Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Lovísa Arnardóttir skrifar 23. apríl 2025 06:26 Almenningur leitar í meiri mæli til lífeyrissjóða til að fá lán. Vísir/Anton Brink Nýjar íbúðir seljast verr en gamlar íbúðir vegna þess að nýjar íbúðir eru á þrengra stærðarbili. Tvöfalda þyrfti magn smærri íbúða á fasteignamarkaði til að anna eftirspurn. Meiri verðhækkun og minni sveiflur á fasteignamarkaði en á markaði innlendra hlutabréfa er til marks um óeðlilega stöðu á eignamarkaði á Íslandi samkvæmt HMS. Þetta, og meira, kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, HMS. Þar segir að fasteignamarkaðurinn hafi verið virkur á síðustu vikum og mánuðum, þar sem íbúðum á sölu og kaupsamningum hafi fjölgað. Fleiri íbúðir hafi einnig verið teknar úr sölu. Það bendi til þess að umsvif muni haldast mikil á næstu vikum. Þar kemur einnig fram að nýjar íbúðir seljist bæði hægar og verr en aðrar íbúðir. Þær séu flestar á þröngu stærðarbili sem sé ekki í samræmi við eftirspurn síðustu ára. Líkt og myndin að neðan sýnir eru nýjar íbúðir á sölu á mun þrengra stærðarbili heldur en seldar íbúðir, þar sem flestar nýjar íbúðir eru 80 til 140 fermetrar að stærð. Á myndinni má sjá stærðardreifingu fjölbýlisíbúða á sölu á höfuðborgarsvæðinu, samanborið við stærðardreifingu seldra íbúða í fjölbýli frá árinu 2020.HMS Samkvæmt greiningu HMS eru aðeins fimmtán prósent nýrra íbúða á höfuðborgarsvæðinu undir 80 fermetrum að stærð, þrátt fyrir að 32 prósent fjölbýlisíbúða sem hafa verið seldar á höfuðborgarsvæðinu séu á því stærðarbili. Hlutdeild smærri íbúða af nýjum íbúðum á sölu þyrfti því að rúmlega tvöfaldast til þess að vera í samræmi við eftirspurn síðustu ára. Íbúðir betri fjárfestingarkostur en hlutabréf Í skýrslunni kemur einnig fram að íbúðir hafi verið betri fjárfestingarkostur en innlend hlutabréf, þar sem þær hafa hækkað meira í verði og sveiflast minna en úrvalsvísitala Kauphallarinnar. Verðsveiflurnar má mæla , samkvæmt skýrslunni, með staðalfráviki í 12 mánaða ávöxtun á milli mánaða, en það var 20 prósent fyrir úrvalsvísitöluna og einungis 7 prósent fyrir íbúðaverð. Verðsveiflurnar voru því tæplega þrefalt meiri á hlutabréfamarkaðnum heldur en á íbúðamarkaðnum á tímabilinu. HMS telur þetta vera til marks um óeðlilega stöðu á eignamarkaði hérlendis. Myndin er úr skýrslu HMS og sýnir vísitölu íbúðaverðs og hlutabréfaverðs. HMS Í skýrslunni kemur fram að frá árinu 1982 hafi raunverð íbúða að meðaltali hækkað um 3,3 prósent á ári. Þrír stærstu viðskiptabankarnir spá 1,3 til 3,3 prósenta árlegri raunverðshækkun íbúða á tímabilinu 2025-2027. Kaupendahópur ekki eins háður lántöku Í skýrslunni er einnig fjallað um stöðuna á leigumarkaði, lánamarkaði og byggingamarkaði. Á leigumarkaði hefur nýskráðum leigusamningum fjölgað á fyrsta ársfjórðungi, ef miðað er við sama tímabil í fyrra. Leigusalar í flestum nýskráðum leigusamningum eru einstaklingar og hagnaðardrifin leigufélög, en vægi félagslegra og óhagnaðardrifinna leiguíbúða er lítið í Reykjanesbæ, Garðabæ og Kópavogi samkvæm skýrslunni. Þá kemur fram að á lánamarkaði hafi umfang nýrra íbúðalána ekki aukist í takt við fjölgun kaupsamninga. Það þykir benda til þess að kaupendahópurinn sé ekki eins háður lántöku við fjármögnun á fasteignakaupum og áður. Hrein ný lántaka var því töluverð hjá lífeyrissjóðunum samkvæmt skýrslunni, vegna ásóknar í verðtryggð lán. Hún var aftur á móti mjög lítil hjá bönkunum, þar sem álíka mikið var greitt upp af óverðtryggðum lánum og tekið var að láni í nýjum hreinum verðtryggðum lánum. Bestu vaxtakjörin á verðtryggðum lánum þessa stundina, samkvæmt skýrslunni, er að finna hjá lífeyrissjóðunum. Breytilegir vextir á verðtryggðum íbúðalánum hjá stærstu þremur bönkunum eru á bilinu 4 til 7 prósent á meðan slíkir vextir hjá lífeyrissjóðum eru á bilinu 3 til 6 prósent. Lægstu breytilegu óverðtryggðir vextir á íbúðalánum eru hins vegar í kringum 8 prósent hjá bæði lífeyrissjóðum og bönkum. Mikið af lausum störfum á byggingamarkaði Á sama tíma hefur hægt á vexti byggingargeirans. Álíka margir starfa í geiranum og á sama tíma í fyrra, auk þess sem hlutdeild hans á vinnumarkaði helst óbreytt á milli ára. Þó eru enn fleiri nýskráningar en gjaldþrot í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð, auk þess sem mikið er af lausum störfum í geiranum. Að lokum kemur fram að íbúðum á fyrri framvindustigum íbúðauppbyggingar hafi fækkað talsvert á höfuðborgarsvæðinu. Það séu þó vísbendingar um að uppbyggingartími íbúða hafi styst á síðustu misserum og er því meiri óvissa bundin spám HMS um fullbúnar íbúðir til ársins 2027. Fréttin hefur verið leiðrétt. Í inngangi var talað um meiri verðsveiflur en það átti að vera meiri verðhækkun og minni sveiflur. Leiðrétt klukkan 10:19 þann 23.4.2025. Húsnæðismál Byggingariðnaður Leigumarkaður Fasteignamarkaður Mest lesið Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sjá meira
Þetta, og meira, kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, HMS. Þar segir að fasteignamarkaðurinn hafi verið virkur á síðustu vikum og mánuðum, þar sem íbúðum á sölu og kaupsamningum hafi fjölgað. Fleiri íbúðir hafi einnig verið teknar úr sölu. Það bendi til þess að umsvif muni haldast mikil á næstu vikum. Þar kemur einnig fram að nýjar íbúðir seljist bæði hægar og verr en aðrar íbúðir. Þær séu flestar á þröngu stærðarbili sem sé ekki í samræmi við eftirspurn síðustu ára. Líkt og myndin að neðan sýnir eru nýjar íbúðir á sölu á mun þrengra stærðarbili heldur en seldar íbúðir, þar sem flestar nýjar íbúðir eru 80 til 140 fermetrar að stærð. Á myndinni má sjá stærðardreifingu fjölbýlisíbúða á sölu á höfuðborgarsvæðinu, samanborið við stærðardreifingu seldra íbúða í fjölbýli frá árinu 2020.HMS Samkvæmt greiningu HMS eru aðeins fimmtán prósent nýrra íbúða á höfuðborgarsvæðinu undir 80 fermetrum að stærð, þrátt fyrir að 32 prósent fjölbýlisíbúða sem hafa verið seldar á höfuðborgarsvæðinu séu á því stærðarbili. Hlutdeild smærri íbúða af nýjum íbúðum á sölu þyrfti því að rúmlega tvöfaldast til þess að vera í samræmi við eftirspurn síðustu ára. Íbúðir betri fjárfestingarkostur en hlutabréf Í skýrslunni kemur einnig fram að íbúðir hafi verið betri fjárfestingarkostur en innlend hlutabréf, þar sem þær hafa hækkað meira í verði og sveiflast minna en úrvalsvísitala Kauphallarinnar. Verðsveiflurnar má mæla , samkvæmt skýrslunni, með staðalfráviki í 12 mánaða ávöxtun á milli mánaða, en það var 20 prósent fyrir úrvalsvísitöluna og einungis 7 prósent fyrir íbúðaverð. Verðsveiflurnar voru því tæplega þrefalt meiri á hlutabréfamarkaðnum heldur en á íbúðamarkaðnum á tímabilinu. HMS telur þetta vera til marks um óeðlilega stöðu á eignamarkaði hérlendis. Myndin er úr skýrslu HMS og sýnir vísitölu íbúðaverðs og hlutabréfaverðs. HMS Í skýrslunni kemur fram að frá árinu 1982 hafi raunverð íbúða að meðaltali hækkað um 3,3 prósent á ári. Þrír stærstu viðskiptabankarnir spá 1,3 til 3,3 prósenta árlegri raunverðshækkun íbúða á tímabilinu 2025-2027. Kaupendahópur ekki eins háður lántöku Í skýrslunni er einnig fjallað um stöðuna á leigumarkaði, lánamarkaði og byggingamarkaði. Á leigumarkaði hefur nýskráðum leigusamningum fjölgað á fyrsta ársfjórðungi, ef miðað er við sama tímabil í fyrra. Leigusalar í flestum nýskráðum leigusamningum eru einstaklingar og hagnaðardrifin leigufélög, en vægi félagslegra og óhagnaðardrifinna leiguíbúða er lítið í Reykjanesbæ, Garðabæ og Kópavogi samkvæm skýrslunni. Þá kemur fram að á lánamarkaði hafi umfang nýrra íbúðalána ekki aukist í takt við fjölgun kaupsamninga. Það þykir benda til þess að kaupendahópurinn sé ekki eins háður lántöku við fjármögnun á fasteignakaupum og áður. Hrein ný lántaka var því töluverð hjá lífeyrissjóðunum samkvæmt skýrslunni, vegna ásóknar í verðtryggð lán. Hún var aftur á móti mjög lítil hjá bönkunum, þar sem álíka mikið var greitt upp af óverðtryggðum lánum og tekið var að láni í nýjum hreinum verðtryggðum lánum. Bestu vaxtakjörin á verðtryggðum lánum þessa stundina, samkvæmt skýrslunni, er að finna hjá lífeyrissjóðunum. Breytilegir vextir á verðtryggðum íbúðalánum hjá stærstu þremur bönkunum eru á bilinu 4 til 7 prósent á meðan slíkir vextir hjá lífeyrissjóðum eru á bilinu 3 til 6 prósent. Lægstu breytilegu óverðtryggðir vextir á íbúðalánum eru hins vegar í kringum 8 prósent hjá bæði lífeyrissjóðum og bönkum. Mikið af lausum störfum á byggingamarkaði Á sama tíma hefur hægt á vexti byggingargeirans. Álíka margir starfa í geiranum og á sama tíma í fyrra, auk þess sem hlutdeild hans á vinnumarkaði helst óbreytt á milli ára. Þó eru enn fleiri nýskráningar en gjaldþrot í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð, auk þess sem mikið er af lausum störfum í geiranum. Að lokum kemur fram að íbúðum á fyrri framvindustigum íbúðauppbyggingar hafi fækkað talsvert á höfuðborgarsvæðinu. Það séu þó vísbendingar um að uppbyggingartími íbúða hafi styst á síðustu misserum og er því meiri óvissa bundin spám HMS um fullbúnar íbúðir til ársins 2027. Fréttin hefur verið leiðrétt. Í inngangi var talað um meiri verðsveiflur en það átti að vera meiri verðhækkun og minni sveiflur. Leiðrétt klukkan 10:19 þann 23.4.2025.
Húsnæðismál Byggingariðnaður Leigumarkaður Fasteignamarkaður Mest lesið Íslenskt sund í New York Viðskipti erlent Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Spá óbreyttum stýrivöxtum Viðskipti innlent Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sjá meira