Viðsnúningur eftir krappan dans Auðun Georg Ólafsson skrifar 8. maí 2025 13:31 Verkefni sveitarstjórna víða um land eru fjölmörg en það er betra að eiga við þau þegar reksturinn fer sannarlega batnandi segir Jón Björn Hákonarson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fjarðarbyggð Rekstur sveitarfélaga virðist með miklum ágætum ef marka má nýjustu uppgjör þeirra flestra fyrir árið 2024. Jón Björn Hákonarson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir þetta kærkomið eftir erfiðan, langan tíma. A-hluti Reykjavíkurborgar skilaði tæplega fimm milljarða króna afgangi í fyrra. Fram hefur komið að um er að ræða tæplega tíu milljarða viðsnúning frá 2023. Rekstur Kópavogsbæjar styrktist verulega árið 2024 og var afkoman sú besta í fjölda ára. Rekstrarafgangur samstæðu bæjarins var 4,5 milljarðar króna. Afkoma samstæðu Garðabæjar var jákvæð um rúmlega 1,1 milljarð króna í fyrra og sömu sögu er að segja af Reykjanesbæ. Þar er einnig 1,1 milljarður í afgang af rekstri bæjarsjóðs og er helsta ástæðan talin vera hærri útsvarstekjur. Rekstur Fjarðabyggðar reyndist jákvæður um rúman milljarð króna á síðasta ári þrátt fyrir loðnubrest, að því er Austurfrétt greinir frá. Töluverður afgangur eftir krappan dans Jón Björn Hákonarson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir um afar jákvæðan viðsnúning að ræða. „Við sjáum hjá þeim sveitarfélögum sem eru að ljúka umræðu um sína ársreikninga og birta sína afkomu að það er mjög jákvæður viðsnúningur. Sérstaklega ef horft er til áranna 2020-2022 þegar sveitarfélög voru eins og samfélagið í kröppum dansi í tengslum við covid. Með verðbólgu eru sveitarfélögin að ná viðspyrnu sem byggir á mikilli vinnu sveitarstjórna vítt og breitt um landið. Menn eru að skila töluverðum afgangi hjá Reykjavíkurborg, Kópavogi, Reykjanesbæ, Akureyri, Vestmannaeyjum og víðar. Það er afar jákvætt að sjá að þetta sé á réttri leið. Auðvitað hjálpar að verðbólgan er á niðurleið. Sveitarfélög hafa verið í ýmsum verkefnum sem hafa leitt til aukinna tekna. Þetta er kærkomið eftir erfiðan, langan tíma. Nú er verkefnið að horfa til ársins í ár og næstu ára því það eru ýmsar áskoranir framundan fyrir sveitarfélögin.“ Fjárfestingar, skuldir og útsvar Umfangsmiklar fjárfestingar innviða bíða sveitarfélaga, að sögn Jóns, enda reka þau svipað stórt vegakerfi og ríkið. En hvað með skuldir sveitarfélaganna í ljósi bættrar rekstrarstöðu? „Allt hefur þetta áhrif. Við förum að sjá að skuldahlutfallið er að breytast mjög víða með auknum tekjum. Bæði eru sveitarfélög að greiða niður skuldir sínar og hugsanlega munu nokkur greiða skuldir sínar hraðar með bættum hag. Skuldahlutfallið mun taka breytingum samhliða þessu.“ Fer þá ekki að styttast í að það verði hægt að lækka útsvarið? „Það er alveg spurning en ég hef alltaf sagt að rekstur sveitarfélaga er fjölþættur með víðtæka þjónustu. Kröfur eru alltaf að aukast og við viljum gera vel við okkar íbúa. Sveitarfélögin í landinu standa mörg frammi fyrir því að fara í mikla innviðauppbyggingu samhliða fjölgun. Allt er þetta kostnaðarsamt. Við erum með húsnæði undir okkar starfsemi sem kallar á viðhald og fleira. Verkefnin eru fjölmörg en það er betra að eiga við þau þegar reksturinn fer sannarlega batnandi.“ Rekstur hins opinbera Uppgjör og ársreikningar Kópavogur Garðabær Reykjanesbær Fjarðabyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
A-hluti Reykjavíkurborgar skilaði tæplega fimm milljarða króna afgangi í fyrra. Fram hefur komið að um er að ræða tæplega tíu milljarða viðsnúning frá 2023. Rekstur Kópavogsbæjar styrktist verulega árið 2024 og var afkoman sú besta í fjölda ára. Rekstrarafgangur samstæðu bæjarins var 4,5 milljarðar króna. Afkoma samstæðu Garðabæjar var jákvæð um rúmlega 1,1 milljarð króna í fyrra og sömu sögu er að segja af Reykjanesbæ. Þar er einnig 1,1 milljarður í afgang af rekstri bæjarsjóðs og er helsta ástæðan talin vera hærri útsvarstekjur. Rekstur Fjarðabyggðar reyndist jákvæður um rúman milljarð króna á síðasta ári þrátt fyrir loðnubrest, að því er Austurfrétt greinir frá. Töluverður afgangur eftir krappan dans Jón Björn Hákonarson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir um afar jákvæðan viðsnúning að ræða. „Við sjáum hjá þeim sveitarfélögum sem eru að ljúka umræðu um sína ársreikninga og birta sína afkomu að það er mjög jákvæður viðsnúningur. Sérstaklega ef horft er til áranna 2020-2022 þegar sveitarfélög voru eins og samfélagið í kröppum dansi í tengslum við covid. Með verðbólgu eru sveitarfélögin að ná viðspyrnu sem byggir á mikilli vinnu sveitarstjórna vítt og breitt um landið. Menn eru að skila töluverðum afgangi hjá Reykjavíkurborg, Kópavogi, Reykjanesbæ, Akureyri, Vestmannaeyjum og víðar. Það er afar jákvætt að sjá að þetta sé á réttri leið. Auðvitað hjálpar að verðbólgan er á niðurleið. Sveitarfélög hafa verið í ýmsum verkefnum sem hafa leitt til aukinna tekna. Þetta er kærkomið eftir erfiðan, langan tíma. Nú er verkefnið að horfa til ársins í ár og næstu ára því það eru ýmsar áskoranir framundan fyrir sveitarfélögin.“ Fjárfestingar, skuldir og útsvar Umfangsmiklar fjárfestingar innviða bíða sveitarfélaga, að sögn Jóns, enda reka þau svipað stórt vegakerfi og ríkið. En hvað með skuldir sveitarfélaganna í ljósi bættrar rekstrarstöðu? „Allt hefur þetta áhrif. Við förum að sjá að skuldahlutfallið er að breytast mjög víða með auknum tekjum. Bæði eru sveitarfélög að greiða niður skuldir sínar og hugsanlega munu nokkur greiða skuldir sínar hraðar með bættum hag. Skuldahlutfallið mun taka breytingum samhliða þessu.“ Fer þá ekki að styttast í að það verði hægt að lækka útsvarið? „Það er alveg spurning en ég hef alltaf sagt að rekstur sveitarfélaga er fjölþættur með víðtæka þjónustu. Kröfur eru alltaf að aukast og við viljum gera vel við okkar íbúa. Sveitarfélögin í landinu standa mörg frammi fyrir því að fara í mikla innviðauppbyggingu samhliða fjölgun. Allt er þetta kostnaðarsamt. Við erum með húsnæði undir okkar starfsemi sem kallar á viðhald og fleira. Verkefnin eru fjölmörg en það er betra að eiga við þau þegar reksturinn fer sannarlega batnandi.“
Rekstur hins opinbera Uppgjör og ársreikningar Kópavogur Garðabær Reykjanesbær Fjarðabyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira