Viðskipti innlent

Rekstrar­stöðvun sé yfir­vofandi á Bakka

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Kísilmálmur er framleiddur af PCC á Bakka.
Kísilmálmur er framleiddur af PCC á Bakka. Vísir/Arnar

Rekstrarstöðvun er sögð yfirvofandi hjá kísilveri PCC BakkaSilicon á Húsavík á næstunni.

Þetta hefur Morgunblaðið eftir Kára Marís Guðmundssyni forstjóra fyrirtækisins sem framleiðir kísilmálm og selur til útlanda. Ástæða erfiðleikanna eru aðstæður á mörkuðum að sögn Kára, sem séu mjög erfiðar nú um stundir. 

Kári hefur þegar fundað með byggðaráði Norðurþings og gert grein fyrir stöðunni en hann segir í samtali við blaðið að ef ekkert breytist á næstu vikum sé ekkert annað í stöðunni en að klára það hráefni sem fyrir liggi og fara svo í einhversskonar rekstrarstöðvun, eins og hann orðar það. Hann tekur þó fram að endanleg ákvörðun um slíkt hafi enn ekki verið tekin en ítrekar að útlitið sé mjög dökkt. 

Á þessu ári hefur PCC BakkiSilicon þegar gengið í gegnum endurskipulagningu þar sem fækkað var um tuttugu stöðugildi í starfsmannahópnum en starfsmenn eru nú um 130 að því er segir í blaðinu. Einnig verða til afleidd störf á svæðinu þannig að ljóst er að lokun verksmiðjunnar myndi hafa mikil áhrif á rekstur sveitarfélagsins Norðurþings.


Tengdar fréttir

PCC á Bakka gæti dregið úr fram­leiðslu á nýju ári

PCC hefur nú til skoðunar að slökkva á öðrum ljósbogaofnanna í kísilverinu við Bakka við Skjálfandaflóa. Að sögn Gests Péturssonar, forstjóra PCC á Bakka, gætu verðþróun kísilmálms á heimsmarkaði og almenn efnahagsóvissa kallað á þá ákvörðun að draga úr framleiðslu. Engar uppsagnir starfsfólks eru fyrirhugaðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×