Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. apríl 2025 11:32 Blikar fagna hér fyrsta marki Íslandsmótsins í gær sem Höskuldur Gunnlaugsson skoraði. Þarna má sjá að minnsta kosti eina græna nögl. Vísir/Pawel Íslandsmeistarar Breiðabliks byrjuðu Bestu deild karla í fótbolta með flottum sigri í gærkvöldi en Blikarnir nýttu líka þennan opnunarleik mótsins til að vekja athygli á mikilvægu málefni. Barnaheill standa þessa dagana fyrir vitundarvakningu um kynferðisofbeldi gegn börnum. Apríl er mánuður alþjóðlegrar vitundarvakningar um kynferðisofbeldi gegn börnum og vitundarvakningin á vegnum Barnaheilla stendur yfir frá 4. til 15. apríl 2025. Verkefnið er ekki fjáröflun heldur snýst það um að vekja athygli á umfangi kynferðisofbeldis gegn börnum á Íslandi og hvetja fullorðna til að taka ábyrgð og vernda börnin í samfélaginu betur. Barnaheill vilja benda fólki á að við getum öll gert eitthvað og allt skiptir máli. „Litla fingurs loforð“ Um samfélagsmiðlaherferð er að ræða þar sem Barnaheill biðja fólk um að lakka nöglina á litla fingri í djúpgrænum lit og gefa „litla fingurs loforð“ um að taka afstöðu gegn kynferðisofbeldi gegn börnum. Þátttakendur er beðnir um að taka af sér ljósmynd með grænu nöglina sína, deila henni á samfélagsmiðlum og í leiðinni hvetja aðra til að taka þátt. Undir myndina skrifar fólk eða hópar #ÉGLOFA að… eða #VIÐLOFUM. Leikmenn Breiðabliks voru tilbúnir til að hefja herferðina í sínum fyrsta leik í gærkvöldi. Í leiknum á Kópavogsvellinum voru allir leikmenn liðsins með grænt naglalakk á litla fingri og þeir tóku síðan af sér hópmynd þar sem þeir gefa loforð um að standa með börnum. Skora á önnur félagslið Blikarnir skoruðu um leið á önnur félagslið að gera það sama og það verður fróðlegt að sjá hversu mörk karla- og kvennalið á Íslandi svara þeirri áskorun. Gott gengi Blikana með grænu nöglina í gær fær kannski einhverja hjátrúarfulla í liðinu til að halda því áfram í allt sumar. Fyrir leikinn í hafði Breiðablik aldrei áður unnið fyrsta leik í titilvörn. Barnaheill mun líka dreifa myndböndum þar sem þjóðþekkt fólk lofar að standa með börnum, áhrifavaldar munu pósta og skora á aðra áhrifavalda og fjölbreyttir hópar í samfélaginu taka hópmyndir og skora á aðra hópa að gera það sama. Þá þora fleiri börn að segja frá Þar má meðal annars nefna kóra, starfsfólk á ýmsum skrifstofum, fimleikafélög, knattspyrnulið, starfsfólk bókasafna, félagasamtök, lögreglu, ráðuneyti, verslanir og fleiri. „Því fleiri sem taka þátt þeim mun meiri líkur á að fleiri börn þori að segja frá og fá hjálp auk þess sem fleiri gerendur vonandi leita sér hjálpar fremur en að brjóta kynferðislega gegn barni,“ segir í þessari þörfu áskorun. View this post on Instagram A post shared by Barnaheill - Save the Children (@barnaheill) Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Barnaheill standa þessa dagana fyrir vitundarvakningu um kynferðisofbeldi gegn börnum. Apríl er mánuður alþjóðlegrar vitundarvakningar um kynferðisofbeldi gegn börnum og vitundarvakningin á vegnum Barnaheilla stendur yfir frá 4. til 15. apríl 2025. Verkefnið er ekki fjáröflun heldur snýst það um að vekja athygli á umfangi kynferðisofbeldis gegn börnum á Íslandi og hvetja fullorðna til að taka ábyrgð og vernda börnin í samfélaginu betur. Barnaheill vilja benda fólki á að við getum öll gert eitthvað og allt skiptir máli. „Litla fingurs loforð“ Um samfélagsmiðlaherferð er að ræða þar sem Barnaheill biðja fólk um að lakka nöglina á litla fingri í djúpgrænum lit og gefa „litla fingurs loforð“ um að taka afstöðu gegn kynferðisofbeldi gegn börnum. Þátttakendur er beðnir um að taka af sér ljósmynd með grænu nöglina sína, deila henni á samfélagsmiðlum og í leiðinni hvetja aðra til að taka þátt. Undir myndina skrifar fólk eða hópar #ÉGLOFA að… eða #VIÐLOFUM. Leikmenn Breiðabliks voru tilbúnir til að hefja herferðina í sínum fyrsta leik í gærkvöldi. Í leiknum á Kópavogsvellinum voru allir leikmenn liðsins með grænt naglalakk á litla fingri og þeir tóku síðan af sér hópmynd þar sem þeir gefa loforð um að standa með börnum. Skora á önnur félagslið Blikarnir skoruðu um leið á önnur félagslið að gera það sama og það verður fróðlegt að sjá hversu mörk karla- og kvennalið á Íslandi svara þeirri áskorun. Gott gengi Blikana með grænu nöglina í gær fær kannski einhverja hjátrúarfulla í liðinu til að halda því áfram í allt sumar. Fyrir leikinn í hafði Breiðablik aldrei áður unnið fyrsta leik í titilvörn. Barnaheill mun líka dreifa myndböndum þar sem þjóðþekkt fólk lofar að standa með börnum, áhrifavaldar munu pósta og skora á aðra áhrifavalda og fjölbreyttir hópar í samfélaginu taka hópmyndir og skora á aðra hópa að gera það sama. Þá þora fleiri börn að segja frá Þar má meðal annars nefna kóra, starfsfólk á ýmsum skrifstofum, fimleikafélög, knattspyrnulið, starfsfólk bókasafna, félagasamtök, lögreglu, ráðuneyti, verslanir og fleiri. „Því fleiri sem taka þátt þeim mun meiri líkur á að fleiri börn þori að segja frá og fá hjálp auk þess sem fleiri gerendur vonandi leita sér hjálpar fremur en að brjóta kynferðislega gegn barni,“ segir í þessari þörfu áskorun. View this post on Instagram A post shared by Barnaheill - Save the Children (@barnaheill)
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn