Í kvöld verður leikurinn Schedule 1 spilaður, sem snýst í einföldu máli um að framleiða og selja fíkniefni og byggja glæpaveldi.
Streymi GameTíví má finna á Twitchsíðu GameTíví og hér að neðan. Útsendingin hefst klukkan átta í kvöld.
Strákarnir í GameTíví ætla að feta í fótspor Walter White í kvöld og taka ákveðna U-beygju í lífinu. Þeir ætla nefnilega að snúa sér að skipulagðri glæpastarfsemi. Það er að segja í tölvuleik, ekki í alvörunni, vonandi.
Í kvöld verður leikurinn Schedule 1 spilaður, sem snýst í einföldu máli um að framleiða og selja fíkniefni og byggja glæpaveldi.
Streymi GameTíví má finna á Twitchsíðu GameTíví og hér að neðan. Útsendingin hefst klukkan átta í kvöld.