Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Lovísa Arnardóttir skrifar 15. apríl 2025 10:51 Umsóknum um alþjóðlega vernd hefur fækkað verulega. Flestar umsóknir eru frá fólki frá Úkraínu og eru afgreiddar á grundvelli fjöldaflótta. Vísir/Vilhelm Umsóknum um alþjóðlega vernd hefur fækkað verulega frá því í fyrra. Tilkynningum vegna gruns um mansal hefur farið fjölgandi síðustu þrjú ár. Þetta, og fleira, kemur fram í nýju fréttabréfi ríkislögreglustjóra um stöðuna á landamærunum. Einnig er fjallað um komur skemmtiferðaskipa og fiskiskipa til landsins í fréttabréfinu. Umsóknum alþjóðlega vernd hefur fækkað úr 1.409 niður í 281 á síðustu tveimur árum á fyrsta ársfjórðungi. Hlutfall umsækjenda frá Venesúela fækkaði úr 45 prósent í 13 prósent á sama tímabili. Flestir umsækjendur, það sem af er ári, eru frá Úkraínu, eða alls 58 prósent og frá Venesúela. Næst á eftir koma umsóknir frá Palestínu, Nígeríu og Kólumbíu sem eru samt töluvert færri. Í tölfræði Útlendingastofnunar um umsóknir um vernd kemur fram að umsóknir hafi í janúar, febrúar og mars verið alls 300. Af þeim hafi 145 umsóknir verið afgreiddar á grundvelli fjöldaflótta, það er frá Úkraínu, 88 umsóknir hafi farið í efnismeðferð, 26 hafi verið sendir aftur á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar og 16 hafi verið send aftur vegna þess að þau hafi verið með vernd í öðru ríki. Þá voru sex send aftur vegna þess að þau hafi verið með vernd í ríki sem hafi verið metið öruggt. Í tölfræði Útlendingastofnunar kemur einnig fram að 56 hafi verið synjað. Af þeim voru 15 börn. Í fréttabréfi Ríkislögreglustjóra kemur einnig fram að frávísanir útlendinga hafi náð sögulegu hámarki í fyrsta ársfjórðungi síðasta árs þegar þær voru fleiri en 200. Þrátt fyrir miklu fleiri umsóknir voru frávísanir 116 á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Lögreglumenn fylgist betur með mansali Í fréttabréfinu kemur einnig fram að tilkynningum og skráningum vegna gruns um mansal hafi aukist á síðustu þremur árum. Það megi rekja til aukinnar vitundar meðal lögreglumanna um mansal og bættrar fræðslu og umræðu. Þá segir að alþjóðlegir brotahópar leiti í auknum mæli til landsins og flytji fólk til landsins til hagnýtingar. Á fyrsta ársfjórðungi bárust lögreglunni 24 tilkynningar vegna gruns um mansal. Á sama tíma í fyrra voru þær 36 og 28 árið 2023. Frá 2016 voru þær flestar árið 2019 þegar þær voru tólf en voru önnur ár færri en tíu. Fá skemmtiferðaskip á þessum árstíma Einnig er fjallað um skemmtiferðaskip en heildartölur yfir farþega á þessum tíma árs eru lágar vegna fárra skemmtiferðaskipa. Tvö skip voru í fyrsta ársfjórðungi árið 2023 og eitt í fyrra og í ár. Í fréttabréfinu segir að líklegt sé að fjöldi farþega fari fækkandi vegna innviðagjalds sem tók gildi síðustu áramót. Alls var fjöldi áhafnarmeðlima 3.134 á fyrsta ársfjórðungi í ár en voru 4.651 í fyrra og 7.025 árið 2023. Þá fækkaði sömuleiðis skipakomum, sér í lagi komum fiskiskipa. Í fréttabréfinu segir að loðnuvertíð hafi verið sögulega lítil í ár og að helstu viðkomustaðir fiskiskipana hafi verið í Reykjavík, Þorlákshöfn og Seyðisfirði. Hælisleitendur Innflytjendamál Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Venesúela Skemmtiferðaskip á Íslandi Mansal Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Sjá meira
Umsóknum alþjóðlega vernd hefur fækkað úr 1.409 niður í 281 á síðustu tveimur árum á fyrsta ársfjórðungi. Hlutfall umsækjenda frá Venesúela fækkaði úr 45 prósent í 13 prósent á sama tímabili. Flestir umsækjendur, það sem af er ári, eru frá Úkraínu, eða alls 58 prósent og frá Venesúela. Næst á eftir koma umsóknir frá Palestínu, Nígeríu og Kólumbíu sem eru samt töluvert færri. Í tölfræði Útlendingastofnunar um umsóknir um vernd kemur fram að umsóknir hafi í janúar, febrúar og mars verið alls 300. Af þeim hafi 145 umsóknir verið afgreiddar á grundvelli fjöldaflótta, það er frá Úkraínu, 88 umsóknir hafi farið í efnismeðferð, 26 hafi verið sendir aftur á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar og 16 hafi verið send aftur vegna þess að þau hafi verið með vernd í öðru ríki. Þá voru sex send aftur vegna þess að þau hafi verið með vernd í ríki sem hafi verið metið öruggt. Í tölfræði Útlendingastofnunar kemur einnig fram að 56 hafi verið synjað. Af þeim voru 15 börn. Í fréttabréfi Ríkislögreglustjóra kemur einnig fram að frávísanir útlendinga hafi náð sögulegu hámarki í fyrsta ársfjórðungi síðasta árs þegar þær voru fleiri en 200. Þrátt fyrir miklu fleiri umsóknir voru frávísanir 116 á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Lögreglumenn fylgist betur með mansali Í fréttabréfinu kemur einnig fram að tilkynningum og skráningum vegna gruns um mansal hafi aukist á síðustu þremur árum. Það megi rekja til aukinnar vitundar meðal lögreglumanna um mansal og bættrar fræðslu og umræðu. Þá segir að alþjóðlegir brotahópar leiti í auknum mæli til landsins og flytji fólk til landsins til hagnýtingar. Á fyrsta ársfjórðungi bárust lögreglunni 24 tilkynningar vegna gruns um mansal. Á sama tíma í fyrra voru þær 36 og 28 árið 2023. Frá 2016 voru þær flestar árið 2019 þegar þær voru tólf en voru önnur ár færri en tíu. Fá skemmtiferðaskip á þessum árstíma Einnig er fjallað um skemmtiferðaskip en heildartölur yfir farþega á þessum tíma árs eru lágar vegna fárra skemmtiferðaskipa. Tvö skip voru í fyrsta ársfjórðungi árið 2023 og eitt í fyrra og í ár. Í fréttabréfinu segir að líklegt sé að fjöldi farþega fari fækkandi vegna innviðagjalds sem tók gildi síðustu áramót. Alls var fjöldi áhafnarmeðlima 3.134 á fyrsta ársfjórðungi í ár en voru 4.651 í fyrra og 7.025 árið 2023. Þá fækkaði sömuleiðis skipakomum, sér í lagi komum fiskiskipa. Í fréttabréfinu segir að loðnuvertíð hafi verið sögulega lítil í ár og að helstu viðkomustaðir fiskiskipana hafi verið í Reykjavík, Þorlákshöfn og Seyðisfirði.
Hælisleitendur Innflytjendamál Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Venesúela Skemmtiferðaskip á Íslandi Mansal Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Sjá meira