Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. maí 2025 20:36 Pétur, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu og Einar Ágúst, formaður björgunarfélagsins á staðnum tóku fyrstu skóflustunguna að viðstöddum gestum, sem boðið var til athafnarinnar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Framkvæmdir eru nú að hefjast við byggingu björgunarmiðstöðvar á Flúðum þar sem slökkviliðið á staðnum og björgunarfélagið verða undir sama þaki. Húsið verður um 1200 fermetrar á stærð og á að verða tilbúið í desember næstkomandi. Það rigndi og rigndi þegar fyrsta skóflustungan að nýju björgunarmiðstöðinni við Iðjulóð á Flúðum var tekin nýlega af slökkviliðsstjóra Brunavarna Árnessýslu og formanni Björgunarfélagsins Eyvindar á Flúðum. Eftir skóflustunguna stytti strax upp, fólk fór að spjalla saman og svo var haldið í húsnæði slökkviliðsins á staðnum. „Þetta verður svona björgunarmiðstöð þar sem við erum saman í húsi og getum þá deilt ákveðnum hlutum, sem við vinnum með saman,“ segir Einar Ágúst Hjörleifsson, formaður Björgunarfélagsins Eyvindar. „Við erum í sitthvoru húsnæðinu hér á Flúðum eins og staðan hefur verið undanfarin ár og þarna erum við að gera ráð fyrir vaxtarmöguleikum enda er þetta vaxandi samfélag hér í uppsveitum Árnessýslu allt saman. Og við völdum dag í þetta þar sem engin hætta er á gróður eldum. Það rigndi eldi og brennisteini á meðan við stungum þessar holur okkar og drifum okkur svo hingað í skjól eins hratt og við gátum,” segir Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu. Samfélagið á Flúðum og þar með í Hrunamannahreppi er mjög vaxandi enda fjölgar og fjölgar nýjum íbúum í sveitarfélaginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Báðir eru þeir sammála um nauðsyn þess að hafa öflugt slökkvilið og björgunarsveit á Flúðum í góðu húsnæði með góðum tækjakosti, enda samfélagið allt mjög vaxandi í Hrunamannahreppi og í sveitarfélögunum þar í kring. Fjórtán starfa í slökkviliðinu á Flúðum. „Við erum auðvitað að hugsa um íbúa sýslunnar og vegfarendur því við sinnum auðvitað almennum björgunarstörfum varðandi klippur og annað og síðan auðvitað með vaxandi gróðri þá eykst gróðureldahætta og mjög mikilvægt að hér sé öflugt starf bæði björgunarsveita og slökkviliðs,” bætir Pétur við. Björgunarmiðstöðin verður límtréshús með steinullareiningum, sem Harri Kjartansson, húsasmíðameistari á Flúðum mun sjá um að reisa með sínu fólki. „Við ætlum að flytja inn í desember, það er allavega planið. Stærð hússins verður um 1200 fermetrar og það kostar helling af peningum”, segir Einar Ágúst. Aldís Hafsteinsdóttir, sveitarstjóri Hrunamannahrepps og Pétur slökkviliðsstjóri spjalla saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrunamannahreppur Björgunarsveitir Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Sjá meira
Það rigndi og rigndi þegar fyrsta skóflustungan að nýju björgunarmiðstöðinni við Iðjulóð á Flúðum var tekin nýlega af slökkviliðsstjóra Brunavarna Árnessýslu og formanni Björgunarfélagsins Eyvindar á Flúðum. Eftir skóflustunguna stytti strax upp, fólk fór að spjalla saman og svo var haldið í húsnæði slökkviliðsins á staðnum. „Þetta verður svona björgunarmiðstöð þar sem við erum saman í húsi og getum þá deilt ákveðnum hlutum, sem við vinnum með saman,“ segir Einar Ágúst Hjörleifsson, formaður Björgunarfélagsins Eyvindar. „Við erum í sitthvoru húsnæðinu hér á Flúðum eins og staðan hefur verið undanfarin ár og þarna erum við að gera ráð fyrir vaxtarmöguleikum enda er þetta vaxandi samfélag hér í uppsveitum Árnessýslu allt saman. Og við völdum dag í þetta þar sem engin hætta er á gróður eldum. Það rigndi eldi og brennisteini á meðan við stungum þessar holur okkar og drifum okkur svo hingað í skjól eins hratt og við gátum,” segir Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu. Samfélagið á Flúðum og þar með í Hrunamannahreppi er mjög vaxandi enda fjölgar og fjölgar nýjum íbúum í sveitarfélaginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Báðir eru þeir sammála um nauðsyn þess að hafa öflugt slökkvilið og björgunarsveit á Flúðum í góðu húsnæði með góðum tækjakosti, enda samfélagið allt mjög vaxandi í Hrunamannahreppi og í sveitarfélögunum þar í kring. Fjórtán starfa í slökkviliðinu á Flúðum. „Við erum auðvitað að hugsa um íbúa sýslunnar og vegfarendur því við sinnum auðvitað almennum björgunarstörfum varðandi klippur og annað og síðan auðvitað með vaxandi gróðri þá eykst gróðureldahætta og mjög mikilvægt að hér sé öflugt starf bæði björgunarsveita og slökkviliðs,” bætir Pétur við. Björgunarmiðstöðin verður límtréshús með steinullareiningum, sem Harri Kjartansson, húsasmíðameistari á Flúðum mun sjá um að reisa með sínu fólki. „Við ætlum að flytja inn í desember, það er allavega planið. Stærð hússins verður um 1200 fermetrar og það kostar helling af peningum”, segir Einar Ágúst. Aldís Hafsteinsdóttir, sveitarstjóri Hrunamannahrepps og Pétur slökkviliðsstjóri spjalla saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hrunamannahreppur Björgunarsveitir Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Sjá meira