Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. maí 2025 19:53 Þorbjörg Sigríður segir lagt af stað með átján milljarða í Stóra-Hraun. Vísir/Einar Fyrsta skóflustunga að Stóra hrauni nýju öryggisfangelsi verður tekin á næstu vikum, að sögn dómsmálaráðherra. Þá ætlar hún að koma á brottfararstöð fyrir hælisleitendur sem vísa á úr landi. Óboðlegt sé að vista þá í fangelsi fyrir brottför eins og nú er. Fangelsismálastjóri, formaður fangavarða og formaður Afstöðu félags fanga hafa allir stigið fram síðustu vikur og lýst yfir að fangelsin séu yfirfull. Það geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir öryggi í fangelsum og samfélagið í heild. Þá hefur komið fram að einstaklingar geti ekki afplánað dóma því það sé ekki pláss fyrir þá í fangelsum. Sjá einnig: Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Fyrrverandi dómsmálaráðherra kynnti í nóvember á síðasta ári að fyrirhugað væri að reisa nýtt öryggisfangelsi sem kalla yrði Stóra hraun. Núverandi dómsmálaráðherra kynnti málið fyrir ríkisstjórn í vikunni og boðar framkvæmdir á næstunni. „Stóra hraun sem er bygging nýs fangelsis sem verður nýtt öryggisfangelsi. Það er langtíma aðgerð en mikill og stór áfangi,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. Verkefnið sé fjármagnað og næsta skóflustunga geti farið fram á næstu vikum eða í síðasta lagi í haust. „Við leggjum af stað með tæpa átján milljarða í þetta verkefni.“ Leggur fram frumvarp um brottfararstöð Ein ástæða þess að fangelsin eru yfirfull er að á síðustu misserum hafa sífellt fleiri hælisleitendur verið látnir dúsa í fangelsum áður en þeim er vísað úr landi. Frá júní í fyrra eru þeir til dæmis ríflega sjötíu. Þorbjörg segir þetta óboðlegt og ætlar að koma á brottfararstöð fyrir hælisleitendur. „Ég mun leggja fram frumvarp í haust til að tryggja það. Því það er ómannúðlegt og óboðlegt að hælisleitendur sem hafa sótt um alþjóðlega vernd sé vísað úr landi og vistaðir í fangelsi. Við ætlum að breyta því.“ Fangelsismál Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Dómsmálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp í haust um brottfararstöð fyrir hælisleitendur sem hafa fengið synjun um dvalarleyfi en fara ekki sjálfviljugir úr landi. Hún segir óboðlegt og ómannúðlegt að fangelsi landsins séu yfirfull af hælisleitendum sem bíði brottvísunar. 29. apríl 2025 20:28 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Fangelsismálastjóri, formaður fangavarða og formaður Afstöðu félags fanga hafa allir stigið fram síðustu vikur og lýst yfir að fangelsin séu yfirfull. Það geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir öryggi í fangelsum og samfélagið í heild. Þá hefur komið fram að einstaklingar geti ekki afplánað dóma því það sé ekki pláss fyrir þá í fangelsum. Sjá einnig: Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Fyrrverandi dómsmálaráðherra kynnti í nóvember á síðasta ári að fyrirhugað væri að reisa nýtt öryggisfangelsi sem kalla yrði Stóra hraun. Núverandi dómsmálaráðherra kynnti málið fyrir ríkisstjórn í vikunni og boðar framkvæmdir á næstunni. „Stóra hraun sem er bygging nýs fangelsis sem verður nýtt öryggisfangelsi. Það er langtíma aðgerð en mikill og stór áfangi,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. Verkefnið sé fjármagnað og næsta skóflustunga geti farið fram á næstu vikum eða í síðasta lagi í haust. „Við leggjum af stað með tæpa átján milljarða í þetta verkefni.“ Leggur fram frumvarp um brottfararstöð Ein ástæða þess að fangelsin eru yfirfull er að á síðustu misserum hafa sífellt fleiri hælisleitendur verið látnir dúsa í fangelsum áður en þeim er vísað úr landi. Frá júní í fyrra eru þeir til dæmis ríflega sjötíu. Þorbjörg segir þetta óboðlegt og ætlar að koma á brottfararstöð fyrir hælisleitendur. „Ég mun leggja fram frumvarp í haust til að tryggja það. Því það er ómannúðlegt og óboðlegt að hælisleitendur sem hafa sótt um alþjóðlega vernd sé vísað úr landi og vistaðir í fangelsi. Við ætlum að breyta því.“
Fangelsismál Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Dómsmálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp í haust um brottfararstöð fyrir hælisleitendur sem hafa fengið synjun um dvalarleyfi en fara ekki sjálfviljugir úr landi. Hún segir óboðlegt og ómannúðlegt að fangelsi landsins séu yfirfull af hælisleitendum sem bíði brottvísunar. 29. apríl 2025 20:28 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Dómsmálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp í haust um brottfararstöð fyrir hælisleitendur sem hafa fengið synjun um dvalarleyfi en fara ekki sjálfviljugir úr landi. Hún segir óboðlegt og ómannúðlegt að fangelsi landsins séu yfirfull af hælisleitendum sem bíði brottvísunar. 29. apríl 2025 20:28