„Þetta var skrýtinn leikur“ Hinrik Wöhler skrifar 16. apríl 2025 21:39 Tímabilið fór ekki vel af stað fyrir John Andrews og leikmenn Víkings í Bestu-deild kvenna. Vísir/Diego John Andrews, þjálfari Víkinga, þurfti að sætta sig við stórt tap í fyrsta leik tímabilins. Víkingar töpuðu 4-1 á móti Þór/KA á heimavelli í fyrstu umferð Bestu-deildar kvenna í kvöld. John segir að mörk andstæðingana hafa verið frekar furðuleg og ákveðinn heppnisstimpill yfir þeim. „Þetta var skrýtinn leikur. Furðuleg mörk hjá þeim, eitt frákast af stönginni og hitt af þverslánni. Kannski hefðum við getað gert betur í frákastinu, við vorum ekki opnar, en þetta var bara skrýtinn leikur. Þurfum að tryggja það að þetta að þetta gerist ekki aftur,“ sagði John skömmu eftir leik. John var ekki búinn að greina nákvæmlega hvað fór úrskeiðis í leiknum en benti á að tvö af mörkum Þór/KA hefðu komið eftir fráköst og gestirnir hafi verið grimmari inn í teignum, sem skipti sköpum í kvöld. „Ekki viss ef ég er heiðarlegur, þær fóru upp hægra megin nokkrum sinnum og við héldum að boltinn hefði farið út af vellinum en svo fór þetta í slána og datt niður, þær gerðu betur í frákastinu og skoruðu. Veit ekki hvað gerðist í öðru markinu og við fórum inn í hálfleik.“ Var bjartsýnn í stöðunni 3-1 Víkingar minnkuðu muninn á 70. mínútu og á þeim tímapunkti var John bjartsýnn á að liðið gæti náð í stig úr leiknum. „Þrátt fyrir að staðan var 3-1 hélt ég að við vorum enn þá inn í þessu, en svo kemur skotið í stöngina og dettur út í teiginn og þær ná því, 4-1. Við þurfum núna bara að sleikja sárin og svo er það bara Stjarnan á þriðjudaginn.“ „Þær gerðu sitt besta en við áttum ekki okkar dag,“ bætti John við. Þrátt fyrir að hafa fengið fjögur mörk á sig þá vildi John ekki kenna slæmum varnarleik um mörkin. „Ég er ekki viss hvort að varnarleikurinn var það slæmur. Undir lok leiks vorum við að ýta fimm, sex, sjö eða átta leikmönnum upp völlinn og þá fáum við sóknir á okkur. Þegar þú horfir á mörkin þá voru þetta ekki mistök í vörninni bara furðuleg mörk. Þriðja markið hjá þeim var flott, gef þeim það,“ sagði John. Víkingur mætir Stjörnunni eftir sex daga og mun John og þjálfarateymi Víkinga hefja undirbúning á morgun. „Vonandi mun þetta ekki skaða þetta okkur of mikið og við munum hefjast handa að nýju á morgun,“ sagði írski þjálfarinn að lokum. Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Sjá meira
John segir að mörk andstæðingana hafa verið frekar furðuleg og ákveðinn heppnisstimpill yfir þeim. „Þetta var skrýtinn leikur. Furðuleg mörk hjá þeim, eitt frákast af stönginni og hitt af þverslánni. Kannski hefðum við getað gert betur í frákastinu, við vorum ekki opnar, en þetta var bara skrýtinn leikur. Þurfum að tryggja það að þetta að þetta gerist ekki aftur,“ sagði John skömmu eftir leik. John var ekki búinn að greina nákvæmlega hvað fór úrskeiðis í leiknum en benti á að tvö af mörkum Þór/KA hefðu komið eftir fráköst og gestirnir hafi verið grimmari inn í teignum, sem skipti sköpum í kvöld. „Ekki viss ef ég er heiðarlegur, þær fóru upp hægra megin nokkrum sinnum og við héldum að boltinn hefði farið út af vellinum en svo fór þetta í slána og datt niður, þær gerðu betur í frákastinu og skoruðu. Veit ekki hvað gerðist í öðru markinu og við fórum inn í hálfleik.“ Var bjartsýnn í stöðunni 3-1 Víkingar minnkuðu muninn á 70. mínútu og á þeim tímapunkti var John bjartsýnn á að liðið gæti náð í stig úr leiknum. „Þrátt fyrir að staðan var 3-1 hélt ég að við vorum enn þá inn í þessu, en svo kemur skotið í stöngina og dettur út í teiginn og þær ná því, 4-1. Við þurfum núna bara að sleikja sárin og svo er það bara Stjarnan á þriðjudaginn.“ „Þær gerðu sitt besta en við áttum ekki okkar dag,“ bætti John við. Þrátt fyrir að hafa fengið fjögur mörk á sig þá vildi John ekki kenna slæmum varnarleik um mörkin. „Ég er ekki viss hvort að varnarleikurinn var það slæmur. Undir lok leiks vorum við að ýta fimm, sex, sjö eða átta leikmönnum upp völlinn og þá fáum við sóknir á okkur. Þegar þú horfir á mörkin þá voru þetta ekki mistök í vörninni bara furðuleg mörk. Þriðja markið hjá þeim var flott, gef þeim það,“ sagði John. Víkingur mætir Stjörnunni eftir sex daga og mun John og þjálfarateymi Víkinga hefja undirbúning á morgun. „Vonandi mun þetta ekki skaða þetta okkur of mikið og við munum hefjast handa að nýju á morgun,“ sagði írski þjálfarinn að lokum.
Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Sjá meira