Íslenski boltinn

LUÍH: Var gerð að fyrir­liða Þróttar á­tján ára

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, fyrirliði Þróttar, ræðir við Baldur Sigurðsson.
Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, fyrirliði Þróttar, ræðir við Baldur Sigurðsson. stöð 2 sport

Álfhildur Rósa Kjartansdóttir var gerð að fyrirliða Þróttar þegar hún var aðeins átján ára gömul.

Álfhildur og stöllur hennar í Þrótti eru til umfjöllunar í fjórða þætti þriðju þáttaraðar Lengsta undirbúningstímabils í heimi.

Baldur Sigurðsson kíkti í heimsókn í Laugardalinn og fékk að skyggnast bak við tjöldin hjá Þrótti sem hefur verið meðal fimm efstu liða í Bestu deildinni síðan liðið kom upp 2020.

Álfhildur hefur átt stóran þátt í velgengni Þróttar undanfarin ár. Nik Chamberlain, þáverandi þjálfari Þróttar, gerði hana að fyrirliða liðsins fyrir nokkrum árum. Baldur spurði Álfhildi hvort hún hefði alltaf verið fyrirliðatýpa.

„Ég man allavega eftir mér ungri að vera að byrja að vera fyrirliði. Svo í 3. og 2. flokki var ég alveg orðin og svo setti Nik þetta í mínar hendur. Það var mjög mikill heiður; mjög gaman,“ sagði Álfhildur.

Klippa: Lengsta undirbúningstímabil í heimi - Var ung gerð að fyrirliða Þróttar

Þróttur endaði í 5. sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili. Fyrsti leikur liðsins á tímabilinu 2025 er gegn nýliðum Fram á þriðjudaginn eftir viku.

Þátturinn um Þrótt verður sýndur klukkan 18:15 á Stöð 2 Sport í kvöld.


Tengdar fréttir

LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“

Magnús Már Einarsson tók við þjálfun Aftureldingar í nóvember 2019, þá þrítugur að aldri. Hann er nú mættur með liðið í efstu deild karla í fótbolta. Leikstíllinn hefur vakið athygli og Magnús fór yfir það í nýjasta þætti Lengsta undirbúningstímabils í heimi.

Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum

„Þessi tími hjá KR var stuttur og erfiður,“ segir Axel Óskar Andrésson. Axel og pabbi hans, kraftajötuninn Andrés Guðmundsson, ræddu um KR-tímann í fyrsta þætti nýrrar seríu af Lengsta undirbúningstímabili í heimi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×