„Þetta er ekki fólkið sem er síðan að hafa hag af því. Þetta er fólkið sem er verið að hagnýta. Og fólkið sem er í mjög erfiðri stöðu og lendir svo í mörgum tilvikum í fangelsi, situr inni og síðan tekur sami hringurinn við þegar það sleppir út.“
Það sé erfitt fyrir slíka einstaklinga að losna undan gerendum. Þá sé ólíklegra að stúlkurnar vinni með lögreglunni, jafnvel þó þær mæti þar skilningi á þeirra stöðu.
„Allavega þarf yfirleitt að reyna að ná trausti og byggja upp traust. Það tekur alltaf tíma. Þekkingin hjá lögreglunni hefur aukist gífurlega og öll nálgunin.“
Alkunna sé að glæpahópar hagnýti sér einstaklinga með þessum hætti. Oftar séu það konur og börn líkt og í tilviki stúlknanna.
„Mest eru það konur og ungar stúlkur sem eru seldar mansali. Það sker sig úr þegar farið er að tala um vinnumansal. Þar eru jafnvel karlar í meirihluta eða jöfn hlutföll en þegar það kemur að annars konar mansali, sérstaklega auðvitað ef það er í kynlífsiðnaði þá eru konur og stúlkar í meirihluta.“
Bjarkarhlíð eigi að grípa einstaklinga í stöðu líkt og þeirri sem stúlkurnar eru nú í.
„Þar er starfandi einn starfsmaður sem fer með mansalsmál og ég vænti þess að Bjarkarhlíð fái upplýsingar um þetta mál og að þetta verði skoðað.“