Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 14. maí 2025 13:11 Kári Sigurðsson er formaður Sameykis. Vísir/Samsett Formaður Sameykis segir fyrirtækið Heinemann, sem nýverið tók við rekstri fríhafnarverslana á Keflavíkurflugvelli, hyggjast þvinga starfsfólk verslana á flugvellinum til að fylgja kjarasamningum VR í stað Sameykis. Sú ákvörðun sé brot á íslenskum lögum og Mannréttindasáttmála Evrópu. Í bréfi til félagsfólks Sameykis kemur fram að Sameyki hafi séð um gerð kjarasamninga fyrir starfsfólk verslananna frá árinu 1958. Þýska fyrirtækið Heinemann komi til með að taka yfir rekstur fríhafnarverslana og stefna á að gera frekar samning við VR. „Sameyki óskaði ítrekað eftir fundi með fyrirsvarsmönnum Heinemann til að ræða réttindi félagsfólks og haldinn var fundur á skrifstofu lögmanna Heinemann þann 15. apríl sl. Á fundinum var ljóst að Heinemann vildi komast undan kjarasamningi Sameykis,“ stendur í bréfinu sem undirritað er af Kári Sigurðssyni, formanni Sameykis. Á fundinum hafi einnig komið fram að forsvarsmenn Heinemann hyggjast gera kjarasamninga við VR og ætti nýráðið starfsfólk starfa eftir samningi þeirra á milli. Núverandi félagsfólk Sameykis fengi að velja hvort það haldi sig þar eða skipti yfir í VR. Samningur Sameykis myndi þó einungis gilda til 1. febrúar 2028 og þá eiga allir starfsmenn að fylgja kjarasamningum VR og Samtaka atvinnulífsins. „Þessi afstaða Heinemann sætir furðu þar sem það er grundvallarregla íslensks réttar að fólki sé frjálst að vera í því stéttarfélagi sem þeir kjósa,“ skrifar Kári. Ákvörðunin fari gegn stjórnarskrá Íslands Kári segir að ákvörðun Heinemann standist ekki lög þar sem Íslendingar hafa rétt á að velja sér stéttarfélag samkvæmt stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. „Lítur Sameyki svo á að um sé að ræða stórfellt inngrip í stjórnarskrárvarinn rétt núverandi og tilvonandi starfsfólks Heinemanns til aðildar að Sameyki og jafnframt samningsréttar starfsfólks um sín eigin kjör og mun Sameyki gera allt til að gæta að réttindum ykkar samkvæmt kjarasamningi og samkvæmt lögum.“ Þá vakni upp spurningar um réttindi félagsfólks og samningsumboð Sameykis. Óvíst er hvort starfsfólk Heinemann hafi veitt VR sérstakt umboð til þess að semja við fyrirtækið og Samtök atvinnulífsins um gerð kjarasamningsins. „Heinemann virðist því hafa tekið einhliða ákvörðun um að semja við VR og þessir aðilar hafa ákveðið sín á milli að kjarasamningur VR verði eini kjarasamningurinn sem gildi eftir 1. febrúar 2028,“ skrifar Kári. Ekki hafi verði framkvæmdur samanburður á réttindum félagsfólks VR og Sameykis og starfsfólk ekki upplýst um hvort réttindi þeirra hjá stéttarfélögunum séu sambærileg. Ekki fyrsta gagnrýnin á hendur Heinemann Þetta er ekki í fyrsta skipti sem aðferðir Heinemann hafa verið gagnrýndar. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir íslenska framleiðendur á milli steins og sleggju vegna krafa rekstraraðilans. Hann lýsti því að forsvarsmenn Heinemann hefðu haft samband við íslenska framleiðendur sem selji vörur sínar í verslunum flugvallarins og krafist þess að framleiðendurnir lækkuðu verð sitt verulega. Annars væri óvíst hvort þeir fengju að selja vörurnar sínar á Keflavíkurflugvelli. „Ef þeir ganga að þeim eru tekjurnar þeirra mögulega að lækka um tugi prósenta. Ef þeir ganga ekki að þeim eru þeir að missa útsölustaðinn fyrir kannski meiripartinn af sinni framleiðslu. Þannig þetta er ömurleg staða og fyrirtækin milli steins og sleggju,“ segir Ólafur í viðtali um málið. Kjaramál Keflavíkurflugvöllur Stéttarfélög Verslun Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira
Í bréfi til félagsfólks Sameykis kemur fram að Sameyki hafi séð um gerð kjarasamninga fyrir starfsfólk verslananna frá árinu 1958. Þýska fyrirtækið Heinemann komi til með að taka yfir rekstur fríhafnarverslana og stefna á að gera frekar samning við VR. „Sameyki óskaði ítrekað eftir fundi með fyrirsvarsmönnum Heinemann til að ræða réttindi félagsfólks og haldinn var fundur á skrifstofu lögmanna Heinemann þann 15. apríl sl. Á fundinum var ljóst að Heinemann vildi komast undan kjarasamningi Sameykis,“ stendur í bréfinu sem undirritað er af Kári Sigurðssyni, formanni Sameykis. Á fundinum hafi einnig komið fram að forsvarsmenn Heinemann hyggjast gera kjarasamninga við VR og ætti nýráðið starfsfólk starfa eftir samningi þeirra á milli. Núverandi félagsfólk Sameykis fengi að velja hvort það haldi sig þar eða skipti yfir í VR. Samningur Sameykis myndi þó einungis gilda til 1. febrúar 2028 og þá eiga allir starfsmenn að fylgja kjarasamningum VR og Samtaka atvinnulífsins. „Þessi afstaða Heinemann sætir furðu þar sem það er grundvallarregla íslensks réttar að fólki sé frjálst að vera í því stéttarfélagi sem þeir kjósa,“ skrifar Kári. Ákvörðunin fari gegn stjórnarskrá Íslands Kári segir að ákvörðun Heinemann standist ekki lög þar sem Íslendingar hafa rétt á að velja sér stéttarfélag samkvæmt stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. „Lítur Sameyki svo á að um sé að ræða stórfellt inngrip í stjórnarskrárvarinn rétt núverandi og tilvonandi starfsfólks Heinemanns til aðildar að Sameyki og jafnframt samningsréttar starfsfólks um sín eigin kjör og mun Sameyki gera allt til að gæta að réttindum ykkar samkvæmt kjarasamningi og samkvæmt lögum.“ Þá vakni upp spurningar um réttindi félagsfólks og samningsumboð Sameykis. Óvíst er hvort starfsfólk Heinemann hafi veitt VR sérstakt umboð til þess að semja við fyrirtækið og Samtök atvinnulífsins um gerð kjarasamningsins. „Heinemann virðist því hafa tekið einhliða ákvörðun um að semja við VR og þessir aðilar hafa ákveðið sín á milli að kjarasamningur VR verði eini kjarasamningurinn sem gildi eftir 1. febrúar 2028,“ skrifar Kári. Ekki hafi verði framkvæmdur samanburður á réttindum félagsfólks VR og Sameykis og starfsfólk ekki upplýst um hvort réttindi þeirra hjá stéttarfélögunum séu sambærileg. Ekki fyrsta gagnrýnin á hendur Heinemann Þetta er ekki í fyrsta skipti sem aðferðir Heinemann hafa verið gagnrýndar. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir íslenska framleiðendur á milli steins og sleggju vegna krafa rekstraraðilans. Hann lýsti því að forsvarsmenn Heinemann hefðu haft samband við íslenska framleiðendur sem selji vörur sínar í verslunum flugvallarins og krafist þess að framleiðendurnir lækkuðu verð sitt verulega. Annars væri óvíst hvort þeir fengju að selja vörurnar sínar á Keflavíkurflugvelli. „Ef þeir ganga að þeim eru tekjurnar þeirra mögulega að lækka um tugi prósenta. Ef þeir ganga ekki að þeim eru þeir að missa útsölustaðinn fyrir kannski meiripartinn af sinni framleiðslu. Þannig þetta er ömurleg staða og fyrirtækin milli steins og sleggju,“ segir Ólafur í viðtali um málið.
Kjaramál Keflavíkurflugvöllur Stéttarfélög Verslun Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira