Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. maí 2025 19:46 Sigurlið MS, sem er að fara að keppa til verðlauna í Aþenu í Grikklandi með hundaleikfangið sitt eru hér með rektor skólans. Þetta eru þau frá vinstri, Ketill Ágústsson, Selma Lísa Björgvinsdóttir, Helga Sigríður, rektor, Alma Ösp Óskarsdóttir, Birna Kolbrún Jóhannsdóttir og Aron Valur Gunnlaugsson. Magnús Hlynur Hreiðarsson Notaður tennisbolti, endurnýtt fiskinet og íslenskt þorskroð er nýjasta leikfang hunda og kallast „Urri“. Heiðurinn af leikfanginu eiga fimm nemendur í Menntaskólanum við Sund, sem unnu frumkvöðlakeppni hér heima og munu keppa fyrir Íslands hönd á alþjóðlegri frumkvöðlakeppni í Grikklandi í sumar. Hér erum við að tala um fimm hressa nemendur í skólanum á þriðja ári, sem voru að taka þátt í frumkvöðlakeppni framhaldsskóla á Íslandi á vegum JÁ ungra frumkvöðla en 16 skólar tóku þátt. Nemendurnir, sem stofnuðu fyrirtækið „Urri“ í tengslum við keppnina sigruðu hana í flokki fyrirtækja og var þar með kosið fyrirtæki ársins fyrir sjálfbærni, frumleika og endurnýtingu hráefnis. „Hérna er sem sagt varan sjálf, Urra hundaleikfangið. Þetta er gert úr fiskineti, notuðum tennisboltum, sem er hérna inn í og svo er þetta umvafið íslensku þorskroði,“ segir Selma Lísa Björgvinsdóttir, eina af nemendunum. „Við sjáum bara að það vantaði íslensk hundaleikföng, það er eiginlega allt innflutt, sem er í gæludýrabúðum. Þannig að okkur langaði til að búa til svona, sem er endurnýtt og íslenskt,“ segir Birna Kolbrún Jóhannsdóttir og Ketill Ágústsson bætir við. „Ég held að það sé bara allt innflutt öll hundaleikföng en auðvitað er til íslenskt hundanammi sjálfsagt,“ segir Ketill og bætir við. Hundar eru mjög ánægðir og hrifnir af nýja hundaleikfanginum frá nemendum MS.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Okkur langaði svo að tvinna þetta saman því þetta er í rauninni leikfang og líka nammi í leiðinni af því að við erum með þorskroðið á.“ „En út af því að við erum að vinna með matvæli svona utan um, sem þeir elska þá er líka lykt af leikfanginu, sem þeir finna út af næma lyktarskyninu en mannfólkið, þá er þetta spennandi til lengri tíma,“ segir Aron Valur Gunnlaugsson, einn af nemendunum. Nemendurnir segjast hafa fengið ótrúlega góð og jákvæð viðbrögð við urra hundabeininu og að það seljist vel í gegnum heimasíðuna þeirra, urri.is „Já núna erum við sem sagt á leiðinni til Aþenu þann 30. Júní, á förum við og erum að fara að taka þátt fyrir hönd Íslands í Evrópukeppni ungra frumkvöðla. Þannig að það verður mjög gaman“, segir Alma Ösp Óskarsdóttir, nemandi. Nemendurnir hafa lagt mikla vinnu á sig samhliða námi sínu að þróa nýja hundaleikfangið, sem er alls staðar að slá í gegn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rektor skólans, Helga Sigríður Þórsdóttir hrósar verðlauna nemendunum í hástert, sem von er. „Við erum náttúrulega bara ofsalega stolt af þessum hópi. Svo er náttúrulega alveg frábært að eiga líka sigurliðið, sem kemst í Evrópukeppni og mun sýna hvað þau hafa lært í MS þarna út í hinum stóra heimi, þannig að þetta er bara alveg frábært,“ segir Helga. Heimasíða Urra hundanammisins Dýr Hundar Framhaldsskólar Mest lesið Munur er á manviti og mannviti Menning Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Lífið Fékk veipeitrun Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Tíska og hönnun Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Fleiri fréttir Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Sjá meira
Hér erum við að tala um fimm hressa nemendur í skólanum á þriðja ári, sem voru að taka þátt í frumkvöðlakeppni framhaldsskóla á Íslandi á vegum JÁ ungra frumkvöðla en 16 skólar tóku þátt. Nemendurnir, sem stofnuðu fyrirtækið „Urri“ í tengslum við keppnina sigruðu hana í flokki fyrirtækja og var þar með kosið fyrirtæki ársins fyrir sjálfbærni, frumleika og endurnýtingu hráefnis. „Hérna er sem sagt varan sjálf, Urra hundaleikfangið. Þetta er gert úr fiskineti, notuðum tennisboltum, sem er hérna inn í og svo er þetta umvafið íslensku þorskroði,“ segir Selma Lísa Björgvinsdóttir, eina af nemendunum. „Við sjáum bara að það vantaði íslensk hundaleikföng, það er eiginlega allt innflutt, sem er í gæludýrabúðum. Þannig að okkur langaði til að búa til svona, sem er endurnýtt og íslenskt,“ segir Birna Kolbrún Jóhannsdóttir og Ketill Ágústsson bætir við. „Ég held að það sé bara allt innflutt öll hundaleikföng en auðvitað er til íslenskt hundanammi sjálfsagt,“ segir Ketill og bætir við. Hundar eru mjög ánægðir og hrifnir af nýja hundaleikfanginum frá nemendum MS.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Okkur langaði svo að tvinna þetta saman því þetta er í rauninni leikfang og líka nammi í leiðinni af því að við erum með þorskroðið á.“ „En út af því að við erum að vinna með matvæli svona utan um, sem þeir elska þá er líka lykt af leikfanginu, sem þeir finna út af næma lyktarskyninu en mannfólkið, þá er þetta spennandi til lengri tíma,“ segir Aron Valur Gunnlaugsson, einn af nemendunum. Nemendurnir segjast hafa fengið ótrúlega góð og jákvæð viðbrögð við urra hundabeininu og að það seljist vel í gegnum heimasíðuna þeirra, urri.is „Já núna erum við sem sagt á leiðinni til Aþenu þann 30. Júní, á förum við og erum að fara að taka þátt fyrir hönd Íslands í Evrópukeppni ungra frumkvöðla. Þannig að það verður mjög gaman“, segir Alma Ösp Óskarsdóttir, nemandi. Nemendurnir hafa lagt mikla vinnu á sig samhliða námi sínu að þróa nýja hundaleikfangið, sem er alls staðar að slá í gegn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rektor skólans, Helga Sigríður Þórsdóttir hrósar verðlauna nemendunum í hástert, sem von er. „Við erum náttúrulega bara ofsalega stolt af þessum hópi. Svo er náttúrulega alveg frábært að eiga líka sigurliðið, sem kemst í Evrópukeppni og mun sýna hvað þau hafa lært í MS þarna út í hinum stóra heimi, þannig að þetta er bara alveg frábært,“ segir Helga. Heimasíða Urra hundanammisins
Dýr Hundar Framhaldsskólar Mest lesið Munur er á manviti og mannviti Menning Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Lífið Fékk veipeitrun Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Tíska og hönnun Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Fleiri fréttir Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Sjá meira