjórn vera pressu frá Gunnari Smára. Innan flokksins ríkti óheilbrigð menning, þöggun og valdníðsla undir yfirskini baráttu. Gunnar Smári svaraði ásökunum mannanna tveggja fullum hálsi með færslu í Rauða þræðinum þann 21. mars. Þar sagði hann hóp innan flokksins tala fyrir lögleysu og glundroða, eins konar Maóískri menningarbyltingu. Í færslunni sagði hann óöld ríkja í Sósíalistaflokknum og marga hafa misst fótanna í gerningaveðrinu sem Karl Héðinn magnaði upp. Enn fremur hafi Karl notað ásakanirnar „til að vekja athygli á sér í fjölmiðlum hægrisins og fæla aðra frá því að verja flokkinn fyrir árásum hans.“ Sagðist Gunnar ekki myndu láta undan loddaraskap Karls Héðins eða þöggunartilburðum fylgjenda hans, hann myndi beita sér gegn tilraunum til að eyðileggja flokkinn. Takmörkun á virkni meðlima Rauða þráðarins virðist vera liður í því eða allavega ein leið til að róa öldurnar.
Sósíalistaflokkurinn Samfélagsmiðlar Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Fleiri fréttir „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Sjá meira