„Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 23. apríl 2025 22:03 Sólveig Anna fékk sig fullsadda eftir svívirðingar Maríu Pétursdóttur fyrr í dag og sagði sig úr Sósíalistaflokknum. Sanna María sér á eftir henni og vonar að hún komi aftur. Vísir/Arnar/Vilhelm Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, segir leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki en Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, sagði sig úr flokknum í dag. Sanna fagnar gagnrýni en segir engan árangur nást fari allur tíminn í naflaskoðun. Sanna skrifaði færslu í Rauða þráðinn, umræðuhóp Sósíalistaflokksins, fyrr í kvöld. Hún fór þar yfir af hverju flokkurinn var stofnaður og hvernig hann megi ná markmiðum sínum. Hún segir fólk þurfa að muna af hverju Sósíalistaflokkurinn var stofnaður og hvað það er sem hann er að reyna að ná fram í íslensku samfélagi. Hún hafi farið út í baráttuna svo engin börn þurfi að upplifa „svengd, hungur og fátækt.“ „Því er ekki náð með því að horfa sífellt inn á við, á aðra félaga og hvað þeir gera eða gera ekki. Auðvitað er gagnrýnin umræða af hinu góða en engum árangri er náð ef allur tíminn fer í innri naflaskoðun án þess að starfa út á við fyrir fólkið,“ skrifar hún svo. Þar vísar hún í ólgu innan flokksins sem hefur brotist út á Rauða þræðinum og á fundum flokksins. Þar hafa spjótin aðallega beinst að Gunnari Smára Egilssyni, formanni framkvæmdastjórnar flokksins og ritstjóra Samstöðvarinnar, sem hefur verið sakaður um þöggun og ofríki. Sér á eftir Sólveigu Önnu Undir lok færslunnar skrifar Sanna síðan: „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki sem ég vona að komi aftur. Sameinuð stöndum við, sundruð föllum við.“ Án efa er Sanna þar að vísa í Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar, sem sagði sig úr Sósíalistaflokknum eftir ummæli Maríu Pétursdóttur, sem var þangað til nýverið formaður málefnastjórnar flokksins, sem hún skrifaði um Sólveigu fyrr í dag. María skrifaði þar að Sólveig talaði inn í fasisma og öfga-hægristefnu og talaði gegn mannréttindum. Sólveig sagði að við það að lesa svívirðingar Maríu væri henni ljóst að hún ætti ekki lengur heima í Sósíalistaflokknum. Fjöldi fólks hefur skrifaði ummæli við færslu Sönnu, þar á meðal Viðar Þorsteinsson, fræðslustjóri Eflingar og einn nánasti samstarfsfélgi Sólveigar Önnu, sem skrifar: „Hefði verið gott ef forystan hefði stigið inn fyrr til að tempra ofstækið.“ Sósíalistaflokkurinn Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins hefur ákveðið að takmarka virkni meðlima í Rauða þræðinum við eina færslu á dag og ein ummæli á klukkustund. Forysta flokksins hefur verið sökuð um ólýðræðisleg vinnubrögð en Gunnar Smári segir ákveðinn hóp stefna að Maóískri menningarbyltingu innan flokksins. 5. apríl 2025 13:37 Karl hafi leyst úr læðingi „ógeðfelldar nornaveiðar“ Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins, hefur svarað ásökunum sem á hann hafa verið bornar fullum hálsi. Hann segir hóp innan flokksins tala fyrir lögleysu og glundroða, eins konar Maóískri menningarbyltingu. 21. mars 2025 11:16 Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Trausti Breiðfjörð Magnússon, fyrrverandi borgarfulltrúi Sósíalista, segist ekki aðeins hafa hætt í borgarstjórn vegna veikinda heldur hafi flokksforystan ráðskast með hann. Hann hafi til að mynda gefið þrjár milljónir af borgarstjórnarlaunum sínum til styrktarsjóðsins Vorstjörnunnar en engar þakkir fengið fyrir. 13. mars 2025 14:48 Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins „Við höfnum ásökunum Karls Héðins Kristjánssonar, sem birti í dag póst um afsögn sína úr kosningastjórn flokksins síðastliðna helgi, um að „hunsa lýðræðislega gagnrýni, viðhalda óheilbrigðri menningu og refsa þeim sem benda á vandamálin.“ 12. mars 2025 18:45 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Sjá meira
Sanna skrifaði færslu í Rauða þráðinn, umræðuhóp Sósíalistaflokksins, fyrr í kvöld. Hún fór þar yfir af hverju flokkurinn var stofnaður og hvernig hann megi ná markmiðum sínum. Hún segir fólk þurfa að muna af hverju Sósíalistaflokkurinn var stofnaður og hvað það er sem hann er að reyna að ná fram í íslensku samfélagi. Hún hafi farið út í baráttuna svo engin börn þurfi að upplifa „svengd, hungur og fátækt.“ „Því er ekki náð með því að horfa sífellt inn á við, á aðra félaga og hvað þeir gera eða gera ekki. Auðvitað er gagnrýnin umræða af hinu góða en engum árangri er náð ef allur tíminn fer í innri naflaskoðun án þess að starfa út á við fyrir fólkið,“ skrifar hún svo. Þar vísar hún í ólgu innan flokksins sem hefur brotist út á Rauða þræðinum og á fundum flokksins. Þar hafa spjótin aðallega beinst að Gunnari Smára Egilssyni, formanni framkvæmdastjórnar flokksins og ritstjóra Samstöðvarinnar, sem hefur verið sakaður um þöggun og ofríki. Sér á eftir Sólveigu Önnu Undir lok færslunnar skrifar Sanna síðan: „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki sem ég vona að komi aftur. Sameinuð stöndum við, sundruð föllum við.“ Án efa er Sanna þar að vísa í Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar, sem sagði sig úr Sósíalistaflokknum eftir ummæli Maríu Pétursdóttur, sem var þangað til nýverið formaður málefnastjórnar flokksins, sem hún skrifaði um Sólveigu fyrr í dag. María skrifaði þar að Sólveig talaði inn í fasisma og öfga-hægristefnu og talaði gegn mannréttindum. Sólveig sagði að við það að lesa svívirðingar Maríu væri henni ljóst að hún ætti ekki lengur heima í Sósíalistaflokknum. Fjöldi fólks hefur skrifaði ummæli við færslu Sönnu, þar á meðal Viðar Þorsteinsson, fræðslustjóri Eflingar og einn nánasti samstarfsfélgi Sólveigar Önnu, sem skrifar: „Hefði verið gott ef forystan hefði stigið inn fyrr til að tempra ofstækið.“
Sósíalistaflokkurinn Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins hefur ákveðið að takmarka virkni meðlima í Rauða þræðinum við eina færslu á dag og ein ummæli á klukkustund. Forysta flokksins hefur verið sökuð um ólýðræðisleg vinnubrögð en Gunnar Smári segir ákveðinn hóp stefna að Maóískri menningarbyltingu innan flokksins. 5. apríl 2025 13:37 Karl hafi leyst úr læðingi „ógeðfelldar nornaveiðar“ Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins, hefur svarað ásökunum sem á hann hafa verið bornar fullum hálsi. Hann segir hóp innan flokksins tala fyrir lögleysu og glundroða, eins konar Maóískri menningarbyltingu. 21. mars 2025 11:16 Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Trausti Breiðfjörð Magnússon, fyrrverandi borgarfulltrúi Sósíalista, segist ekki aðeins hafa hætt í borgarstjórn vegna veikinda heldur hafi flokksforystan ráðskast með hann. Hann hafi til að mynda gefið þrjár milljónir af borgarstjórnarlaunum sínum til styrktarsjóðsins Vorstjörnunnar en engar þakkir fengið fyrir. 13. mars 2025 14:48 Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins „Við höfnum ásökunum Karls Héðins Kristjánssonar, sem birti í dag póst um afsögn sína úr kosningastjórn flokksins síðastliðna helgi, um að „hunsa lýðræðislega gagnrýni, viðhalda óheilbrigðri menningu og refsa þeim sem benda á vandamálin.“ 12. mars 2025 18:45 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Sjá meira
Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins hefur ákveðið að takmarka virkni meðlima í Rauða þræðinum við eina færslu á dag og ein ummæli á klukkustund. Forysta flokksins hefur verið sökuð um ólýðræðisleg vinnubrögð en Gunnar Smári segir ákveðinn hóp stefna að Maóískri menningarbyltingu innan flokksins. 5. apríl 2025 13:37
Karl hafi leyst úr læðingi „ógeðfelldar nornaveiðar“ Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokksins, hefur svarað ásökunum sem á hann hafa verið bornar fullum hálsi. Hann segir hóp innan flokksins tala fyrir lögleysu og glundroða, eins konar Maóískri menningarbyltingu. 21. mars 2025 11:16
Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Trausti Breiðfjörð Magnússon, fyrrverandi borgarfulltrúi Sósíalista, segist ekki aðeins hafa hætt í borgarstjórn vegna veikinda heldur hafi flokksforystan ráðskast með hann. Hann hafi til að mynda gefið þrjár milljónir af borgarstjórnarlaunum sínum til styrktarsjóðsins Vorstjörnunnar en engar þakkir fengið fyrir. 13. mars 2025 14:48
Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins „Við höfnum ásökunum Karls Héðins Kristjánssonar, sem birti í dag póst um afsögn sína úr kosningastjórn flokksins síðastliðna helgi, um að „hunsa lýðræðislega gagnrýni, viðhalda óheilbrigðri menningu og refsa þeim sem benda á vandamálin.“ 12. mars 2025 18:45