Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið Atli Ísleifsson skrifar 6. maí 2025 14:25 Dregið hefur úr jarðskjálftavirkni við kvikuganginn. Myndin er tekin í síðasta gosi á Reykjanesskafa sem hófst 1. apríl og lauk skömmu síðar. Vísir/Anton Brink Landris hefur haldið áfram í Svartsengi en hraði þess fer þó hægt minnkandi. Miðað við hraða kvikusöfnunar síðustu vikur fara líkur á nýju eldgosi að aukast þegar líða fer á haustið. Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar þar sem fjallað er um stöðuna á Reykjanesskaga. Dregið hefur úr jarðskjálftavirkni við kvikuganginn og hefur hættumatskort verið uppfært og gildir til 20. maí að öllu óbreyttu. Fram kemur að aflögunargögn (GPS) sýni skýr merki um áframhaldandi landris í Svartsengi en að dragi hafi úr hraða þess undanfarnar vikur. „Vísindamenn hafa lagt mat á hvenær líkur á nýju kvikuhlaupi eða eldgosi muni aukast. Í því mati er gert ráð fyrir að sama magn af kviku þurfi að safnast undir Svartsengi og í fyrri atburðum á Sundhnúksgígaröðinni. Miðað við að hraði landris sem mælst hefur síðustu vikur haldist óbreyttur má gera megi ráð fyrir að líkur á nýju kvikuhlaupi eða eldgosi fari að aukast þegar nálgast haustið. Ef hraði á landrisi og þar með kvikusöfnunar undir Svartsengi breytist hefur það áhrif á þetta mat. Vísindamenn Veðurstofunnar vinna nú að endurskoðun á sviðsmyndum og leggja meðal annars mat á það hvort að áfram þurfi sama magn af kviku að safnast undir Svartsengi til að koma af stað nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi. Veðurstofan Breytingar á hraða landriss metinn út frá þróun milli vikna en ekki daga Aflögunargögn sem sýna landris sveiflast oft lítillega frá degi til dags, jafnvel þó undirliggjandi kvikuinnstreymi sé stöðugt. Þessar daglegu sveiflur geta orsakast af veðri, skekkjum í mælingum eða öðrum náttúrulegum þáttum sem hafa lítil áhrif á heildarmyndina. Ef aðeins er skoðað stutt tímabil í einu þá gæti það gefið ranga mynd af því hvort landris sé að aukast eða minnka. Því er mikilvægt að greina þróunina yfir viku eða lengra tímabil til að fá raunhæfa mynd af því sem er að gerast. Því er mikilvægt er að túlka þessi gögn með hliðsjón af þróun yfir lengri tímabil fremur en að túlka mælingar frá einstaka GPS-punktum á milli daga. Jarðskjálftavirkni mælist áfram við kvikuganginn sem myndaðist 1. apríl en dregið hefur úr virkninni frá goslokum og hafa að meðaltali nokkrir tugir jarðskjálftar mælst á sólahring síðustu tvær vikur. Hættumatskort hefur verið uppfært og gildir til 20.maí að öllu óbreyttu. Ný fréttauppfærsla er sömuleiðis fyrirhuguð þann 20. maí,“ segir í tilkynningunni. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fleiri fréttir Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar þar sem fjallað er um stöðuna á Reykjanesskaga. Dregið hefur úr jarðskjálftavirkni við kvikuganginn og hefur hættumatskort verið uppfært og gildir til 20. maí að öllu óbreyttu. Fram kemur að aflögunargögn (GPS) sýni skýr merki um áframhaldandi landris í Svartsengi en að dragi hafi úr hraða þess undanfarnar vikur. „Vísindamenn hafa lagt mat á hvenær líkur á nýju kvikuhlaupi eða eldgosi muni aukast. Í því mati er gert ráð fyrir að sama magn af kviku þurfi að safnast undir Svartsengi og í fyrri atburðum á Sundhnúksgígaröðinni. Miðað við að hraði landris sem mælst hefur síðustu vikur haldist óbreyttur má gera megi ráð fyrir að líkur á nýju kvikuhlaupi eða eldgosi fari að aukast þegar nálgast haustið. Ef hraði á landrisi og þar með kvikusöfnunar undir Svartsengi breytist hefur það áhrif á þetta mat. Vísindamenn Veðurstofunnar vinna nú að endurskoðun á sviðsmyndum og leggja meðal annars mat á það hvort að áfram þurfi sama magn af kviku að safnast undir Svartsengi til að koma af stað nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi. Veðurstofan Breytingar á hraða landriss metinn út frá þróun milli vikna en ekki daga Aflögunargögn sem sýna landris sveiflast oft lítillega frá degi til dags, jafnvel þó undirliggjandi kvikuinnstreymi sé stöðugt. Þessar daglegu sveiflur geta orsakast af veðri, skekkjum í mælingum eða öðrum náttúrulegum þáttum sem hafa lítil áhrif á heildarmyndina. Ef aðeins er skoðað stutt tímabil í einu þá gæti það gefið ranga mynd af því hvort landris sé að aukast eða minnka. Því er mikilvægt að greina þróunina yfir viku eða lengra tímabil til að fá raunhæfa mynd af því sem er að gerast. Því er mikilvægt er að túlka þessi gögn með hliðsjón af þróun yfir lengri tímabil fremur en að túlka mælingar frá einstaka GPS-punktum á milli daga. Jarðskjálftavirkni mælist áfram við kvikuganginn sem myndaðist 1. apríl en dregið hefur úr virkninni frá goslokum og hafa að meðaltali nokkrir tugir jarðskjálftar mælst á sólahring síðustu tvær vikur. Hættumatskort hefur verið uppfært og gildir til 20.maí að öllu óbreyttu. Ný fréttauppfærsla er sömuleiðis fyrirhuguð þann 20. maí,“ segir í tilkynningunni.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fleiri fréttir Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Sjá meira