Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Lovísa Arnardóttir skrifar 15. apríl 2025 15:19 Veðurstofan segir að á meðan kvikusöfnun haldi áfram megi gera ráð fyrir endurteknum kvikuhlaupum og eldgosum. Vísir/Rax Nýtt hættumatskort Veðurstofunnar tekur gildi í dag. Kortinu er ætlað að gera betur skil hættu sem getur átt sér stað utan þeirra svæða sem áður var lögð áhersla á. Nýtt hættumatskort gildir til 22. apríl. Frá þessu er greint í nýrri tilkynningu frá Veðurstofunni. Þar kemur einnig fram að landris í Svartsengi haldi áfram en að dregið hafi úr hraðanum frá síðustu viku. Hraðinn nú er um tvöfalt meiri en hann var rétt fyrir síðasta gos eða svipaður hraðanum sem var í upphafi þessarar goshrinu sem hófst 2024. Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að Veðurstofan vakti svæðið áfram og meti mögulegar sviðsmyndir. Enn landris og skjálftar Á meðan kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsendi segir Veðurstofan að reikna verði með endurteknum kvikuhlaupum og jafnvel eldgosum á Sundhnúksgígaröðinni. Í tilkynningu segir að áfram mælist nokkur smáskjálftavirkni í kringum kvikuganginn sem myndaðist 1. apríl. Enn mælist tugir skjálfta á hverjum degi á svæðinu og að stærsti skjálftinn síðustu vikuna hafi mælst í fyrradag. Sá var 3.3 að stærð og var staðsettur yfir norðurhluta kvikugangsins um tæpa 4 kílómetra ANA við Keili. Langflestir skjálftanna eru undir tveimur að stærð og mælast á milli tveggja til sex kílómetra dýpi. Nýtt hættumat Veðurstofan tekur í notkun í dag nýja útgáfu af hættumatskorti fyrir umbrotasvæði á Reykjanesskaga. Kortið gildir til 22. apríl að öllu óbreyttu. Svona lítur nýja hættumatskortið út. Það gildir til 22. apríl. Veðurstofan Nýja útgáfan kemur í stað fyrra hættumatskorts sem hefur verið notað og birt síðan í nóvember 2023 og sýndi hættumat sjö vel skilgreindra svæða í næsta nágrenni umbrotasvæðisins á Sundhnúksgígaröðinni. Sjö-svæða kortið hefur verið uppfært og gefið út 108 sinnum síðan 20. nóvember 2023. Í tilkynningu segir að kortið hafi haft sína kosti en að annmarkar þess hafi helst verið hve erfitt hafi verið að gera hættu utan skilgreindu svæðanna sjö skil. Gamla hættumatskortið tók aðeins fyrir Grindavík og svæðið í kring. Veðurstofan Nýleg þróun atburða á skaganum, þar sem kvikugangur myndaðist og náði í norðaustur hluta eldstöðvarkerfis Svartsengis þann 1. apríl 2025 og gosupptök urðu vestur af nyrsta hluta Fagradalsfjalls í ágúst 2024, undirstriki þörf á hættumati fyrir stærra svæði. „Því hefur nýtt kort verið þróað til að yfirstíga takmarkanir fyrra korts. Nýja kortið nýtist ekki eingöngu við hættumat á Reykjanesskaga heldur hefur verið þróuð aðferðafræði sem hægt er að beita á öll önnur virk eldstöðvakerfi á Íslandi,“ segir að lokum í tilkynningu Veðurstofunnar. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Stærsti skjálftinn, sem mælst hefur frá því að jarðhræringar hófust í Ljósufjallakerfinu árið 2021, mældist í morgun, 3,7 að stærð. Jarðeðlisfræðingur segir að þáttaskil hafi orðið síðastliðinn föstudag þegar skjálftavirkni jókst til muna. 15. apríl 2025 12:30 Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Jarðskjálfti að stærð 3,7 reið yfir klukkan átta í morgun við Grjótárvatn á Mýrum í Borgarbyggð. Þetta er stærsti skjálfti sem hefur mælst nálægt Ljósufjallakerfinu síðan virkni hófst þar árið 2021. 15. apríl 2025 08:52 Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Meta þarf hvort ástæða sé til að reisa varnargarða við hverfi á höfuðborgarsvæðinu sem eru talin geta orðið fyrir áhrifum eldgosa í framtíðinni. Þetta segir slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins. Þegar sé byrjað að þjálfa neyðarstjórnir sveitarfélaganna komi til alvarlegrar náttúruvár í borginni. 9. apríl 2025 19:02 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Frá þessu er greint í nýrri tilkynningu frá Veðurstofunni. Þar kemur einnig fram að landris í Svartsengi haldi áfram en að dregið hafi úr hraðanum frá síðustu viku. Hraðinn nú er um tvöfalt meiri en hann var rétt fyrir síðasta gos eða svipaður hraðanum sem var í upphafi þessarar goshrinu sem hófst 2024. Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að Veðurstofan vakti svæðið áfram og meti mögulegar sviðsmyndir. Enn landris og skjálftar Á meðan kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsendi segir Veðurstofan að reikna verði með endurteknum kvikuhlaupum og jafnvel eldgosum á Sundhnúksgígaröðinni. Í tilkynningu segir að áfram mælist nokkur smáskjálftavirkni í kringum kvikuganginn sem myndaðist 1. apríl. Enn mælist tugir skjálfta á hverjum degi á svæðinu og að stærsti skjálftinn síðustu vikuna hafi mælst í fyrradag. Sá var 3.3 að stærð og var staðsettur yfir norðurhluta kvikugangsins um tæpa 4 kílómetra ANA við Keili. Langflestir skjálftanna eru undir tveimur að stærð og mælast á milli tveggja til sex kílómetra dýpi. Nýtt hættumat Veðurstofan tekur í notkun í dag nýja útgáfu af hættumatskorti fyrir umbrotasvæði á Reykjanesskaga. Kortið gildir til 22. apríl að öllu óbreyttu. Svona lítur nýja hættumatskortið út. Það gildir til 22. apríl. Veðurstofan Nýja útgáfan kemur í stað fyrra hættumatskorts sem hefur verið notað og birt síðan í nóvember 2023 og sýndi hættumat sjö vel skilgreindra svæða í næsta nágrenni umbrotasvæðisins á Sundhnúksgígaröðinni. Sjö-svæða kortið hefur verið uppfært og gefið út 108 sinnum síðan 20. nóvember 2023. Í tilkynningu segir að kortið hafi haft sína kosti en að annmarkar þess hafi helst verið hve erfitt hafi verið að gera hættu utan skilgreindu svæðanna sjö skil. Gamla hættumatskortið tók aðeins fyrir Grindavík og svæðið í kring. Veðurstofan Nýleg þróun atburða á skaganum, þar sem kvikugangur myndaðist og náði í norðaustur hluta eldstöðvarkerfis Svartsengis þann 1. apríl 2025 og gosupptök urðu vestur af nyrsta hluta Fagradalsfjalls í ágúst 2024, undirstriki þörf á hættumati fyrir stærra svæði. „Því hefur nýtt kort verið þróað til að yfirstíga takmarkanir fyrra korts. Nýja kortið nýtist ekki eingöngu við hættumat á Reykjanesskaga heldur hefur verið þróuð aðferðafræði sem hægt er að beita á öll önnur virk eldstöðvakerfi á Íslandi,“ segir að lokum í tilkynningu Veðurstofunnar.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Stærsti skjálftinn, sem mælst hefur frá því að jarðhræringar hófust í Ljósufjallakerfinu árið 2021, mældist í morgun, 3,7 að stærð. Jarðeðlisfræðingur segir að þáttaskil hafi orðið síðastliðinn föstudag þegar skjálftavirkni jókst til muna. 15. apríl 2025 12:30 Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Jarðskjálfti að stærð 3,7 reið yfir klukkan átta í morgun við Grjótárvatn á Mýrum í Borgarbyggð. Þetta er stærsti skjálfti sem hefur mælst nálægt Ljósufjallakerfinu síðan virkni hófst þar árið 2021. 15. apríl 2025 08:52 Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Meta þarf hvort ástæða sé til að reisa varnargarða við hverfi á höfuðborgarsvæðinu sem eru talin geta orðið fyrir áhrifum eldgosa í framtíðinni. Þetta segir slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins. Þegar sé byrjað að þjálfa neyðarstjórnir sveitarfélaganna komi til alvarlegrar náttúruvár í borginni. 9. apríl 2025 19:02 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Stærsti skjálftinn, sem mælst hefur frá því að jarðhræringar hófust í Ljósufjallakerfinu árið 2021, mældist í morgun, 3,7 að stærð. Jarðeðlisfræðingur segir að þáttaskil hafi orðið síðastliðinn föstudag þegar skjálftavirkni jókst til muna. 15. apríl 2025 12:30
Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Jarðskjálfti að stærð 3,7 reið yfir klukkan átta í morgun við Grjótárvatn á Mýrum í Borgarbyggð. Þetta er stærsti skjálfti sem hefur mælst nálægt Ljósufjallakerfinu síðan virkni hófst þar árið 2021. 15. apríl 2025 08:52
Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Meta þarf hvort ástæða sé til að reisa varnargarða við hverfi á höfuðborgarsvæðinu sem eru talin geta orðið fyrir áhrifum eldgosa í framtíðinni. Þetta segir slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins. Þegar sé byrjað að þjálfa neyðarstjórnir sveitarfélaganna komi til alvarlegrar náttúruvár í borginni. 9. apríl 2025 19:02
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“