Sýna íslensku með hreim þolinmæði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. apríl 2025 14:05 Háskólafélag Suðurlands, Fræðslunet Suðurlands og menningar- og upplýsingadeild Árborgar hafa tekið höndum saman og standa fyrir átakinu „Gefum íslensku séns.”. Hér eru þær frá vinstri, Helga Kristín, Sandra og Esther Erla með plaggötu verkefnisins. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Gefum íslensku séns“er yfirskrift á átaki, sem Sveitarfélagið Árborg, Háskólafélag Suðurlands og Fræðslunet Suðurland hafa hleypt af stokkunum. Tilgangur átaksins er meðal annars að lofa að tala íslensku við fólk af erlendum uppruna, sem er að læra eða æfa sig í íslensku. Átakið hófst formlega fimmtudaginn 3. apríl en það og nær það til fyrirtækja, stofnana, félagasamtaka og íbúa Sveitarfélagsins Árborgar. Grunnstefið í áktainu „Gefumíslensku séns” er að hvetja Íslendinga til að tala íslensku við fólk af erlendum uppruna en skipta ekki strax yfir í ensku. Átakinu er einnig ætlað að varpa ljósi á þá staðreynd að allir geta lagt sitt af mörkum við að hjálpa fólki að læra málið. Sandra D. Sigurðardóttir hjá Fræðslunetinu, Esther Erla Jónsdóttir hjá Árborg og Helga Kristín Sæbjörnsdóttir hjá Háskólafélagi Suðurlands vita allt um „Gefum íslensku séns“. „Þetta gengur fyrst og fremst út á það að leyfa íbúum af erlendum uppruna að reyna sig áfram í íslensku án þess að þau séu dæmd fyrir frammistöðu sína þannig að Íslendingar séu líka að gefa þeim smá tækifæri til þess að standa sig og tala,“ segir Helga og Sandra bætir við. „Við erum ekki bara að hjálpa fólki, sem er að læra íslensku að æfa sig í að tala því við erum líka að hjálpa Íslendingum að æfa sig að hlusta á íslenskuna með hreim og hlusta á íslensku, sem er allskonar og þess vegna þurfum við að gefa íslenskunni sjéns.“ Kynningarfundur verkefnisins fór fram fimmtudaginn 3. apríl og um leið hófst það formlega. Markmiðið er að gera Árborg að íslenskuvænu samfélagi enda samfélagið orðið afar fjölbreytilegt og mikilvægt að íslenskan endurspegli þann raunveruleika. Magnús Hlynur Hreiðarsson Verkefnið „Gefum íslensku séns“ varð til hjá Háskólasetri Vestfjarða og hefur hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar, bæði innan lands og utan. Þessi sunnlenska útgáfa er unnin með samþykki og velvild Vestfirðinganna. En hvað eru margir íbúar í Árborg af erlendum uppruna, er það vitað? „Um það bil 30 prósent og í sveitarfélaginu eru töluð um 38 tungumál,“ segir Esther Erla. Hér má sjá næstu viðburði verkefnisins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Íslensk tunga Innflytjendamál Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Sjá meira
Átakið hófst formlega fimmtudaginn 3. apríl en það og nær það til fyrirtækja, stofnana, félagasamtaka og íbúa Sveitarfélagsins Árborgar. Grunnstefið í áktainu „Gefumíslensku séns” er að hvetja Íslendinga til að tala íslensku við fólk af erlendum uppruna en skipta ekki strax yfir í ensku. Átakinu er einnig ætlað að varpa ljósi á þá staðreynd að allir geta lagt sitt af mörkum við að hjálpa fólki að læra málið. Sandra D. Sigurðardóttir hjá Fræðslunetinu, Esther Erla Jónsdóttir hjá Árborg og Helga Kristín Sæbjörnsdóttir hjá Háskólafélagi Suðurlands vita allt um „Gefum íslensku séns“. „Þetta gengur fyrst og fremst út á það að leyfa íbúum af erlendum uppruna að reyna sig áfram í íslensku án þess að þau séu dæmd fyrir frammistöðu sína þannig að Íslendingar séu líka að gefa þeim smá tækifæri til þess að standa sig og tala,“ segir Helga og Sandra bætir við. „Við erum ekki bara að hjálpa fólki, sem er að læra íslensku að æfa sig í að tala því við erum líka að hjálpa Íslendingum að æfa sig að hlusta á íslenskuna með hreim og hlusta á íslensku, sem er allskonar og þess vegna þurfum við að gefa íslenskunni sjéns.“ Kynningarfundur verkefnisins fór fram fimmtudaginn 3. apríl og um leið hófst það formlega. Markmiðið er að gera Árborg að íslenskuvænu samfélagi enda samfélagið orðið afar fjölbreytilegt og mikilvægt að íslenskan endurspegli þann raunveruleika. Magnús Hlynur Hreiðarsson Verkefnið „Gefum íslensku séns“ varð til hjá Háskólasetri Vestfjarða og hefur hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar, bæði innan lands og utan. Þessi sunnlenska útgáfa er unnin með samþykki og velvild Vestfirðinganna. En hvað eru margir íbúar í Árborg af erlendum uppruna, er það vitað? „Um það bil 30 prósent og í sveitarfélaginu eru töluð um 38 tungumál,“ segir Esther Erla. Hér má sjá næstu viðburði verkefnisins.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Íslensk tunga Innflytjendamál Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Símafrí en ekki símabann Innlent Fleiri fréttir Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum