„Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. maí 2025 13:00 Grímseyingar finna fyrir skjálftunum, en eru þó misskelkaðir. Akureyrarbær/Auðunn Níelsson Grímseyingar hafa fundið vel fyrir stórum skjálftum sem riðið hafa yfir skammt frá eyjunni síðustu daga. Þó hafa engar skemmdir orðið. Að sögn íbúa er mikil gósentíð í eyjunni um þessar mundir. Jarðskjálfti, sem reyndist 4,9 að stærð, reið yfir þrettán kílómetra austur af Grímsey á sjötta tímanum í morgun. Aðfaranótt þriðjudags mældist skjálfti á sömu slóðum, 4,7 að stærð. Fólk snúi sér á hliðina og sofni aftur Anna María Sigvaldadóttir, íbúi í Grímsey, segir fólk hafa fundið vel fyrir skjálftunum. „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur, svo bara líður þetta hjá og maður spáir ekkert þannig lagað meira í þessu,“ segir Anna María. Þið látið ykkur fátt um finnast, fólk er ekki óttaslegið? „Nei, þetta er svo sem ekki í fyrsta skiptið sem þetta gerist. Þetta gerist reglulega.“ Eftirskjálftar með deginum Fólk sé þó misskelkað, eðli málsins samkvæmt. „Það hefur ekki verið að hristast í skápum, eða allavega ekki hérna hjá mér. Maður bara vaknaði upp í nótt og fyrrinótt, en svo bara snýr maður sér á hina og reynir að sofna aftur.“ Anna María Sigvaldadóttir hefur búið í Grímsey um áratugaskeið. Nokkuð hafi verið um minni eftirskjálfta. „Það kom núna einn bara rétt áðan upp á þrjá komma eitthvað, sá ég á veður.is. Svo eru að koma einhverjir minni og við hérna í mínu húsi finnum þá ekki. Það getur vel verið að þeir finnist á öðrum stöðum. Það er misjafnt hvað finnst á milli húsa.“ Fólk fullmeðvitað Náttúruvársérfræðingur sem fréttastofa ræddi við í morgun sagði að skjálftar á svæðinu geti orðið allt að sex að stærð. Anna María segir íbúa vel meðvitaða. „Maður er ekkert með hangandi mynd yfir rúminu hjá sér, einhverjar styttur eða eitthvað sem getur dottið, svona fyrir ofan þar sem maður situr.“ Um fjörutíu manns séu í eyjunni sem stendur, og hafi notið rjómablíðu síðustu daga. „Eggjatíminn er á fullu þannig að það er allt í blóma. Gott fiskerí í gær. Lífið heldur áfram sinn vanagang,“ segir Anna María. Grímsey Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Jarðskjálfti, sem mældist 5,0 að stærð við fyrsta mat, varð rétt austan við Grímsey í nótt, klukkan 5:20. 14. maí 2025 06:22 Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Fleiri en þrjú hundruð eftirskjálftar hafa mælst við Grímsey frá því stór skjálfti varð þar í nótt. Rétt rúmlega fjögur í nætt mældist 4,7 stiga jarðskjálfti rétt austan við Grímsey og mun hann hafa fundist víða á Norðurlandi. 13. maí 2025 09:32 Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Jarðskjálfti, sem mælst hefur 4.7 að stærð, varð í nótt rétt austan við Grímsey. Í kjölfar hans urðu nokkrir eftirskjálftar sem fóru upp í 3.5 að stærð. 13. maí 2025 06:19 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Sjá meira
Jarðskjálfti, sem reyndist 4,9 að stærð, reið yfir þrettán kílómetra austur af Grímsey á sjötta tímanum í morgun. Aðfaranótt þriðjudags mældist skjálfti á sömu slóðum, 4,7 að stærð. Fólk snúi sér á hliðina og sofni aftur Anna María Sigvaldadóttir, íbúi í Grímsey, segir fólk hafa fundið vel fyrir skjálftunum. „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur, svo bara líður þetta hjá og maður spáir ekkert þannig lagað meira í þessu,“ segir Anna María. Þið látið ykkur fátt um finnast, fólk er ekki óttaslegið? „Nei, þetta er svo sem ekki í fyrsta skiptið sem þetta gerist. Þetta gerist reglulega.“ Eftirskjálftar með deginum Fólk sé þó misskelkað, eðli málsins samkvæmt. „Það hefur ekki verið að hristast í skápum, eða allavega ekki hérna hjá mér. Maður bara vaknaði upp í nótt og fyrrinótt, en svo bara snýr maður sér á hina og reynir að sofna aftur.“ Anna María Sigvaldadóttir hefur búið í Grímsey um áratugaskeið. Nokkuð hafi verið um minni eftirskjálfta. „Það kom núna einn bara rétt áðan upp á þrjá komma eitthvað, sá ég á veður.is. Svo eru að koma einhverjir minni og við hérna í mínu húsi finnum þá ekki. Það getur vel verið að þeir finnist á öðrum stöðum. Það er misjafnt hvað finnst á milli húsa.“ Fólk fullmeðvitað Náttúruvársérfræðingur sem fréttastofa ræddi við í morgun sagði að skjálftar á svæðinu geti orðið allt að sex að stærð. Anna María segir íbúa vel meðvitaða. „Maður er ekkert með hangandi mynd yfir rúminu hjá sér, einhverjar styttur eða eitthvað sem getur dottið, svona fyrir ofan þar sem maður situr.“ Um fjörutíu manns séu í eyjunni sem stendur, og hafi notið rjómablíðu síðustu daga. „Eggjatíminn er á fullu þannig að það er allt í blóma. Gott fiskerí í gær. Lífið heldur áfram sinn vanagang,“ segir Anna María.
Grímsey Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Jarðskjálfti, sem mældist 5,0 að stærð við fyrsta mat, varð rétt austan við Grímsey í nótt, klukkan 5:20. 14. maí 2025 06:22 Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Fleiri en þrjú hundruð eftirskjálftar hafa mælst við Grímsey frá því stór skjálfti varð þar í nótt. Rétt rúmlega fjögur í nætt mældist 4,7 stiga jarðskjálfti rétt austan við Grímsey og mun hann hafa fundist víða á Norðurlandi. 13. maí 2025 09:32 Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Jarðskjálfti, sem mælst hefur 4.7 að stærð, varð í nótt rétt austan við Grímsey. Í kjölfar hans urðu nokkrir eftirskjálftar sem fóru upp í 3.5 að stærð. 13. maí 2025 06:19 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Sjá meira
Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Jarðskjálfti, sem mældist 5,0 að stærð við fyrsta mat, varð rétt austan við Grímsey í nótt, klukkan 5:20. 14. maí 2025 06:22
Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Fleiri en þrjú hundruð eftirskjálftar hafa mælst við Grímsey frá því stór skjálfti varð þar í nótt. Rétt rúmlega fjögur í nætt mældist 4,7 stiga jarðskjálfti rétt austan við Grímsey og mun hann hafa fundist víða á Norðurlandi. 13. maí 2025 09:32
Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Jarðskjálfti, sem mælst hefur 4.7 að stærð, varð í nótt rétt austan við Grímsey. Í kjölfar hans urðu nokkrir eftirskjálftar sem fóru upp í 3.5 að stærð. 13. maí 2025 06:19