32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. apríl 2025 20:04 Þátttakendurnir frá Úkraínu, sem sátu íslenskunámskeiðið hjá Önnu Lindu í gegnum Fræðslunet Suðurlands. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það var mikil ánægja og gleði hjá þrjátíu og tveimur íbúum frá Úkraínu, sem búa á Selfossi og í næsta nágrenni þegar hópurinn útskrifaðist af íslenskunámskeiði hjá Fræðsluneti Suðurlands. Kennarinn segir fólkið dásamlegt og mjög duglegt að læra íslensku. Það var spenna og eftirvænting hjá hópnum frá Úkraínu þegar þau komu í kennslustofuna á fimmtudaginn í útskriftina hjá Fræðslunetinu eftir að hafa verið á rúmlega tveggja mánaða námskeiði í íslensku eitt hjá Önnu Lindu en Bohdana, sem hefur búið á Íslandi í nokkur ár sá um alla túlkun. „En það gleður mig svo sannarlega að segja að þið fáið öll ykkar diplóma, þið hafið öll staðið ykkur rosalega vel og eigið allt skilið, þetta er búinn að vera dásamlegur tími,“ sagði Anna Linda þegar hún hrósaði hópnum fyrir dugnað í íslenskunáminu. „Þau eru svo áhugasöm og þau eru svo dugleg og við erum svo heppin að við erum búin að vera með túlk með okkur, sem hefur lósað okkur í gegnum þetta upp á allan skilning og þau eru svo spennt að það er búið að setja saman 30 manna hóp, sem ætlar að byrja aftur í haust,“ segir Anna Linda. Anna Linda, kennari og Bohdanda Vasyliuk, túlkur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og nýjasti Úkraínubúinn mætti að sjálfsögðu í útskriftina með mömmu sinni, sem var á námskeiðinu en tók sér nokkra daga frí á meðan hún var á fæðingardeildinni. Og að sjálfsögðu var boðið upp á Úkraínskar og íslenskar veitingar í útskriftinni. Ástin dró Bohdöndu frá Úkraínu til Íslands en hún býr á Selfossi með sinni fjölskyldu. „Þau bara segja á íslensku, góðan daginn og fleira“. En finnst þeim erfitt að læra íslensku? „Ég held samt já en nokkrum foreldrum gekk rosalega vel,“ segir Bohdanda Vasyliuk, túlkur. „Ég vinna á Matvælastofnun, ég er dýralæknir, eftirlitsdýralæknir og ég læri íslensku,“ segir Vitalii Markhaichuk, sem var á námskeiðinu. „Ég læra smá íslensku. Góðan daginn, takk fyrir,“ segir Anetolii Keptaönör, veitingamaður á Selfossi, sem var einnig á námskeiðinu. Boðið var upp á glæsilegar veitingar í útskriftinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Úkraína Íslensk fræði Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Það var spenna og eftirvænting hjá hópnum frá Úkraínu þegar þau komu í kennslustofuna á fimmtudaginn í útskriftina hjá Fræðslunetinu eftir að hafa verið á rúmlega tveggja mánaða námskeiði í íslensku eitt hjá Önnu Lindu en Bohdana, sem hefur búið á Íslandi í nokkur ár sá um alla túlkun. „En það gleður mig svo sannarlega að segja að þið fáið öll ykkar diplóma, þið hafið öll staðið ykkur rosalega vel og eigið allt skilið, þetta er búinn að vera dásamlegur tími,“ sagði Anna Linda þegar hún hrósaði hópnum fyrir dugnað í íslenskunáminu. „Þau eru svo áhugasöm og þau eru svo dugleg og við erum svo heppin að við erum búin að vera með túlk með okkur, sem hefur lósað okkur í gegnum þetta upp á allan skilning og þau eru svo spennt að það er búið að setja saman 30 manna hóp, sem ætlar að byrja aftur í haust,“ segir Anna Linda. Anna Linda, kennari og Bohdanda Vasyliuk, túlkur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og nýjasti Úkraínubúinn mætti að sjálfsögðu í útskriftina með mömmu sinni, sem var á námskeiðinu en tók sér nokkra daga frí á meðan hún var á fæðingardeildinni. Og að sjálfsögðu var boðið upp á Úkraínskar og íslenskar veitingar í útskriftinni. Ástin dró Bohdöndu frá Úkraínu til Íslands en hún býr á Selfossi með sinni fjölskyldu. „Þau bara segja á íslensku, góðan daginn og fleira“. En finnst þeim erfitt að læra íslensku? „Ég held samt já en nokkrum foreldrum gekk rosalega vel,“ segir Bohdanda Vasyliuk, túlkur. „Ég vinna á Matvælastofnun, ég er dýralæknir, eftirlitsdýralæknir og ég læri íslensku,“ segir Vitalii Markhaichuk, sem var á námskeiðinu. „Ég læra smá íslensku. Góðan daginn, takk fyrir,“ segir Anetolii Keptaönör, veitingamaður á Selfossi, sem var einnig á námskeiðinu. Boðið var upp á glæsilegar veitingar í útskriftinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Úkraína Íslensk fræði Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira