Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Jón Ísak Ragnarsson skrifar 11. maí 2025 11:35 Yfir 500 félagar sóttu landsþing Landsbjargar á Selfossi um helgina. Landsbjörg Slysavarnarfélagið Landsbjörg segir nauðsynlegt að rekstrar- og skattaumhverfi björgunarsveitanna sé ekki óhóflega íþyngjandi, og eðlilegt væri að veita þeim undanþágu frá virðisaukaskatti. Yfir 500 félagar sóttu landsþing Slysavarnarfélagsins Landsbjargar sem haldið var á Selfossi dagana 9. -10. maí. „Starfsemi björgunarsveita er óumdeilanlega þýðingarmikil í íslensku samfélagi. Á landinu eru starfræktar yfir 90 slíkar sveitir, sem mannaðar eru sjálfboðaliðum, er sinna margvíslegu björgunar- og slysavarnarstarfi,“ segir í ályktun Landsbjargar. Þar segir að í ljósi mikilvægis björgunarsveita og þeirra lykilhlutverki í almannavarna- og neyðarviðbragði sé nauðsynlegt að rekstrar- og skattaumhverfi þeirra sé skýrt og ekki óhóflega íþyngjandi. „Breyting þessi er til þess ætluð að hlúa að rekstri björgunarsveita og viðurkenndra heildarsamtaka þeirra með það að markmiði að umræddir aðilar geti sinnt sínu mikilvæga hlutverki um ókomna tíð líkt og systursamtök erlendis.“ „Slíkar undanþágur hafa þegar verið veittar á öðrum sviðum samfélagsins þegar sérstakar aðstæður réttlæta það, og því er eðlilegt að horft verði til sjálfboðaliða samtaka í hópi viðbragðsaðila og þeim veitt undanþága frá virðisaukaskatti vegna starfsemi sinnar,“ segir í ályktun. Landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar 2025.Landsbjörg Vilja tryggja viðbragðsaðilum húsnæði Þá var einnig skorað á stjórnvöld að tryggja Samhæfingarstöð Almannavarna og tengdum viðbragðsaðilum sameiginlegt húsnæði við hæfi sem allra fyrst. „Skipulag og rekstur samhæfingarstöðvar og tengdra viðbragðsaðila í sameiginlegu húsnæði eykur verulega skilvirkni og auðveldar samhæfingu viðbragða. Þegar viðbragðsaðilar deila aðstöðu skapast betri skilyrði fyrir samvinnu, miðlun upplýsinga og samræmdrar ákvarðanatöku í neyðartilvikum.“ Undanfarið hafi viðbragðsaðilar þurft að búa við dreifða starfsemi í ólíkum húsakynnum, meðal annars vegna viðgerða og ástands núverandi húsnæðis. „Þetta hefur skapað óæskilegar hindranir í daglegri starfsemi og dregið úr skilvirkni.“ Björgunarsveitir Skattar og tollar Félagasamtök Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Yfir 500 félagar sóttu landsþing Slysavarnarfélagsins Landsbjargar sem haldið var á Selfossi dagana 9. -10. maí. „Starfsemi björgunarsveita er óumdeilanlega þýðingarmikil í íslensku samfélagi. Á landinu eru starfræktar yfir 90 slíkar sveitir, sem mannaðar eru sjálfboðaliðum, er sinna margvíslegu björgunar- og slysavarnarstarfi,“ segir í ályktun Landsbjargar. Þar segir að í ljósi mikilvægis björgunarsveita og þeirra lykilhlutverki í almannavarna- og neyðarviðbragði sé nauðsynlegt að rekstrar- og skattaumhverfi þeirra sé skýrt og ekki óhóflega íþyngjandi. „Breyting þessi er til þess ætluð að hlúa að rekstri björgunarsveita og viðurkenndra heildarsamtaka þeirra með það að markmiði að umræddir aðilar geti sinnt sínu mikilvæga hlutverki um ókomna tíð líkt og systursamtök erlendis.“ „Slíkar undanþágur hafa þegar verið veittar á öðrum sviðum samfélagsins þegar sérstakar aðstæður réttlæta það, og því er eðlilegt að horft verði til sjálfboðaliða samtaka í hópi viðbragðsaðila og þeim veitt undanþága frá virðisaukaskatti vegna starfsemi sinnar,“ segir í ályktun. Landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar 2025.Landsbjörg Vilja tryggja viðbragðsaðilum húsnæði Þá var einnig skorað á stjórnvöld að tryggja Samhæfingarstöð Almannavarna og tengdum viðbragðsaðilum sameiginlegt húsnæði við hæfi sem allra fyrst. „Skipulag og rekstur samhæfingarstöðvar og tengdra viðbragðsaðila í sameiginlegu húsnæði eykur verulega skilvirkni og auðveldar samhæfingu viðbragða. Þegar viðbragðsaðilar deila aðstöðu skapast betri skilyrði fyrir samvinnu, miðlun upplýsinga og samræmdrar ákvarðanatöku í neyðartilvikum.“ Undanfarið hafi viðbragðsaðilar þurft að búa við dreifða starfsemi í ólíkum húsakynnum, meðal annars vegna viðgerða og ástands núverandi húsnæðis. „Þetta hefur skapað óæskilegar hindranir í daglegri starfsemi og dregið úr skilvirkni.“
Björgunarsveitir Skattar og tollar Félagasamtök Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira