Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Árni Sæberg skrifar 25. apríl 2025 14:12 Leigubílaröðin við Leifsstöð hefur valdið talsverðum deilum undanfarið. Vísir/Vilhelm Isavia ætlar að tryggja aðgengi allra leigubílstjóra að skúr sem ætlaður er sem kaffistofa þeirra sem nota leigubílastæðið við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Skúrinn er nú sagður notaður sem bænahús og lokaður öðrum en þeim sem hann nota sem slíkt. Margir ráku upp stór augu í gærkvöldi þegar leigubílstjóri sagði í viðtali í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins að kaffistofa leigubílstjóra væri nú notuð sem bænahús af erlendum leigubílstjórum. Íslenskum leigubílstjórum væri meinaður aðgangur að skúrnum og þeir kæmust ekki einu sinni á salernið þar. Hér má sjá skúrinn umdeilda.Vísir/Já.is Þá sást í fréttinni hvernig maður bað bænir að sið múslima inni í skúrnum og annar maður meinaði fréttamanni inngöngu í skúrinn á grundvelli þess að hann væri í einkaeigu. „Ég bara kemst ekki yfir þetta!“ Talsverð umræða hefur verið á samfélagsmiðlum eftir fréttina og meðal þeirra sem tekið hafa til máls um það er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður og formaður Miðflokksins. „Ég bara kemst ekki yfir þetta!“ sagði hann í færslu á samfélagsmiðlinum X. Ég bara kemst ekki yfir þetta!Þú ert búinn að vera leigubílstjóri í 25 ár og þjónusta farþega eftir bestu getu.Í besta falli hefurðu samtímis náð að skrapa saman nokkrum aurum í lífeyrissjóð í von um að fá eitthvað greitt úr honum þegar þar að kemur.Allt í einu ertu lentur í…— Sigmundur Davíð (@sigmundurdavid) April 24, 2025 „Svo máttu ekki eini sinni fara inn í kaffiskúrinn þinn til að pissa af því að hofmóðugt ríkisfyrirtæki er búið að breyta honum í bænahús fyrir þá sem tóku af þér vinnuna,“ segir hann. Eigi að vera opinn öllum „Þarna er um að ræða skúr í eigu Isavia sem var og er hugsaður fyrir alla leigubílstjóra. Þar sem þeir geta neytt matar og drykkjar og nýtt salerni,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við Vísi. Guðjón Helgason hjá Isavia segir skúrinn eiga að vera öllum leigubílstjórum opinn.Vísir/Arnar Hann ítrekar að skúrinn sé ætlaður öllum leigubílstjórum sem hafa aðgang að leigubílastæðinu við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. „Við munum fylgjast með því.“ Leigubílar Isavia Keflavíkurflugvöllur Trúmál Tengdar fréttir Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Isavia stefnir að því að hækka gjaldtöku fyrir leigubílstjóra sem stöðva við flugstöðina til að sækja farþega. Hækka á gjaldið til að geta ráðið starfsmenn til að sinna gæslu við leigubílastöðina og aðstoða farþega við að finna sér leigubíl. Öryggisgæsla við leigubílasvæðið hefst 1. maí á háannatíma en hærri gjaldtaka síðar. 16. apríl 2025 07:53 Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Upplýsingafulltrúi Isavia segir að loka hafi þurft fyrir aðgang um hundrað leigubílstjóra að Keflavíkurflugvelli í lengri og skemmri tíma. Frá og með 1. maí verður fastur starfsmaður á leigubílasvæðinu við flugstöðina á háannatíma til að aðstoða farþega og tryggja að skilmálum flugvallarins sé fylgt. 23. apríl 2025 19:43 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Sjá meira
Margir ráku upp stór augu í gærkvöldi þegar leigubílstjóri sagði í viðtali í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins að kaffistofa leigubílstjóra væri nú notuð sem bænahús af erlendum leigubílstjórum. Íslenskum leigubílstjórum væri meinaður aðgangur að skúrnum og þeir kæmust ekki einu sinni á salernið þar. Hér má sjá skúrinn umdeilda.Vísir/Já.is Þá sást í fréttinni hvernig maður bað bænir að sið múslima inni í skúrnum og annar maður meinaði fréttamanni inngöngu í skúrinn á grundvelli þess að hann væri í einkaeigu. „Ég bara kemst ekki yfir þetta!“ Talsverð umræða hefur verið á samfélagsmiðlum eftir fréttina og meðal þeirra sem tekið hafa til máls um það er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður og formaður Miðflokksins. „Ég bara kemst ekki yfir þetta!“ sagði hann í færslu á samfélagsmiðlinum X. Ég bara kemst ekki yfir þetta!Þú ert búinn að vera leigubílstjóri í 25 ár og þjónusta farþega eftir bestu getu.Í besta falli hefurðu samtímis náð að skrapa saman nokkrum aurum í lífeyrissjóð í von um að fá eitthvað greitt úr honum þegar þar að kemur.Allt í einu ertu lentur í…— Sigmundur Davíð (@sigmundurdavid) April 24, 2025 „Svo máttu ekki eini sinni fara inn í kaffiskúrinn þinn til að pissa af því að hofmóðugt ríkisfyrirtæki er búið að breyta honum í bænahús fyrir þá sem tóku af þér vinnuna,“ segir hann. Eigi að vera opinn öllum „Þarna er um að ræða skúr í eigu Isavia sem var og er hugsaður fyrir alla leigubílstjóra. Þar sem þeir geta neytt matar og drykkjar og nýtt salerni,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við Vísi. Guðjón Helgason hjá Isavia segir skúrinn eiga að vera öllum leigubílstjórum opinn.Vísir/Arnar Hann ítrekar að skúrinn sé ætlaður öllum leigubílstjórum sem hafa aðgang að leigubílastæðinu við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. „Við munum fylgjast með því.“
Leigubílar Isavia Keflavíkurflugvöllur Trúmál Tengdar fréttir Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Isavia stefnir að því að hækka gjaldtöku fyrir leigubílstjóra sem stöðva við flugstöðina til að sækja farþega. Hækka á gjaldið til að geta ráðið starfsmenn til að sinna gæslu við leigubílastöðina og aðstoða farþega við að finna sér leigubíl. Öryggisgæsla við leigubílasvæðið hefst 1. maí á háannatíma en hærri gjaldtaka síðar. 16. apríl 2025 07:53 Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Upplýsingafulltrúi Isavia segir að loka hafi þurft fyrir aðgang um hundrað leigubílstjóra að Keflavíkurflugvelli í lengri og skemmri tíma. Frá og með 1. maí verður fastur starfsmaður á leigubílasvæðinu við flugstöðina á háannatíma til að aðstoða farþega og tryggja að skilmálum flugvallarins sé fylgt. 23. apríl 2025 19:43 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Sjá meira
Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Isavia stefnir að því að hækka gjaldtöku fyrir leigubílstjóra sem stöðva við flugstöðina til að sækja farþega. Hækka á gjaldið til að geta ráðið starfsmenn til að sinna gæslu við leigubílastöðina og aðstoða farþega við að finna sér leigubíl. Öryggisgæsla við leigubílasvæðið hefst 1. maí á háannatíma en hærri gjaldtaka síðar. 16. apríl 2025 07:53
Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Upplýsingafulltrúi Isavia segir að loka hafi þurft fyrir aðgang um hundrað leigubílstjóra að Keflavíkurflugvelli í lengri og skemmri tíma. Frá og með 1. maí verður fastur starfsmaður á leigubílasvæðinu við flugstöðina á háannatíma til að aðstoða farþega og tryggja að skilmálum flugvallarins sé fylgt. 23. apríl 2025 19:43