Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. maí 2025 19:46 Sigurlið MS, sem er að fara að keppa til verðlauna í Aþenu í Grikklandi með hundaleikfangið sitt eru hér með rektor skólans. Þetta eru þau frá vinstri, Ketill Ágústsson, Selma Lísa Björgvinsdóttir, Helga Sigríður, rektor, Alma Ösp Óskarsdóttir, Birna Kolbrún Jóhannsdóttir og Aron Valur Gunnlaugsson. Magnús Hlynur Hreiðarsson Notaður tennisbolti, endurnýtt fiskinet og íslenskt þorskroð er nýjasta leikfang hunda og kallast „Urri“. Heiðurinn af leikfanginu eiga fimm nemendur í Menntaskólanum við Sund, sem unnu frumkvöðlakeppni hér heima og munu keppa fyrir Íslands hönd á alþjóðlegri frumkvöðlakeppni í Grikklandi í sumar. Hér erum við að tala um fimm hressa nemendur í skólanum á þriðja ári, sem voru að taka þátt í frumkvöðlakeppni framhaldsskóla á Íslandi á vegum JÁ ungra frumkvöðla en 16 skólar tóku þátt. Nemendurnir, sem stofnuðu fyrirtækið „Urri“ í tengslum við keppnina sigruðu hana í flokki fyrirtækja og var þar með kosið fyrirtæki ársins fyrir sjálfbærni, frumleika og endurnýtingu hráefnis. „Hérna er sem sagt varan sjálf, Urra hundaleikfangið. Þetta er gert úr fiskineti, notuðum tennisboltum, sem er hérna inn í og svo er þetta umvafið íslensku þorskroði,“ segir Selma Lísa Björgvinsdóttir, eina af nemendunum. „Við sjáum bara að það vantaði íslensk hundaleikföng, það er eiginlega allt innflutt, sem er í gæludýrabúðum. Þannig að okkur langaði til að búa til svona, sem er endurnýtt og íslenskt,“ segir Birna Kolbrún Jóhannsdóttir og Ketill Ágústsson bætir við. „Ég held að það sé bara allt innflutt öll hundaleikföng en auðvitað er til íslenskt hundanammi sjálfsagt,“ segir Ketill og bætir við. Hundar eru mjög ánægðir og hrifnir af nýja hundaleikfanginum frá nemendum MS.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Okkur langaði svo að tvinna þetta saman því þetta er í rauninni leikfang og líka nammi í leiðinni af því að við erum með þorskroðið á.“ „En út af því að við erum að vinna með matvæli svona utan um, sem þeir elska þá er líka lykt af leikfanginu, sem þeir finna út af næma lyktarskyninu en mannfólkið, þá er þetta spennandi til lengri tíma,“ segir Aron Valur Gunnlaugsson, einn af nemendunum. Nemendurnir segjast hafa fengið ótrúlega góð og jákvæð viðbrögð við urra hundabeininu og að það seljist vel í gegnum heimasíðuna þeirra, urri.is „Já núna erum við sem sagt á leiðinni til Aþenu þann 30. Júní, á förum við og erum að fara að taka þátt fyrir hönd Íslands í Evrópukeppni ungra frumkvöðla. Þannig að það verður mjög gaman“, segir Alma Ösp Óskarsdóttir, nemandi. Nemendurnir hafa lagt mikla vinnu á sig samhliða námi sínu að þróa nýja hundaleikfangið, sem er alls staðar að slá í gegn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rektor skólans, Helga Sigríður Þórsdóttir hrósar verðlauna nemendunum í hástert, sem von er. „Við erum náttúrulega bara ofsalega stolt af þessum hópi. Svo er náttúrulega alveg frábært að eiga líka sigurliðið, sem kemst í Evrópukeppni og mun sýna hvað þau hafa lært í MS þarna út í hinum stóra heimi, þannig að þetta er bara alveg frábært,“ segir Helga. Heimasíða Urra hundanammisins Dýr Hundar Framhaldsskólar Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Sjá meira
Hér erum við að tala um fimm hressa nemendur í skólanum á þriðja ári, sem voru að taka þátt í frumkvöðlakeppni framhaldsskóla á Íslandi á vegum JÁ ungra frumkvöðla en 16 skólar tóku þátt. Nemendurnir, sem stofnuðu fyrirtækið „Urri“ í tengslum við keppnina sigruðu hana í flokki fyrirtækja og var þar með kosið fyrirtæki ársins fyrir sjálfbærni, frumleika og endurnýtingu hráefnis. „Hérna er sem sagt varan sjálf, Urra hundaleikfangið. Þetta er gert úr fiskineti, notuðum tennisboltum, sem er hérna inn í og svo er þetta umvafið íslensku þorskroði,“ segir Selma Lísa Björgvinsdóttir, eina af nemendunum. „Við sjáum bara að það vantaði íslensk hundaleikföng, það er eiginlega allt innflutt, sem er í gæludýrabúðum. Þannig að okkur langaði til að búa til svona, sem er endurnýtt og íslenskt,“ segir Birna Kolbrún Jóhannsdóttir og Ketill Ágústsson bætir við. „Ég held að það sé bara allt innflutt öll hundaleikföng en auðvitað er til íslenskt hundanammi sjálfsagt,“ segir Ketill og bætir við. Hundar eru mjög ánægðir og hrifnir af nýja hundaleikfanginum frá nemendum MS.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Okkur langaði svo að tvinna þetta saman því þetta er í rauninni leikfang og líka nammi í leiðinni af því að við erum með þorskroðið á.“ „En út af því að við erum að vinna með matvæli svona utan um, sem þeir elska þá er líka lykt af leikfanginu, sem þeir finna út af næma lyktarskyninu en mannfólkið, þá er þetta spennandi til lengri tíma,“ segir Aron Valur Gunnlaugsson, einn af nemendunum. Nemendurnir segjast hafa fengið ótrúlega góð og jákvæð viðbrögð við urra hundabeininu og að það seljist vel í gegnum heimasíðuna þeirra, urri.is „Já núna erum við sem sagt á leiðinni til Aþenu þann 30. Júní, á förum við og erum að fara að taka þátt fyrir hönd Íslands í Evrópukeppni ungra frumkvöðla. Þannig að það verður mjög gaman“, segir Alma Ösp Óskarsdóttir, nemandi. Nemendurnir hafa lagt mikla vinnu á sig samhliða námi sínu að þróa nýja hundaleikfangið, sem er alls staðar að slá í gegn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rektor skólans, Helga Sigríður Þórsdóttir hrósar verðlauna nemendunum í hástert, sem von er. „Við erum náttúrulega bara ofsalega stolt af þessum hópi. Svo er náttúrulega alveg frábært að eiga líka sigurliðið, sem kemst í Evrópukeppni og mun sýna hvað þau hafa lært í MS þarna út í hinum stóra heimi, þannig að þetta er bara alveg frábært,“ segir Helga. Heimasíða Urra hundanammisins
Dýr Hundar Framhaldsskólar Mest lesið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fleiri fréttir Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Sjá meira