Innlent

Skjálfti upp á 3,1 við Herðu­breið

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Hér sést glitta í drottningu íslenskra fjalla en skjálftar eru algengir á svæðinu að sögn jarðfræðings.
Hér sést glitta í drottningu íslenskra fjalla en skjálftar eru algengir á svæðinu að sögn jarðfræðings. Vísir/Vilhelm

Jarðskjálfti af stærðinni 3,1 varð um 3,2 kílómetra norðnorðaustur af Herðubreið um hálf tíu í morgun.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá náttúruvárvakt Veðurstofunnar. Þar segir jafnframt að tveir minni skjálftar hafi fylgt í kjölfarið.

„Jarðskjálftar eru algengir á svæðinu. Síðast varð skjálfti af svipaðri stærð við Herðubreið í mars 2023,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×