Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Lovísa Arnardóttir skrifar 23. apríl 2025 08:04 Herjólfur á siglingu við Klettsvík. Skipstjórinn varð ekki varir við skemmtiferðaskipið fyrr en við Klettsnef. Vísir/Vilhelm Skipstjórnarmenn skemmtiferðaskipsins Seabourn Venture þurftu að beita neyðarstöðvun við útsiglingu frá Vestmannaeyjum í ágúst í fyrra þegar skipið mætti Herjólfi. Skipstjóri Herjólfs dró úr ferð og beygði inn í Klettsvík til að forðast árekstur. Þetta kemur fram í bókun Rannsóknarnefndar samgönguslysa en atvikið átti sér stað þann 29. ágúst í fyrra. Í bókun Rannsóknarnefndar samgönguslysa, RNSA, kemur fram að skemmtiferðaskipið hafi ætlað að fara frá bryggju klukkan 16 en brottförin hafi tafist um átta mínútur vegna þess að hafnsögumaður hafnarinnar var upptekinn. Þegar skipið lagði svo af stað var hafnsögumaðurinn meðvitaður um að Herjólfur hefði lagt af stað frá Landeyjahöfn klukkan 15:45. Í bókun kemur fram að bæði hafnsögumaðurinn og skipstjóri Herjólfs hafi þysjað inn leiðsögutölvur sínar og því aðeins séð næsta umhverfi skipsins. Hafnsögumaðurinn varð þannig ekki var við Herjólf og skipstjóri Herjólfs varð ekki var við skemmtiferðaskipið fyrr en hann nálgaðist Klettsnefið. Seaborn Venture kemur iðullega til Vestmannaeyja í tíu daga ferð frá Skotlandi og til Íslands. Seaborn Venture Vegna þess að að veikur farþegi var um borð í Herjólfi, sem lá á að koma undir læknishendur, misfórst að tilkynna komu Herjólfs við Faxasker eins og venjan er. Í bókuninni segir að þegar hafnsögumaðurinn sem var um borð í Seabourn Venture hafi orðið var við Herjólf hafi hann gefið fyrirmæli um að stöðva skipið en skipstjórinn hafi þegar verið byrjaður á því. Skipstjóri Herjólfs setti á sama tíma vélar á fulla ferð afturábak. Hann ætlaði samkvæmt bókuninni að beygja til bakborða en þegar hann sá að ekki væri nægjanlegt svigrúm til þess ákvað hann, eftir samskipti við hafnsögumann, að sigla norður fyrir Seaborn Venture inn í Klettsvíkina. Að beiðni RNSA tók fánaríki skipsins, Bahamaeyjur, skýrslu af öllum skipstjórnarmönnum sem voru á stjórnpalli þegar atvikið átti sér stað. Samkvæmt bókuninni voru þeir samhljóða um atburðarrásina. Fram kom hjá skipstjóra Seaborn Venture að samskipti hafnsögumanns og skipstjórnanda Herjólfs fóru fram á íslensku sem skipstjórnarmenn á Seaborn Venture skildu ekki. Því tók tíma að koma réttum boðum til skipstjórnarmanna Seaborn Venture um hvað væri að gerast. Brýndu fyrir skipstjórnarmönnum að tilkynna við Faxasker Í bókun segir að útgerð Herjólfs hafi eftir atvikið brýnt fyrir skipstjórnarmönnum að gæta þess að tilkynna komu skipsins við Faxasker og færa merki inn í siglingatölvuna skipsin. Þá kemur fram að til athugunar sé hjá hafnaryfirvöldum að öll skip tilkynni sig á sama stað vegna þess hversu þröng innsiglingin er. Vestmannaeyjahöfn brýndi fyrir hafnsögumönnum að tilkynna skip sem þeir eru að leiðsegja frá bryggju jafnframt því að vera í nánum samskiptum við skipstjórnarmenn Herjólfs meðan verið er að leiðsegja skipum á þeim tíma sem von er á Herjólfi. Þá hyggjast hafnaryfirvöld að bæta talstöðvarsamband við Ystaklett. Að lokum kemur fram að atburðarásin þykir liggja fyrir og því verði málið ekki rannsakað frekar. Herjólfur Skemmtiferðaskip á Íslandi Bahamaeyjar Vestmannaeyjar Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Í bókun Rannsóknarnefndar samgönguslysa, RNSA, kemur fram að skemmtiferðaskipið hafi ætlað að fara frá bryggju klukkan 16 en brottförin hafi tafist um átta mínútur vegna þess að hafnsögumaður hafnarinnar var upptekinn. Þegar skipið lagði svo af stað var hafnsögumaðurinn meðvitaður um að Herjólfur hefði lagt af stað frá Landeyjahöfn klukkan 15:45. Í bókun kemur fram að bæði hafnsögumaðurinn og skipstjóri Herjólfs hafi þysjað inn leiðsögutölvur sínar og því aðeins séð næsta umhverfi skipsins. Hafnsögumaðurinn varð þannig ekki var við Herjólf og skipstjóri Herjólfs varð ekki var við skemmtiferðaskipið fyrr en hann nálgaðist Klettsnefið. Seaborn Venture kemur iðullega til Vestmannaeyja í tíu daga ferð frá Skotlandi og til Íslands. Seaborn Venture Vegna þess að að veikur farþegi var um borð í Herjólfi, sem lá á að koma undir læknishendur, misfórst að tilkynna komu Herjólfs við Faxasker eins og venjan er. Í bókuninni segir að þegar hafnsögumaðurinn sem var um borð í Seabourn Venture hafi orðið var við Herjólf hafi hann gefið fyrirmæli um að stöðva skipið en skipstjórinn hafi þegar verið byrjaður á því. Skipstjóri Herjólfs setti á sama tíma vélar á fulla ferð afturábak. Hann ætlaði samkvæmt bókuninni að beygja til bakborða en þegar hann sá að ekki væri nægjanlegt svigrúm til þess ákvað hann, eftir samskipti við hafnsögumann, að sigla norður fyrir Seaborn Venture inn í Klettsvíkina. Að beiðni RNSA tók fánaríki skipsins, Bahamaeyjur, skýrslu af öllum skipstjórnarmönnum sem voru á stjórnpalli þegar atvikið átti sér stað. Samkvæmt bókuninni voru þeir samhljóða um atburðarrásina. Fram kom hjá skipstjóra Seaborn Venture að samskipti hafnsögumanns og skipstjórnanda Herjólfs fóru fram á íslensku sem skipstjórnarmenn á Seaborn Venture skildu ekki. Því tók tíma að koma réttum boðum til skipstjórnarmanna Seaborn Venture um hvað væri að gerast. Brýndu fyrir skipstjórnarmönnum að tilkynna við Faxasker Í bókun segir að útgerð Herjólfs hafi eftir atvikið brýnt fyrir skipstjórnarmönnum að gæta þess að tilkynna komu skipsins við Faxasker og færa merki inn í siglingatölvuna skipsin. Þá kemur fram að til athugunar sé hjá hafnaryfirvöldum að öll skip tilkynni sig á sama stað vegna þess hversu þröng innsiglingin er. Vestmannaeyjahöfn brýndi fyrir hafnsögumönnum að tilkynna skip sem þeir eru að leiðsegja frá bryggju jafnframt því að vera í nánum samskiptum við skipstjórnarmenn Herjólfs meðan verið er að leiðsegja skipum á þeim tíma sem von er á Herjólfi. Þá hyggjast hafnaryfirvöld að bæta talstöðvarsamband við Ystaklett. Að lokum kemur fram að atburðarásin þykir liggja fyrir og því verði málið ekki rannsakað frekar.
Herjólfur Skemmtiferðaskip á Íslandi Bahamaeyjar Vestmannaeyjar Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira