Lífið

Ís­lendingarnir gleymdu mikil­vægu hrá­efni á lokadeginum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sindri fór mikinn í keppninni.
Sindri fór mikinn í keppninni.

Stjörnukokkurinn Sindri Guðbrandur Sigurðsson er búin að vinna nær öll verðlaun sem hægt er í matreiðsluheiminum á Íslandi, en markmið hans hefur frá upphafi ferilsins verið þátttaka í erfiðustu kokkakeppni heims, Bocuse d´Or í Frakklandi.

Undirbúningurinn stendur yfir mánuðum saman og útheimtir endalausa þolinmæði, tíma, peninga, blóð, svita og tár.

Sigrún Ósk Kristjánsdóttir elti Sindra út í keppnina sjálfa í þættinum Stóra stundin sem er á dagskrá á Stöð 2 á sunnudagskvöldum. Mikið stress er í kringum svona keppni sem haldin var í Lyon í Frakklandi. Sindri var með aðstoðarmenn sér við hlið, þá Hinrik Örn Halldórsson, Sigurjón Braga Geirsson og Þráinn Frey Vigfússon.

Á lokadeginum kom í ljós að mikilvægur kassi gleymdist í tveggja klukkustunda fjarlægð frá keppnishöllinni og því urðu menn að hafa hraðar hendur og bruna og sækja íslenska hráefnið, og vona að yfirdómarinn myndi samþykkja að nota máttu vörurnar.

Hér að neðan má sjá atriðið úr síðasta þætti af Stóru stundinni þegar stressið var sem mest.

Klippa: Gleymdu mikilvægu hráefni í erfiðistu kokkakeppni heims





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.