„Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. apríl 2025 20:52 Stjarnan á enn eftir að fá sitt fyrsta stig í Bestu deild kvenna á tímabilinu. vísir/diego Jóhannes Karl Sigursteinsson, þjálfari Stjörnunnar, var vonsvikinn eftir 2-6 tapið fyrir Víkingi í Bestu deild kvenna í kvöld. Hann segir að leikmenn Stjörnunnar verði að taka meiri ábyrgð og liðið þurfi að bæta spilamennsku sína til muna í næstu leikjum. Eftir ágætis byrjun á leiknum hrundi allt hjá Stjörnunni eftir að Linda Líf Boama kom Víkingi yfir á 14. mínútu. Annan leikinn í röð fengu Stjörnukonur á sig sex mörk og þær sitja stigalausar á botni deildarinnar. „Það virðist vera að það hafi þurft ansi lítið til að slá okkur út af laginu. Mér fannst við byrja leikinn ágætlega en svo gerum við of stór mistök, einstaklingsmistök sem kosta rosalega mikið og erum alltof fljótar að brotna,“ sagði Jóhannes Karl við Vísi eftir leikinn. Hann hefði viljað sjá Stjörnukonur bregðast betur við mótlætinu sem þær lentu í kvöld. „Mér fannst við brotna strax og heilt yfir var þetta virkilega slök frammistaða,“ sagði Jóhannes Karl. Stjarnan var 1-3 undir í hálfleik og fékk svo mark á sig snemma í seinni hálfleik. „Við ætluðum að rífa okkur í gang og koma með 2-3 markið til að búa til leik úr þessu. En við vinnum ekki fótboltaleiki ef við getum ekki varist föstum leikatriðum. Ég held að við séum búnar að fá á okkur sex mörk úr föstum leikatriðum í fyrstu tveimur leikjunum. Það þurfum að byrja á að stoppa í þau göt,“ sagði Jóhannes Karl. Hann segir að fyrir utan einstaklingsmistök sé Stjörnuliðið alls ekki að spila vel og margt vanti upp á. „Leikur alls liðsins er engan veginn nógu góður. Sérstaklega sóknarlega erum við ekki að halda í boltann og hreyfa hann eins og við viljum gera. En svo er fótbolti þannig að allir þurfa að taka ábyrgð og þegar þú færð á þig mörg mörk úr föstum leikatriðum eins og við erum að gera þurfum við að byrja á að líta inn á við og vera aðeins stærri í því sem við erum að gera, gera þetta saman sem lið og koma þessum boltum í burt. En það er svolítið eins og allir séu að bíða eftir að næsti maður geri það.“ Aðspurður hvort Stjarnan myndi fá liðsauka áður en félagaskiptaglugganum verður lokað kvaðst Jóhannes Karl ekki eiga von á því. Hann vonaðist hins vegar til þess að endurheimta fyrirliðann Önnu Maríu Baldursdóttur í næsta leik sem er gegn Tindastóli á útivelli á sunnudaginn. Besta deild kvenna Stjarnan Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Handbolti Fleiri fréttir Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Sjá meira
Eftir ágætis byrjun á leiknum hrundi allt hjá Stjörnunni eftir að Linda Líf Boama kom Víkingi yfir á 14. mínútu. Annan leikinn í röð fengu Stjörnukonur á sig sex mörk og þær sitja stigalausar á botni deildarinnar. „Það virðist vera að það hafi þurft ansi lítið til að slá okkur út af laginu. Mér fannst við byrja leikinn ágætlega en svo gerum við of stór mistök, einstaklingsmistök sem kosta rosalega mikið og erum alltof fljótar að brotna,“ sagði Jóhannes Karl við Vísi eftir leikinn. Hann hefði viljað sjá Stjörnukonur bregðast betur við mótlætinu sem þær lentu í kvöld. „Mér fannst við brotna strax og heilt yfir var þetta virkilega slök frammistaða,“ sagði Jóhannes Karl. Stjarnan var 1-3 undir í hálfleik og fékk svo mark á sig snemma í seinni hálfleik. „Við ætluðum að rífa okkur í gang og koma með 2-3 markið til að búa til leik úr þessu. En við vinnum ekki fótboltaleiki ef við getum ekki varist föstum leikatriðum. Ég held að við séum búnar að fá á okkur sex mörk úr föstum leikatriðum í fyrstu tveimur leikjunum. Það þurfum að byrja á að stoppa í þau göt,“ sagði Jóhannes Karl. Hann segir að fyrir utan einstaklingsmistök sé Stjörnuliðið alls ekki að spila vel og margt vanti upp á. „Leikur alls liðsins er engan veginn nógu góður. Sérstaklega sóknarlega erum við ekki að halda í boltann og hreyfa hann eins og við viljum gera. En svo er fótbolti þannig að allir þurfa að taka ábyrgð og þegar þú færð á þig mörg mörk úr föstum leikatriðum eins og við erum að gera þurfum við að byrja á að líta inn á við og vera aðeins stærri í því sem við erum að gera, gera þetta saman sem lið og koma þessum boltum í burt. En það er svolítið eins og allir séu að bíða eftir að næsti maður geri það.“ Aðspurður hvort Stjarnan myndi fá liðsauka áður en félagaskiptaglugganum verður lokað kvaðst Jóhannes Karl ekki eiga von á því. Hann vonaðist hins vegar til þess að endurheimta fyrirliðann Önnu Maríu Baldursdóttur í næsta leik sem er gegn Tindastóli á útivelli á sunnudaginn.
Besta deild kvenna Stjarnan Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Handbolti Fleiri fréttir Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Íslenski boltinn
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Íslenski boltinn