Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. maí 2025 19:46 Sigurlið MS, sem er að fara að keppa til verðlauna í Aþenu í Grikklandi með hundaleikfangið sitt eru hér með rektor skólans. Þetta eru þau frá vinstri, Ketill Ágústsson, Selma Lísa Björgvinsdóttir, Helga Sigríður, rektor, Alma Ösp Óskarsdóttir, Birna Kolbrún Jóhannsdóttir og Aron Valur Gunnlaugsson. Magnús Hlynur Hreiðarsson Notaður tennisbolti, endurnýtt fiskinet og íslenskt þorskroð er nýjasta leikfang hunda og kallast „Urri“. Heiðurinn af leikfanginu eiga fimm nemendur í Menntaskólanum við Sund, sem unnu frumkvöðlakeppni hér heima og munu keppa fyrir Íslands hönd á alþjóðlegri frumkvöðlakeppni í Grikklandi í sumar. Hér erum við að tala um fimm hressa nemendur í skólanum á þriðja ári, sem voru að taka þátt í frumkvöðlakeppni framhaldsskóla á Íslandi á vegum JÁ ungra frumkvöðla en 16 skólar tóku þátt. Nemendurnir, sem stofnuðu fyrirtækið „Urri“ í tengslum við keppnina sigruðu hana í flokki fyrirtækja og var þar með kosið fyrirtæki ársins fyrir sjálfbærni, frumleika og endurnýtingu hráefnis. „Hérna er sem sagt varan sjálf, Urra hundaleikfangið. Þetta er gert úr fiskineti, notuðum tennisboltum, sem er hérna inn í og svo er þetta umvafið íslensku þorskroði,“ segir Selma Lísa Björgvinsdóttir, eina af nemendunum. „Við sjáum bara að það vantaði íslensk hundaleikföng, það er eiginlega allt innflutt, sem er í gæludýrabúðum. Þannig að okkur langaði til að búa til svona, sem er endurnýtt og íslenskt,“ segir Birna Kolbrún Jóhannsdóttir og Ketill Ágústsson bætir við. „Ég held að það sé bara allt innflutt öll hundaleikföng en auðvitað er til íslenskt hundanammi sjálfsagt,“ segir Ketill og bætir við. Hundar eru mjög ánægðir og hrifnir af nýja hundaleikfanginum frá nemendum MS.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Okkur langaði svo að tvinna þetta saman því þetta er í rauninni leikfang og líka nammi í leiðinni af því að við erum með þorskroðið á.“ „En út af því að við erum að vinna með matvæli svona utan um, sem þeir elska þá er líka lykt af leikfanginu, sem þeir finna út af næma lyktarskyninu en mannfólkið, þá er þetta spennandi til lengri tíma,“ segir Aron Valur Gunnlaugsson, einn af nemendunum. Nemendurnir segjast hafa fengið ótrúlega góð og jákvæð viðbrögð við urra hundabeininu og að það seljist vel í gegnum heimasíðuna þeirra, urri.is „Já núna erum við sem sagt á leiðinni til Aþenu þann 30. Júní, á förum við og erum að fara að taka þátt fyrir hönd Íslands í Evrópukeppni ungra frumkvöðla. Þannig að það verður mjög gaman“, segir Alma Ösp Óskarsdóttir, nemandi. Nemendurnir hafa lagt mikla vinnu á sig samhliða námi sínu að þróa nýja hundaleikfangið, sem er alls staðar að slá í gegn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rektor skólans, Helga Sigríður Þórsdóttir hrósar verðlauna nemendunum í hástert, sem von er. „Við erum náttúrulega bara ofsalega stolt af þessum hópi. Svo er náttúrulega alveg frábært að eiga líka sigurliðið, sem kemst í Evrópukeppni og mun sýna hvað þau hafa lært í MS þarna út í hinum stóra heimi, þannig að þetta er bara alveg frábært,“ segir Helga. Heimasíða Urra hundanammisins Dýr Hundar Framhaldsskólar Mest lesið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Fleiri fréttir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Sjá meira
Hér erum við að tala um fimm hressa nemendur í skólanum á þriðja ári, sem voru að taka þátt í frumkvöðlakeppni framhaldsskóla á Íslandi á vegum JÁ ungra frumkvöðla en 16 skólar tóku þátt. Nemendurnir, sem stofnuðu fyrirtækið „Urri“ í tengslum við keppnina sigruðu hana í flokki fyrirtækja og var þar með kosið fyrirtæki ársins fyrir sjálfbærni, frumleika og endurnýtingu hráefnis. „Hérna er sem sagt varan sjálf, Urra hundaleikfangið. Þetta er gert úr fiskineti, notuðum tennisboltum, sem er hérna inn í og svo er þetta umvafið íslensku þorskroði,“ segir Selma Lísa Björgvinsdóttir, eina af nemendunum. „Við sjáum bara að það vantaði íslensk hundaleikföng, það er eiginlega allt innflutt, sem er í gæludýrabúðum. Þannig að okkur langaði til að búa til svona, sem er endurnýtt og íslenskt,“ segir Birna Kolbrún Jóhannsdóttir og Ketill Ágústsson bætir við. „Ég held að það sé bara allt innflutt öll hundaleikföng en auðvitað er til íslenskt hundanammi sjálfsagt,“ segir Ketill og bætir við. Hundar eru mjög ánægðir og hrifnir af nýja hundaleikfanginum frá nemendum MS.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Okkur langaði svo að tvinna þetta saman því þetta er í rauninni leikfang og líka nammi í leiðinni af því að við erum með þorskroðið á.“ „En út af því að við erum að vinna með matvæli svona utan um, sem þeir elska þá er líka lykt af leikfanginu, sem þeir finna út af næma lyktarskyninu en mannfólkið, þá er þetta spennandi til lengri tíma,“ segir Aron Valur Gunnlaugsson, einn af nemendunum. Nemendurnir segjast hafa fengið ótrúlega góð og jákvæð viðbrögð við urra hundabeininu og að það seljist vel í gegnum heimasíðuna þeirra, urri.is „Já núna erum við sem sagt á leiðinni til Aþenu þann 30. Júní, á förum við og erum að fara að taka þátt fyrir hönd Íslands í Evrópukeppni ungra frumkvöðla. Þannig að það verður mjög gaman“, segir Alma Ösp Óskarsdóttir, nemandi. Nemendurnir hafa lagt mikla vinnu á sig samhliða námi sínu að þróa nýja hundaleikfangið, sem er alls staðar að slá í gegn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rektor skólans, Helga Sigríður Þórsdóttir hrósar verðlauna nemendunum í hástert, sem von er. „Við erum náttúrulega bara ofsalega stolt af þessum hópi. Svo er náttúrulega alveg frábært að eiga líka sigurliðið, sem kemst í Evrópukeppni og mun sýna hvað þau hafa lært í MS þarna út í hinum stóra heimi, þannig að þetta er bara alveg frábært,“ segir Helga. Heimasíða Urra hundanammisins
Dýr Hundar Framhaldsskólar Mest lesið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Fleiri fréttir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Sjá meira