Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 11. maí 2025 16:21 Frá vinstri: Mickey Diesel, Ash og Bones. Meðlimir BACA taka allir upp „road name“ sem þeir nota í störfum fyrir samtökin. Vísir Bikers against child abuse (BACA) eru alþjóðleg góðgerðarsamtök sem starfa í þeim tilgangi að búa börnum sem hafa orðið fyrir ofbeldi öruggara umhverfi. Íslandsarmur samtakanna starfar með vitund opinberra aðila og stofnana á borð við Kvennaathvarfið. Árlegur fjáröflunarakstur samtakanna verður á laugardaginn næstkomandi. Samtökin voru stofnuð í Utah í Bandaríkjunum árið 1995 af klínískum félagsráðgjafa sem hafði starfað í 20 ár með börnum sem höfðu mátt þola misnotkun eða ofbeldi. Ráðgjafinn var meðvitaður um hin ýmsu úrræði sem hið opinbera hafði upp á að bjóða fyrir börnin, en honum fannst vanta úrræði sem gæti tryggt öryggi barnsins allan sólarhringinn. Vinna með vitund lögreglu og barnaverndar Íslandsdeild samtakanna byrjaði árið 2014 en varð fullgildur meðlimur BACA árið 2016. Á heimasíðu neyðarlínunnar segir að til þess að falla að skilyrðum B.A.C.A. þurfi mál að hafa verið tilkynnt til lögreglu eða barnaverndar. Merki samtakanna.Vísir Þegar einhver verður meðlimur í samtökunum tekur hann upp viðurnefni (Road name) sem viðkomandi notar alfarið í störfum sínum fyrir samtökin. Ash, Bones, og Mickey Diesel eru félagar í samtökunum á Íslandi. Ash segir að samtökin snúist um að efla og styðja börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi. „Þetta eru börn þannig forráðarmaður verður að vera með í þessu. Þau senda hjálparbeiðni og þá fer barnatengiliður af stað, metur hvort málið sé tækt fyrir BACA og undirbýr aðkomu okkar ef við á.“ Í aðsetri samtakanna, litlum skúr.Vísir „Svo förum við í fyrstu heimsókn, þar sem við kynnum okkur fyrir barninu, og spyrjum hvort þau vilji að við komum inn í þeirra líf. Vilji börnin það fá þau svo að velja sér vesti og road name,“ segir Ash. Mál sem samtökin sinna eru flokkuð í tvo flokka, stig eitt og stig tvö, eða „Intervention level 1” og„Intervention level 2.“ Ash segir að stig eitt sé þegar börnin eru tekin inn í samtökin, börnum sé boðið upp á nærveru og félagsskap þegar þau óska eftir því og þar fram eftir götunum. Barnið fær svo tvo stuðningsfulltrúa frá samtökunum sem vinna náið með barninu, og barnið fær símanúmer þeirra beggja og getur haft beint samband við þá hvenær sem er sólarhrings. Vísir Ash segir að ákveðin athöfn fari af stað þegar börn eru boðin velkomin í hópinn. „Við mætum þá á fyrirfram ákveðinn stað, hittum barnið og fjölskylduna og afhendum vestið. Við bjóðum því svo að fara á rúnt á mótorhjóli og þeim er svo úthlutað þessum stuðningsfulltrúum. En ef barninu líst ekki á einhvern fultrúa er bara valinn nýr.“ Hafa fylgt börnum í réttarsal og skóla Stig tvö sé virkjað þegar raunveruleg ógn er til staðar. „Þá fer í gang aðgerðaráætlun, og við erum alltaf til staðar fyrir barnið,“ segir Mickey. Mickey segir að samtökin starfi með vitund opinberra aðila sem sinna þessum málum. Lögreglan vísi í sumum tilfellum á BACA, og eitt fyrsta mál samtakanna á Íslandi hafi til að mynda komið frá Kvennaathvarfinu árið 2016. Gamalt Ural mótorhjól í aðsetri samtakanna. Hjólið fer ekki í gang eins og sakir standa.Vísir Hann segir það hafa komið fyrir að börnum sé fylgt í réttarsal eða skóla. „Við höfum fylgt börnum í skóla ef það er umsátursástand, ef gerandinn er laus.” Þegar spurt er hversu margir séu í samtökunum er svarið á þá leið að aldrei megi spyrja mótorhjólasamtök að slíku. „Við erum fleiri en tíu en færri en hundrað. Það er svarið. Nógu margir en gætu verið fleiri,“ segir Mickey. Frá skúrnum þar sem samtökin hafa aðsetur.Vísir Árlegur fjáröflunarakstur á laugardaginn BACA fara árlega í 100 mílna fjáröflunarakstur sem yfirleitt er farinn á vorin. Stefnt er að því að aksturinn í ár verði laugardaginn næstkomandi 17. maí. Ferðin er hugsuð sem fjáröflunarleið fyrir samtökin, en þau sem taka þátt greiða vægt þátttökugjald sem rennur óskipt til samtakanna. Hver sem er getur tekið þátt í ferðinni. Samtökin eru skráð sem góðgerðarsamtök og öll vinna er sjálfboðaliðastarf. Mickey, Ash og Bones.Vísir Mickey segir að þátttakan í þessari árlegu ferð hafi verið allavegana í gegnum tíðina. „Þetta fer svolítið eftir veðrinu. Við höfum fæst fengið 3 - 4 með okkur. En í stærstu ferðinni okkar voru fleiri en 100 hjól. Við eigum mjög trygga stuðningsmenn sem koma hvernig sem viðrar,“ segir hann. Mickey segir að alltaf sé hægt að leggja samtökunum lið, og sumir styrki samtökin með beinum hætti. Þá standi samtökin að fleiri árlegum viðburðum. „Við höldum hjólaball á hverju ári í desember eða nóvember. Þá eru veitingar og það er trallað, sungið og spilað, og við dönsum í kringum hjólatréð. Svo höfum við verið með sumarhátíð líka og þetta hefur verið mjög vinsælt,“ segir Mickey Diesel. Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Fleiri fréttir „Ég myndi ekki óska mínum versta óvini að ganga í gegnum OCD“ Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Sjá meira
Samtökin voru stofnuð í Utah í Bandaríkjunum árið 1995 af klínískum félagsráðgjafa sem hafði starfað í 20 ár með börnum sem höfðu mátt þola misnotkun eða ofbeldi. Ráðgjafinn var meðvitaður um hin ýmsu úrræði sem hið opinbera hafði upp á að bjóða fyrir börnin, en honum fannst vanta úrræði sem gæti tryggt öryggi barnsins allan sólarhringinn. Vinna með vitund lögreglu og barnaverndar Íslandsdeild samtakanna byrjaði árið 2014 en varð fullgildur meðlimur BACA árið 2016. Á heimasíðu neyðarlínunnar segir að til þess að falla að skilyrðum B.A.C.A. þurfi mál að hafa verið tilkynnt til lögreglu eða barnaverndar. Merki samtakanna.Vísir Þegar einhver verður meðlimur í samtökunum tekur hann upp viðurnefni (Road name) sem viðkomandi notar alfarið í störfum sínum fyrir samtökin. Ash, Bones, og Mickey Diesel eru félagar í samtökunum á Íslandi. Ash segir að samtökin snúist um að efla og styðja börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi. „Þetta eru börn þannig forráðarmaður verður að vera með í þessu. Þau senda hjálparbeiðni og þá fer barnatengiliður af stað, metur hvort málið sé tækt fyrir BACA og undirbýr aðkomu okkar ef við á.“ Í aðsetri samtakanna, litlum skúr.Vísir „Svo förum við í fyrstu heimsókn, þar sem við kynnum okkur fyrir barninu, og spyrjum hvort þau vilji að við komum inn í þeirra líf. Vilji börnin það fá þau svo að velja sér vesti og road name,“ segir Ash. Mál sem samtökin sinna eru flokkuð í tvo flokka, stig eitt og stig tvö, eða „Intervention level 1” og„Intervention level 2.“ Ash segir að stig eitt sé þegar börnin eru tekin inn í samtökin, börnum sé boðið upp á nærveru og félagsskap þegar þau óska eftir því og þar fram eftir götunum. Barnið fær svo tvo stuðningsfulltrúa frá samtökunum sem vinna náið með barninu, og barnið fær símanúmer þeirra beggja og getur haft beint samband við þá hvenær sem er sólarhrings. Vísir Ash segir að ákveðin athöfn fari af stað þegar börn eru boðin velkomin í hópinn. „Við mætum þá á fyrirfram ákveðinn stað, hittum barnið og fjölskylduna og afhendum vestið. Við bjóðum því svo að fara á rúnt á mótorhjóli og þeim er svo úthlutað þessum stuðningsfulltrúum. En ef barninu líst ekki á einhvern fultrúa er bara valinn nýr.“ Hafa fylgt börnum í réttarsal og skóla Stig tvö sé virkjað þegar raunveruleg ógn er til staðar. „Þá fer í gang aðgerðaráætlun, og við erum alltaf til staðar fyrir barnið,“ segir Mickey. Mickey segir að samtökin starfi með vitund opinberra aðila sem sinna þessum málum. Lögreglan vísi í sumum tilfellum á BACA, og eitt fyrsta mál samtakanna á Íslandi hafi til að mynda komið frá Kvennaathvarfinu árið 2016. Gamalt Ural mótorhjól í aðsetri samtakanna. Hjólið fer ekki í gang eins og sakir standa.Vísir Hann segir það hafa komið fyrir að börnum sé fylgt í réttarsal eða skóla. „Við höfum fylgt börnum í skóla ef það er umsátursástand, ef gerandinn er laus.” Þegar spurt er hversu margir séu í samtökunum er svarið á þá leið að aldrei megi spyrja mótorhjólasamtök að slíku. „Við erum fleiri en tíu en færri en hundrað. Það er svarið. Nógu margir en gætu verið fleiri,“ segir Mickey. Frá skúrnum þar sem samtökin hafa aðsetur.Vísir Árlegur fjáröflunarakstur á laugardaginn BACA fara árlega í 100 mílna fjáröflunarakstur sem yfirleitt er farinn á vorin. Stefnt er að því að aksturinn í ár verði laugardaginn næstkomandi 17. maí. Ferðin er hugsuð sem fjáröflunarleið fyrir samtökin, en þau sem taka þátt greiða vægt þátttökugjald sem rennur óskipt til samtakanna. Hver sem er getur tekið þátt í ferðinni. Samtökin eru skráð sem góðgerðarsamtök og öll vinna er sjálfboðaliðastarf. Mickey, Ash og Bones.Vísir Mickey segir að þátttakan í þessari árlegu ferð hafi verið allavegana í gegnum tíðina. „Þetta fer svolítið eftir veðrinu. Við höfum fæst fengið 3 - 4 með okkur. En í stærstu ferðinni okkar voru fleiri en 100 hjól. Við eigum mjög trygga stuðningsmenn sem koma hvernig sem viðrar,“ segir hann. Mickey segir að alltaf sé hægt að leggja samtökunum lið, og sumir styrki samtökin með beinum hætti. Þá standi samtökin að fleiri árlegum viðburðum. „Við höldum hjólaball á hverju ári í desember eða nóvember. Þá eru veitingar og það er trallað, sungið og spilað, og við dönsum í kringum hjólatréð. Svo höfum við verið með sumarhátíð líka og þetta hefur verið mjög vinsælt,“ segir Mickey Diesel.
Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Fleiri fréttir „Ég myndi ekki óska mínum versta óvini að ganga í gegnum OCD“ Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Sjá meira