„Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. apríl 2025 12:32 Oscar og Sonja, fósturmóðir hans, sem berst nú fyrir því að hann fái dvalarleyfi. Frestur sautján ára kólumbísks drengs til að fara sjálfur úr landi eftir synjun um dvalarleyfi rennur út í dag. Fyrirhugaðri brottvísun var mótmælt ákaft við dómsmálaráðuneytið í dag. Prestur, sem hefur efnt til mótmæla meðal presta, segist ekki trúa öðru en að íslensk stjórnvöld sjái sóma sinn í að hætta við brottvísunina. Oscar Anders Florez Bocanegra kom fyrst til Íslands frá Kólumbíu með föður sínum árið 2022. Faðir hans beitti hann ofbeldi og tók íslensk fósturfjölskylda hann að sér. Þeim feðgum var báðum vísað úr landi í fyrra en fósturfjölskyldan sótti Oscar til Bogatá í Kólumbíu. Frestur Oscars til að fara sjálfur úr landi rennur út í dag og hefur honum verið tilkynnt að hann geti ekki sótt aftur um vernd. Raunveruleg umhyggja fyrir barninu Hópur fólks mótmælti við dómsmálaráðuneytið í morgun og var áskorun um að stöðva brottvísunina afhent ráðuneytisstjóra. Þrjátíu prestar sendu þá frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fyrirhugaðri brottvísun hans var mótmælt. Sífellt bætist í hóp þeirra, og voru á hádegi í dag rúmlega fimmtíu búnir að skrifa undir yfirlýsinguna. „Við sem kirkja við erum bundin af bæði ákveðnum siðfræðilegum grunni, biblíulegum grunni þar sem í forgrunni er að standa vörð um börn og útlendinga og elska í verki,“ segir Sigurvin Lárus Jónsson, prestur í Vídalínskirkju í Garðabæ. Vinafólk fósturfjölskyldu Oscars leitaði til Sigurvins og kallaði eftir að Þjóðkirkjan léti í sér heyra. „Það blasir við af þeim upplýsingum sem fjölskyldan, sem skotið hefur skjólshúsi yfir þennan dreng, miðlar að hér er raunveruleg umhyggja fyrir þessu barni á ferðinni og við viljum sýna því samstöðu sem prestastétt.“ Sigurvin Lárus Jónsson, prestur í Vídalínskirkju í Garðabæ. Aðsend Mikill skaði verið unninn Í yfirlýsingu prestanna er vísað í vers úr Gamlatestamentinu, þar sem segir að aðkomumaður skuli njóta sama réttar og innborinn maður og að maður skuli elska náungann eins og sjálfan sig. Sigurvin segir erfitt að horfa upp á þá slæmu stöðu sem Oscar er í. Stjórnvöld verði að hætta við brottflutninginn. „Ég trúi ekki öðru. Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva og ég trúi ekki öðru en að íslensk stjórnvöld muni veita honum dvalarleyfi og hann eigi framtíð með þessari fjölskyldu,“ segir Sigurvin. „Það eru gleðidagar. Páskar eru nýafstaðnir og þeir eru haldnir í ljósi upprisu Jesú Krists frá dauðum og því að sýna samstöðu með lífinu og fagna. Við skulum ekki leyfa því að spilla gleðinni að þessar aðstæður verði þannig að honum verði vísað úr landi.“ Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Kólumbía Tengdar fréttir Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Hópur mótmælenda afhenti ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytisins áskorun um stöðva brottvísun hins sautján ára Oscars Anders Florez Bocanegra. Hópurinn kom saman fyrir utan dómsmálaráðuneytið í Borgatúni í morgun. Greint var frá því nýlega að til stæði að senda Oscar í annað sinn úr landi. 22. apríl 2025 09:47 Gildi kærleika og mannúðar Mig langar að senda nokkrar línur um mál sem varðar Oscar Anders Florez Bocanegra, 17 ára dreng frá Kólumbíu. 22. apríl 2025 08:02 Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Þrjátíu prestar í íslensku þjóðkirkjunni fordæma brottvísun hins sautján ára Oscars Anders Florez Bocanegra og taka undir þá kröfu að honum verði veitt dvalarleyfi. 21. apríl 2025 23:50 Faðirinn hafi ætlað að skilja hann eftir á flugvellinum Kona sem sótti um að verða fósturforeldri sextán ára pilts sem vísað var úr landi í dag segir að brösuglega hafi gengið að fá að kveðja hann í úrræði ríkislögreglustjóra fyrir brottför piltsins. Hún óttast að ekkert bíði hans í Kólumbíu. 15. október 2024 23:54 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Fleiri fréttir Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Sjá meira
Oscar Anders Florez Bocanegra kom fyrst til Íslands frá Kólumbíu með föður sínum árið 2022. Faðir hans beitti hann ofbeldi og tók íslensk fósturfjölskylda hann að sér. Þeim feðgum var báðum vísað úr landi í fyrra en fósturfjölskyldan sótti Oscar til Bogatá í Kólumbíu. Frestur Oscars til að fara sjálfur úr landi rennur út í dag og hefur honum verið tilkynnt að hann geti ekki sótt aftur um vernd. Raunveruleg umhyggja fyrir barninu Hópur fólks mótmælti við dómsmálaráðuneytið í morgun og var áskorun um að stöðva brottvísunina afhent ráðuneytisstjóra. Þrjátíu prestar sendu þá frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fyrirhugaðri brottvísun hans var mótmælt. Sífellt bætist í hóp þeirra, og voru á hádegi í dag rúmlega fimmtíu búnir að skrifa undir yfirlýsinguna. „Við sem kirkja við erum bundin af bæði ákveðnum siðfræðilegum grunni, biblíulegum grunni þar sem í forgrunni er að standa vörð um börn og útlendinga og elska í verki,“ segir Sigurvin Lárus Jónsson, prestur í Vídalínskirkju í Garðabæ. Vinafólk fósturfjölskyldu Oscars leitaði til Sigurvins og kallaði eftir að Þjóðkirkjan léti í sér heyra. „Það blasir við af þeim upplýsingum sem fjölskyldan, sem skotið hefur skjólshúsi yfir þennan dreng, miðlar að hér er raunveruleg umhyggja fyrir þessu barni á ferðinni og við viljum sýna því samstöðu sem prestastétt.“ Sigurvin Lárus Jónsson, prestur í Vídalínskirkju í Garðabæ. Aðsend Mikill skaði verið unninn Í yfirlýsingu prestanna er vísað í vers úr Gamlatestamentinu, þar sem segir að aðkomumaður skuli njóta sama réttar og innborinn maður og að maður skuli elska náungann eins og sjálfan sig. Sigurvin segir erfitt að horfa upp á þá slæmu stöðu sem Oscar er í. Stjórnvöld verði að hætta við brottflutninginn. „Ég trúi ekki öðru. Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva og ég trúi ekki öðru en að íslensk stjórnvöld muni veita honum dvalarleyfi og hann eigi framtíð með þessari fjölskyldu,“ segir Sigurvin. „Það eru gleðidagar. Páskar eru nýafstaðnir og þeir eru haldnir í ljósi upprisu Jesú Krists frá dauðum og því að sýna samstöðu með lífinu og fagna. Við skulum ekki leyfa því að spilla gleðinni að þessar aðstæður verði þannig að honum verði vísað úr landi.“
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Kólumbía Tengdar fréttir Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Hópur mótmælenda afhenti ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytisins áskorun um stöðva brottvísun hins sautján ára Oscars Anders Florez Bocanegra. Hópurinn kom saman fyrir utan dómsmálaráðuneytið í Borgatúni í morgun. Greint var frá því nýlega að til stæði að senda Oscar í annað sinn úr landi. 22. apríl 2025 09:47 Gildi kærleika og mannúðar Mig langar að senda nokkrar línur um mál sem varðar Oscar Anders Florez Bocanegra, 17 ára dreng frá Kólumbíu. 22. apríl 2025 08:02 Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Þrjátíu prestar í íslensku þjóðkirkjunni fordæma brottvísun hins sautján ára Oscars Anders Florez Bocanegra og taka undir þá kröfu að honum verði veitt dvalarleyfi. 21. apríl 2025 23:50 Faðirinn hafi ætlað að skilja hann eftir á flugvellinum Kona sem sótti um að verða fósturforeldri sextán ára pilts sem vísað var úr landi í dag segir að brösuglega hafi gengið að fá að kveðja hann í úrræði ríkislögreglustjóra fyrir brottför piltsins. Hún óttast að ekkert bíði hans í Kólumbíu. 15. október 2024 23:54 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Fleiri fréttir Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Sjá meira
Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Hópur mótmælenda afhenti ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytisins áskorun um stöðva brottvísun hins sautján ára Oscars Anders Florez Bocanegra. Hópurinn kom saman fyrir utan dómsmálaráðuneytið í Borgatúni í morgun. Greint var frá því nýlega að til stæði að senda Oscar í annað sinn úr landi. 22. apríl 2025 09:47
Gildi kærleika og mannúðar Mig langar að senda nokkrar línur um mál sem varðar Oscar Anders Florez Bocanegra, 17 ára dreng frá Kólumbíu. 22. apríl 2025 08:02
Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Þrjátíu prestar í íslensku þjóðkirkjunni fordæma brottvísun hins sautján ára Oscars Anders Florez Bocanegra og taka undir þá kröfu að honum verði veitt dvalarleyfi. 21. apríl 2025 23:50
Faðirinn hafi ætlað að skilja hann eftir á flugvellinum Kona sem sótti um að verða fósturforeldri sextán ára pilts sem vísað var úr landi í dag segir að brösuglega hafi gengið að fá að kveðja hann í úrræði ríkislögreglustjóra fyrir brottför piltsins. Hún óttast að ekkert bíði hans í Kólumbíu. 15. október 2024 23:54