Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. apríl 2025 11:55 Röðin var leidd í snák fyrir neðan tröppurnar upp í öryggisleitina og þaðan lá hún enn lengra fram í brottfararsalinn. vísir Mikil örtröð var á Keflavíkurflugvelli í morgun og fólk beið í allt að fjörutíu mínútur í röð eftir að komast í gegnum öryggisleit. Ekki er óvanalegt að raðir myndist á háannatíma líkt og um páska en Isavia biðlar til þeirra sem ætla að leggja land undir fót um páskana að mæta snemma á völlinn. Fréttastofu bárust í morgun myndir og myndbönd af langri röð sem náði langt niður í brottfararsal flugstöðvarinnar. Röðin náði um tíma í stóran hring langt niður að innritunarborðum á jarðhæð byggingarinnar og þaðan upp tröppurnar að öryggisleitinni. Sjá einnig: Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Fólk sem fréttastofa ræddi við sem var í Leifsstöð í morgun lýsir því hvernig greina hafi mátt óánægju meðal starfsfólks í brottfararsalnum, sem hafi sagt að færri væru að vinna við öryggisleitina en óskandi væri. Myndir sýna einnig að þegar mest lét voru ekki öll öryggisleitarhlið í notkun. Röðin komin niður í tólf mínútur Fulltrúar Isavia gáfu ekki kost á viðtali vegna málsins, en að sögn staðgengils upplýsingafulltrúa Isavia, skýrist röðin að einhverju leyti af því að fólk hafi verið seinna á ferðinni á völlinn en við hafi verið búist. Það borgar sig að gefa sér góðan tíma þegar lagt er af stað í ferðalagið.vísir Lítil sem engin örtröð hafi verið snemma í morgun, en bætt hafi vel í röðina þegar líða tók á morgunin. Mönnun við öryggisleit taki mið af áætlanarflugi og brottförum, en ferðalangar hafi verið seinni á ferðinni í morgun en búist var við, að sögn staðgengils upplýsingafulltrúa. Á um 90 mínútna tímabil í morgun hafi fólk þurfti að bíða í um fjörutíu mínútur eftir að komast í gegnum öryggisleit. Staðan sé mun betri nú, en þegar fréttastofa náði tali af fulltrúa Isavia um ellefu leytið var ekki nema um tólf mínútna biðröð í öryggisleitinni. Isavia brýnir fyrir ferðalöngum að vera tímanlega á ferðinni á völlinn, enda páskarnir háannatími til ferðalaga. Margir leggja land undir fót um páskana.vísir Isavia Keflavíkurflugvöllur Páskar Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira
Fréttastofu bárust í morgun myndir og myndbönd af langri röð sem náði langt niður í brottfararsal flugstöðvarinnar. Röðin náði um tíma í stóran hring langt niður að innritunarborðum á jarðhæð byggingarinnar og þaðan upp tröppurnar að öryggisleitinni. Sjá einnig: Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Fólk sem fréttastofa ræddi við sem var í Leifsstöð í morgun lýsir því hvernig greina hafi mátt óánægju meðal starfsfólks í brottfararsalnum, sem hafi sagt að færri væru að vinna við öryggisleitina en óskandi væri. Myndir sýna einnig að þegar mest lét voru ekki öll öryggisleitarhlið í notkun. Röðin komin niður í tólf mínútur Fulltrúar Isavia gáfu ekki kost á viðtali vegna málsins, en að sögn staðgengils upplýsingafulltrúa Isavia, skýrist röðin að einhverju leyti af því að fólk hafi verið seinna á ferðinni á völlinn en við hafi verið búist. Það borgar sig að gefa sér góðan tíma þegar lagt er af stað í ferðalagið.vísir Lítil sem engin örtröð hafi verið snemma í morgun, en bætt hafi vel í röðina þegar líða tók á morgunin. Mönnun við öryggisleit taki mið af áætlanarflugi og brottförum, en ferðalangar hafi verið seinni á ferðinni í morgun en búist var við, að sögn staðgengils upplýsingafulltrúa. Á um 90 mínútna tímabil í morgun hafi fólk þurfti að bíða í um fjörutíu mínútur eftir að komast í gegnum öryggisleit. Staðan sé mun betri nú, en þegar fréttastofa náði tali af fulltrúa Isavia um ellefu leytið var ekki nema um tólf mínútna biðröð í öryggisleitinni. Isavia brýnir fyrir ferðalöngum að vera tímanlega á ferðinni á völlinn, enda páskarnir háannatími til ferðalaga. Margir leggja land undir fót um páskana.vísir
Isavia Keflavíkurflugvöllur Páskar Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira