Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. maí 2025 13:48 Ingvar Jónsson hefur leikið með Víkingi síðan 2020. vísir/diego Markvörðurinn Ingvar Jónsson fór meiddur af velli þegar Víkingur sigraði Fram í Bestu deild karla í gær. Hann segir að meiðslin séu ekki alvarleg og gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Víkinga. Eftir þrjá leiki í röð án sigurs í deild og bikar vann Víkingur 3-2 sigur á Fram í Víkinni í gær. Ingvar fór af velli þegar þrettán mínútur voru eftir, í stöðunni 2-1. Pálmi Rafn Arinbjörnsson tók stöðu hans. „Þetta var bara einhver stífleiki framan í læri sem fór ekki þannig ég tók enga sénsa. Ég held að ég sé ekki tognaður og býst ekki við að þetta sé alvarlegt,“ sagði Ingvar í samtali við Vísi í dag. Hann segist ekki hafa fundið fyrir eymslum í aðdraganda leiksins. „Alls ekki. Þetta kom bara allt í einu í seinni hálfleik. Ég var bara ferskur og góður þannig var mjög óvænt og ég hef aldrei lent í þannig ég ákvað að taka enga sénsa.“ Ingvar hittir sjúkraþjálfara seinna í dag. Hann gerir fastlega ráð fyrir því að vera klár fyrir næsta leik Víkings sem er gegn FH á sunnudaginn. „Ég býst ekki við að þetta sé langur tími. Stefnan er að vera klár í næsta leik,“ sagði Ingvar. Víkingur er á toppi Bestu deildarinnar með tíu stig líkt og Vestri og Breiðablik. Ingvar segir að Víkingar séu ágætlega sáttir með byrjunina á tímabilinu. „Þetta hefur verið upp og ofan. Við þurftum að koma okkur í gang eftir tapið í Eyjum og fyrir Aftureldingu. Þetta var smá sjokk fyrir liðið,“ sagði Ingvar. „Menn eru tjaslast saman. Stórir og mikilvægir leikmenn hafa verið á meiðslalistanum en ég hef trú á að við náum að stilla saman strengina aftur og spila betur. Það er gríðarleg breidd í liðinu og menn sem hafa komið inn hafa staðið sig gríðarlega vel. En auðvitað eru þetta stór högg, eins og með Aron Elís Þrándarson og fleiri. Þetta hefur reynt á hópinn en á heildina litið hefur þetta verið allt í lagi og við erum bjartsýnir fyrir framhaldið.“ Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka Sjá meira
Eftir þrjá leiki í röð án sigurs í deild og bikar vann Víkingur 3-2 sigur á Fram í Víkinni í gær. Ingvar fór af velli þegar þrettán mínútur voru eftir, í stöðunni 2-1. Pálmi Rafn Arinbjörnsson tók stöðu hans. „Þetta var bara einhver stífleiki framan í læri sem fór ekki þannig ég tók enga sénsa. Ég held að ég sé ekki tognaður og býst ekki við að þetta sé alvarlegt,“ sagði Ingvar í samtali við Vísi í dag. Hann segist ekki hafa fundið fyrir eymslum í aðdraganda leiksins. „Alls ekki. Þetta kom bara allt í einu í seinni hálfleik. Ég var bara ferskur og góður þannig var mjög óvænt og ég hef aldrei lent í þannig ég ákvað að taka enga sénsa.“ Ingvar hittir sjúkraþjálfara seinna í dag. Hann gerir fastlega ráð fyrir því að vera klár fyrir næsta leik Víkings sem er gegn FH á sunnudaginn. „Ég býst ekki við að þetta sé langur tími. Stefnan er að vera klár í næsta leik,“ sagði Ingvar. Víkingur er á toppi Bestu deildarinnar með tíu stig líkt og Vestri og Breiðablik. Ingvar segir að Víkingar séu ágætlega sáttir með byrjunina á tímabilinu. „Þetta hefur verið upp og ofan. Við þurftum að koma okkur í gang eftir tapið í Eyjum og fyrir Aftureldingu. Þetta var smá sjokk fyrir liðið,“ sagði Ingvar. „Menn eru tjaslast saman. Stórir og mikilvægir leikmenn hafa verið á meiðslalistanum en ég hef trú á að við náum að stilla saman strengina aftur og spila betur. Það er gríðarleg breidd í liðinu og menn sem hafa komið inn hafa staðið sig gríðarlega vel. En auðvitað eru þetta stór högg, eins og með Aron Elís Þrándarson og fleiri. Þetta hefur reynt á hópinn en á heildina litið hefur þetta verið allt í lagi og við erum bjartsýnir fyrir framhaldið.“
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka Sjá meira