„Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Sindri Sverrisson skrifar 16. apríl 2025 08:01 Samantha Smith og Katrín Ásbjörnsdóttir glaðbeittar eftir Íslandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð. Þær náðu hálfri leiktíð saman en óvíst er hvort leikirnir verði fleiri. vísir/Diego „Ég er mjög ánægð með það sem ég hef afrekað, þó það sé engin draumastaða ef ég þarf að hætta svona,“ segir Katrín Ásbjörnsdóttir, Íslandsmeistari og fyrrverandi landsliðskona í fótbolta. Fyrir tæpum 200 dögum var Katrín skælbrosandi á sjúkrabörum, í þeirri sérkennilegu stöðu að vera að fagna dísætum Íslandsmeistaratitli rétt eftir að hafa meiðst í hné. Í fyrstu virtist hún hafa sloppið vel. Krossbandið slitnaði jú ekki og það er það sem íþróttafólk óttast mest þegar um hnémeiðsli er að ræða. Núna er útlit fyrir að hún hafi jafnvel spilað sinn síðasta fótboltaleik: „Ég er meira að hugsa um það hvort ég geti unnið heilan vinnudag á næstunni, eða til dæmis náð að hjóla meira eftir mánuð. Fótboltinn er svo fjarlægur þessa stundina að ég get ekki hugsað út í hann. Þetta er alveg nýr veruleiki,“ segir Katrín. Katrín Ásbjörnsdóttir var kampakát á sjúkrabörunum síðasta haust, eftir að Breiðablik tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í lokaumferðinni. Þá var ekki vitað hve alvarleg meiðslin áttu eftir að reynast vera.vísir/Diego Þessi 32 ára framherji Breiðabliks og skurðhjúkrunarfræðingur í Orkuhúsinu hefur varið öllum vetrinum í tilraunir til að jafna sig af meiðslunum. Tilraunir sem ekki er víst að beri árangur. Þó að Katrín hafi þegar átt afar farsælan feril vill hún auðvitað ráða því sjálf hvenær skórnir fara í hilluna og gælir við möguleikann á að spila áður en nýhafinni leiktíðinni lýkur. „Þetta er auðvitað ekki ákjósanlegt. Maður vill ekki enda svona. En maður heldur í vonina, þó það væri ekki í nema tvær mínútur í síðasta leik eða eitthvað slíkt. Það myndi gera mikið fyrir mann. En maður þarf að hugsa um meira en fótboltann á þessu stigi. Hugsa út í framhaldið og hvernig maður vill hafa lífið,“ segir Katrín. Katrín Ásbjörnsdóttir tók fullan þátt í Íslandsmeistarafögnuðinum 5. október í fyrra, þrátt fyrir að vera á börum eftir að hafa meiðst.vísir/Diego Hún meiddist í úrslitaleiknum við Val um Íslandsmeistaratitilinn, í október í fyrra. „Í rauninni er búin að vera mikil óvissa síðan þetta gerðist. Læknateymi og sjúkraþjálfarar eru sammála um að þetta sé frekar sjaldgæft „case“ og ekki góðar leiðbeiningar um skrefin í bataferlinu. Þetta er aðeins öðruvísi en ef maður hefði til dæmis slitið krossband, farið í aðgerð og svo haldið áfram. Í staðinn hefur komið upp eitt vandamál á eftir öðru. Þetta er búið að vera mikið bras síðasta hálfa árið. Það helsta sem ég hef náð að gera er að komast í gegnum vinnudaginn. Á frídögunum mínum hef ég svo æft. Annars er þetta bara of mikið,“ segir Katrín. „Ég er hjá sjúkraþjálfara 2-3 sinnum í viku, til að komast eitthvað áfram, en mér hefur líka verið sagt að kannski sé þetta bara búið. Kannski get ég ekki spilað neinn leik. Hausinn er þar, svo að ég verði ekki fyrir vonbrigðum. Það verður bara plús ef ég næ einhverju,“ bætir hún við. Katrín er búin að verja miklum tíma með sjúkraþjálfurum og læknum síðasta hálfa árið, og er reyndar sjálf skurðhjúkrunarfræðingur.vísir/Diego Meiðslin eru flókin og erfið í meðhöndlun: „Hnéskelin fór úr lið og ég sleit tvö liðbönd sem tengjast hnéskelinni, fékk beinmar í lærlegginn og sköflunginn, og tognaði á krossbandinu. Við fyrstu sýn virtust það einmitt mjög góðar fréttir að krossbandið hefði ekki slitnað en svo kom á daginn að þetta væru mjög krefjandi og flókin meiðsli. Ég var í spelku í átta vikur en eftir það var ég „föst“. Hnéð komst ekki í beygju eða neitt, svo ég þurfti að fara í aðgerð út af því. Svo komu frekari vandræði eftir það, ég fór í myndatöku og þeir vildu fara aftur inn í hnéð. Þá sást að ég var með slæmar skemmdir í hnéskelinni sjálfri,“ segir Katrín. Hún tekur því fyrir eina viku í einu og þarf að sjá til með framhaldið. Á meðan hyggst hún þó styðja sína félaga í Breiðabliki sem í gærkvöld hófu titilvörn sína í Bestu deildinni og þurfa að spjara sig án leikmanns sem meðal annars hefur skorað 93 mörk í 214 leikjum í efstu deild hér á landi. Það gerðu þær reyndar býsna vel gegn Stjörnunni í gær á meðan Katrín fylgdist með úr stúkunni. Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Enski boltinn Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Körfubolti Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Handbolti Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Íslenski boltinn Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Sjá meira
Fyrir tæpum 200 dögum var Katrín skælbrosandi á sjúkrabörum, í þeirri sérkennilegu stöðu að vera að fagna dísætum Íslandsmeistaratitli rétt eftir að hafa meiðst í hné. Í fyrstu virtist hún hafa sloppið vel. Krossbandið slitnaði jú ekki og það er það sem íþróttafólk óttast mest þegar um hnémeiðsli er að ræða. Núna er útlit fyrir að hún hafi jafnvel spilað sinn síðasta fótboltaleik: „Ég er meira að hugsa um það hvort ég geti unnið heilan vinnudag á næstunni, eða til dæmis náð að hjóla meira eftir mánuð. Fótboltinn er svo fjarlægur þessa stundina að ég get ekki hugsað út í hann. Þetta er alveg nýr veruleiki,“ segir Katrín. Katrín Ásbjörnsdóttir var kampakát á sjúkrabörunum síðasta haust, eftir að Breiðablik tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í lokaumferðinni. Þá var ekki vitað hve alvarleg meiðslin áttu eftir að reynast vera.vísir/Diego Þessi 32 ára framherji Breiðabliks og skurðhjúkrunarfræðingur í Orkuhúsinu hefur varið öllum vetrinum í tilraunir til að jafna sig af meiðslunum. Tilraunir sem ekki er víst að beri árangur. Þó að Katrín hafi þegar átt afar farsælan feril vill hún auðvitað ráða því sjálf hvenær skórnir fara í hilluna og gælir við möguleikann á að spila áður en nýhafinni leiktíðinni lýkur. „Þetta er auðvitað ekki ákjósanlegt. Maður vill ekki enda svona. En maður heldur í vonina, þó það væri ekki í nema tvær mínútur í síðasta leik eða eitthvað slíkt. Það myndi gera mikið fyrir mann. En maður þarf að hugsa um meira en fótboltann á þessu stigi. Hugsa út í framhaldið og hvernig maður vill hafa lífið,“ segir Katrín. Katrín Ásbjörnsdóttir tók fullan þátt í Íslandsmeistarafögnuðinum 5. október í fyrra, þrátt fyrir að vera á börum eftir að hafa meiðst.vísir/Diego Hún meiddist í úrslitaleiknum við Val um Íslandsmeistaratitilinn, í október í fyrra. „Í rauninni er búin að vera mikil óvissa síðan þetta gerðist. Læknateymi og sjúkraþjálfarar eru sammála um að þetta sé frekar sjaldgæft „case“ og ekki góðar leiðbeiningar um skrefin í bataferlinu. Þetta er aðeins öðruvísi en ef maður hefði til dæmis slitið krossband, farið í aðgerð og svo haldið áfram. Í staðinn hefur komið upp eitt vandamál á eftir öðru. Þetta er búið að vera mikið bras síðasta hálfa árið. Það helsta sem ég hef náð að gera er að komast í gegnum vinnudaginn. Á frídögunum mínum hef ég svo æft. Annars er þetta bara of mikið,“ segir Katrín. „Ég er hjá sjúkraþjálfara 2-3 sinnum í viku, til að komast eitthvað áfram, en mér hefur líka verið sagt að kannski sé þetta bara búið. Kannski get ég ekki spilað neinn leik. Hausinn er þar, svo að ég verði ekki fyrir vonbrigðum. Það verður bara plús ef ég næ einhverju,“ bætir hún við. Katrín er búin að verja miklum tíma með sjúkraþjálfurum og læknum síðasta hálfa árið, og er reyndar sjálf skurðhjúkrunarfræðingur.vísir/Diego Meiðslin eru flókin og erfið í meðhöndlun: „Hnéskelin fór úr lið og ég sleit tvö liðbönd sem tengjast hnéskelinni, fékk beinmar í lærlegginn og sköflunginn, og tognaði á krossbandinu. Við fyrstu sýn virtust það einmitt mjög góðar fréttir að krossbandið hefði ekki slitnað en svo kom á daginn að þetta væru mjög krefjandi og flókin meiðsli. Ég var í spelku í átta vikur en eftir það var ég „föst“. Hnéð komst ekki í beygju eða neitt, svo ég þurfti að fara í aðgerð út af því. Svo komu frekari vandræði eftir það, ég fór í myndatöku og þeir vildu fara aftur inn í hnéð. Þá sást að ég var með slæmar skemmdir í hnéskelinni sjálfri,“ segir Katrín. Hún tekur því fyrir eina viku í einu og þarf að sjá til með framhaldið. Á meðan hyggst hún þó styðja sína félaga í Breiðabliki sem í gærkvöld hófu titilvörn sína í Bestu deildinni og þurfa að spjara sig án leikmanns sem meðal annars hefur skorað 93 mörk í 214 leikjum í efstu deild hér á landi. Það gerðu þær reyndar býsna vel gegn Stjörnunni í gær á meðan Katrín fylgdist með úr stúkunni.
Besta deild kvenna Breiðablik Mest lesið Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Enski boltinn Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Körfubolti Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Handbolti Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Íslenski boltinn Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Sjá meira