Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. maí 2025 20:04 Kirkjugestirnir, sem mættu í þjóðbúningum í þjóðbúningamessu í Breiðabólsstaðarkirkju í Fljótshlíð sunnudagsmorguninn 4. maí 2025. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það voru prúðbúnir gestir, sem sóttu messu í Fljótshlíð í morgun enda ærið tilefni til því þetta var þjóðbúningamessa þar sem mikill meirihluta kirkjugesta voru í þjóðbúningum. Flesta búningana hefur fólk saumað sjálft á sig. Hér erum við að tala um Breiðabólsstaðarkirkju, mjög fallega kirkju í Fljótshlíð þar sem séra Kristján Arason er prestur. Fólk streymdi til messunnar, sem hófst klukkan 11:00, allir meira og minna í þjóðbúningum, karlar, konur og börn. Heiðurinn af framtakinu eiga þær Sigurbjörg Fríða og Ragnhildur Birna, enda miklar þjóðbúningakonur, sem sauma og sauma þjóðbúninga. „Það er bara svo gaman að sjá hvað það eru margir að mæta ef þið sjáið hérna í kring, það er bara æðislegt. Og gaman að sjá hvað margir eru uppáklæddir, það gleður okkur,“ segir Sigurbjörg Fríða. Vinkonurnar, Sigurbjörg Fríða (t.h.) og Ragnhildur Birna, sem eiga heiðurinn af þjóðbúningamessunni í Breiðabólsstaðarkirkju í morgun en þær sáum um alla skipulagningu og undirbúning messunnar með séra Kristjáni presti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þannig að flestir af þessum búningum eru saumaðir og hannaðir af fólkinu hérna á staðnum? „Já, það má segja það,“ segir Ragnhildur Birna eða Ranka eins og hún er alltaf kölluð. En að sauma þjóðbúning, er það ekkert mál eða er það mikið mál? „Það er svona skemmtilegt hugðarefni, það er mjög, mjög skemmtilegt, þetta er svona jóga,“ segir Ranka og skellihlær. Þessi hópur, sem mætti í messu dagsins tók líka þátt í sínum þjóðbúningum í Ólafsvöku í Færeyjum á síðasta ári. Magnús Hlynur Hreiðarsson Maður sér að meira að segja að karlarnir eru í búningum og eru meira að segja flottir, eruð þið ekki sammála því ? „Jú, finnst þér þeir ekki flottir, þeir eru alveg geggjaðir,“ segir Sigurbjörg Fríða. En eigum við að nota þjóðbúninga meira eða hvað? „Klárlega, ekki spurning og við bara öll tækifæri. Skírnir, fermingar, giftingar og fleira,“ segir Ranka. Þessar vinkonur mættu í messuna kátar og hressar.Magnús Hlynur Hreiðarsson En þeir sem segja, það er svo „asnalegt“ að vera í þessu. Hvað segið þið við þá ? „Finnst ykkur við asnalegar? Ha, erum við ekki glæsilegar“, segir Sigurbjörg Fríða hlæjandi. „já, þið eruð frábærar, takk fyrir kærlega,“ segir fréttamaður. Kátar stelpur í búningunum sínum við Breiðabólsstaðakirkju í morgun.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sr. Kristján Arason, prestur í Breiðabólsstaðarkirkju í Fljótshlíð stóð sig vel í sínu hlutverki í messunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Þjóðkirkjan Menning Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Sjá meira
Hér erum við að tala um Breiðabólsstaðarkirkju, mjög fallega kirkju í Fljótshlíð þar sem séra Kristján Arason er prestur. Fólk streymdi til messunnar, sem hófst klukkan 11:00, allir meira og minna í þjóðbúningum, karlar, konur og börn. Heiðurinn af framtakinu eiga þær Sigurbjörg Fríða og Ragnhildur Birna, enda miklar þjóðbúningakonur, sem sauma og sauma þjóðbúninga. „Það er bara svo gaman að sjá hvað það eru margir að mæta ef þið sjáið hérna í kring, það er bara æðislegt. Og gaman að sjá hvað margir eru uppáklæddir, það gleður okkur,“ segir Sigurbjörg Fríða. Vinkonurnar, Sigurbjörg Fríða (t.h.) og Ragnhildur Birna, sem eiga heiðurinn af þjóðbúningamessunni í Breiðabólsstaðarkirkju í morgun en þær sáum um alla skipulagningu og undirbúning messunnar með séra Kristjáni presti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þannig að flestir af þessum búningum eru saumaðir og hannaðir af fólkinu hérna á staðnum? „Já, það má segja það,“ segir Ragnhildur Birna eða Ranka eins og hún er alltaf kölluð. En að sauma þjóðbúning, er það ekkert mál eða er það mikið mál? „Það er svona skemmtilegt hugðarefni, það er mjög, mjög skemmtilegt, þetta er svona jóga,“ segir Ranka og skellihlær. Þessi hópur, sem mætti í messu dagsins tók líka þátt í sínum þjóðbúningum í Ólafsvöku í Færeyjum á síðasta ári. Magnús Hlynur Hreiðarsson Maður sér að meira að segja að karlarnir eru í búningum og eru meira að segja flottir, eruð þið ekki sammála því ? „Jú, finnst þér þeir ekki flottir, þeir eru alveg geggjaðir,“ segir Sigurbjörg Fríða. En eigum við að nota þjóðbúninga meira eða hvað? „Klárlega, ekki spurning og við bara öll tækifæri. Skírnir, fermingar, giftingar og fleira,“ segir Ranka. Þessar vinkonur mættu í messuna kátar og hressar.Magnús Hlynur Hreiðarsson En þeir sem segja, það er svo „asnalegt“ að vera í þessu. Hvað segið þið við þá ? „Finnst ykkur við asnalegar? Ha, erum við ekki glæsilegar“, segir Sigurbjörg Fríða hlæjandi. „já, þið eruð frábærar, takk fyrir kærlega,“ segir fréttamaður. Kátar stelpur í búningunum sínum við Breiðabólsstaðakirkju í morgun.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sr. Kristján Arason, prestur í Breiðabólsstaðarkirkju í Fljótshlíð stóð sig vel í sínu hlutverki í messunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Þjóðkirkjan Menning Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Sjá meira