Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Jakob Bjarnar skrifar 19. maí 2025 08:22 Halldóra Geirharðsdóttir sleppti takinu og hefur aldrei haft meira að gera. vísir/Eyþór Halldóra Geirharðsdóttir leikkona segist hafa viljað sleppa öllu öryggi þegar hún ákvað að segja upp í Borgarleikhúsinu eftir 30 ár. Halldóra, sem er gestur í nýjasta hlaðvarpi Sölvar Tryggvasonar. Hún segist finna sig vel í nýjum lífsstíl sem sjálfstætt starfandi einstaklingur, en hún sé enn að leita að hinum gullna meðalvegi í að taka ekki að sér of mörg verkefni: „Ég hef verið að skoða undanfarið hvernig ég vil hafa líf mitt og hvað ég vil gera. Ég er búin að segja upp í leikhúsinu eftir 30 ár og finnst frábært að lifa þessu „freelance“ lífi núna.“ Engin öryggislína þegar hún sagði upp samningi sínum Síðast þegar Halldóra sagði upp endaði það á að verða eins árs launalaust leyfi, en núna ákvað húna að segja alveg upp samningnum og láta ekki neitt bíða sín. „Ég vil ekki hafa neina öryggislínu sem bíður mín og ég finn að það að sleppa alveg örygginu leysir einhverja nýja orku úr læðingi. Ég er að æfa mig í að hlusta á hvar ég vil segja já og gera það sem mig langar að gera.“ Halldóra segist vera að gera fullt af skemmtilegum hlutum, en það komi stundum vikur þar sem er svo mikið á borðinu að hún hef aldrei haft jafnmikið að gera. „Kosturinn við þetta líf er að ég á „já-in“ og ég ræð hvað ég tek að mér, en ókosturinn getur verið að maður er tættur og er búinn að raða of miklu á dagskránna. Ég er enn að læra inn á að finna þetta gullna jafnvægi eftir að ég varð sjálfstætt starfandi.“ Halldóra, sem er ein reyndasta leikkona Íslands talar í þættinum um listina og það hvernig leikarar þurfa að finna leiðir til að endurnýja drifkraftinn þegar leikverk ganga vel: „Þegar erindið er mikið og maður er að byrja leiksýningu eða verk, getur maður gengið býsna lengi á erindinu. Fyrstu 20-30 sýningarnar getur maður gengið á erindinu og drifkrafturinn kemur þaðan. Það er ofboðslegt afl að eiga erindi og það gefur manni mikinn kraft. En þegar það tímabil er búið getur oft verið erfitt að finna innblásturinn og þá þarf maður að leita inn á við og finna leiðir til að endurnýja sig.“ Lét 244 Bubba-sýningar Halldóra þekkir þetta vel af eigin raun, meðal annars þegar hún lék 244 sýningar af leikverkinu 9 líf í Borgarleikhúsinu. „Spurningin sem ég þurfti að spyrja mig var hvernig ég gæti skilað jafn góðri frammistöðu þrátt fyrir líkamlegar og andlegar hindranir. Allir borga 13 þúsund kall fyrir miðann á sýninguna og eiga rétt á jafngóðri sýningu og frammistöðu frá mér.“ Halldóra segist stundum hafa þurft að finna leiðir til að tengjast þakklætinu og þar gátu ótrúlegustu hlutir orðið að liði, ef svo má segja. Fjölskyldan lagðist í tíu mánaða lærdómsríkt flakk um heiminn.vísir/Eyþór „Eins og í eitt skiptið þegar ég var á leiðinni á sýningu og sá árekstur á leiðinni. Þá fékk ég mikið þakklæti yfir því að vera á lífi og gat notað það sem innblástur til að finna innilegt þakklæti yfir því að fá að vinna þessa vinnu. Aðalatriðið er að finna leiðir til að komast í ferska uppsprettu af innblæstri og drifkrafti aftur og aftur þegar nýjabrumið er ekki lengur til staðar.“ Halldóra og Sölvi fara í þættinum yfir tímabilið þegar hún fór í heimsreisu með alla fjölskylduna, þar sem þau voru á flakki í rúma 10 mánuði. „Ég var svo heppin að vera með góðan þerapista á þessum tíma, sem hvatti mig til að láta verða af þessu. Ég áttaði mig á því að þetta væri heilbrigður draumur sem ég ætti að láta verða af. En það tók í raun 8 ár frá því að þessi hugmynd kviknaði og þar til hún varð að veruleika. Það var eiginlega ekki fyrr en ég kom út af skrifstofunni hjá leikhússtjóranum og hafði sagt upp tímabundið sem ég áttaði mig á því að þetta gæti orðið að veruleika.“ Lærdómsrík tíu mánaða heimsreisa Öll fjölskyldan tók tíu mánuði í að fara í heimsreisu og Halldóra segir það hafa verið stórkostlegt. Að borða allar máltíðir dagsins með börnunum sínum í nánast heilt ár og vera í svona miklum samvistum með þeim. „Fyrir vestrænar manneskjur er það alveg einstakt. Það var gaman fyrst að tékka í boxin, en svo náðum við að komast inn í þennan „slow travel“ fíling og þar fórum við að fá miklu meira út úr ferðinni.“ Halldóra segir það að hafa verið svona lengi frá sínu venjulega umhverfi strekki á tímaboganum og á einhverjum punkti nær maður því að raunverulega njóta þess að vera bara í núinu og lifa einn dag í einu. „Þegar við komum til frönsku Pólýnesíu í Kyrrahafinu fóru börnin aftur í skóla og þá fyrst hafði ég mikinn tíma þegar ég fór úr stöðugu mömmuhlutverki. Þá sat ég uppi með sjálfa mig og það var fyrst mikil angist þar sem mér fannst að ég ætti að vera á Íslandi að æfa einhver hlutverk eða vera að gera eitthvað.“ En svo fór Halldóra bara að hanga í hafinu og láta sér leiðast. Smám saman fór eitthvað mjög fallegt að gerast. „Ég var fyrst alltaf að rífa mig úr núinu, en þegar það var búið að hægja nógu mikið á mér gerðist allt í einu eitthvað kraftaverk.“ Hægt er að nálgast viðtalið við Halldóru og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is Hlaðvörp Podcast með Sölva Tryggva Leikhús Mest lesið Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Lífið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Lífið Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Lífið Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Lífið Fleiri fréttir Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ Sjá meira
„Ég hef verið að skoða undanfarið hvernig ég vil hafa líf mitt og hvað ég vil gera. Ég er búin að segja upp í leikhúsinu eftir 30 ár og finnst frábært að lifa þessu „freelance“ lífi núna.“ Engin öryggislína þegar hún sagði upp samningi sínum Síðast þegar Halldóra sagði upp endaði það á að verða eins árs launalaust leyfi, en núna ákvað húna að segja alveg upp samningnum og láta ekki neitt bíða sín. „Ég vil ekki hafa neina öryggislínu sem bíður mín og ég finn að það að sleppa alveg örygginu leysir einhverja nýja orku úr læðingi. Ég er að æfa mig í að hlusta á hvar ég vil segja já og gera það sem mig langar að gera.“ Halldóra segist vera að gera fullt af skemmtilegum hlutum, en það komi stundum vikur þar sem er svo mikið á borðinu að hún hef aldrei haft jafnmikið að gera. „Kosturinn við þetta líf er að ég á „já-in“ og ég ræð hvað ég tek að mér, en ókosturinn getur verið að maður er tættur og er búinn að raða of miklu á dagskránna. Ég er enn að læra inn á að finna þetta gullna jafnvægi eftir að ég varð sjálfstætt starfandi.“ Halldóra, sem er ein reyndasta leikkona Íslands talar í þættinum um listina og það hvernig leikarar þurfa að finna leiðir til að endurnýja drifkraftinn þegar leikverk ganga vel: „Þegar erindið er mikið og maður er að byrja leiksýningu eða verk, getur maður gengið býsna lengi á erindinu. Fyrstu 20-30 sýningarnar getur maður gengið á erindinu og drifkrafturinn kemur þaðan. Það er ofboðslegt afl að eiga erindi og það gefur manni mikinn kraft. En þegar það tímabil er búið getur oft verið erfitt að finna innblásturinn og þá þarf maður að leita inn á við og finna leiðir til að endurnýja sig.“ Lét 244 Bubba-sýningar Halldóra þekkir þetta vel af eigin raun, meðal annars þegar hún lék 244 sýningar af leikverkinu 9 líf í Borgarleikhúsinu. „Spurningin sem ég þurfti að spyrja mig var hvernig ég gæti skilað jafn góðri frammistöðu þrátt fyrir líkamlegar og andlegar hindranir. Allir borga 13 þúsund kall fyrir miðann á sýninguna og eiga rétt á jafngóðri sýningu og frammistöðu frá mér.“ Halldóra segist stundum hafa þurft að finna leiðir til að tengjast þakklætinu og þar gátu ótrúlegustu hlutir orðið að liði, ef svo má segja. Fjölskyldan lagðist í tíu mánaða lærdómsríkt flakk um heiminn.vísir/Eyþór „Eins og í eitt skiptið þegar ég var á leiðinni á sýningu og sá árekstur á leiðinni. Þá fékk ég mikið þakklæti yfir því að vera á lífi og gat notað það sem innblástur til að finna innilegt þakklæti yfir því að fá að vinna þessa vinnu. Aðalatriðið er að finna leiðir til að komast í ferska uppsprettu af innblæstri og drifkrafti aftur og aftur þegar nýjabrumið er ekki lengur til staðar.“ Halldóra og Sölvi fara í þættinum yfir tímabilið þegar hún fór í heimsreisu með alla fjölskylduna, þar sem þau voru á flakki í rúma 10 mánuði. „Ég var svo heppin að vera með góðan þerapista á þessum tíma, sem hvatti mig til að láta verða af þessu. Ég áttaði mig á því að þetta væri heilbrigður draumur sem ég ætti að láta verða af. En það tók í raun 8 ár frá því að þessi hugmynd kviknaði og þar til hún varð að veruleika. Það var eiginlega ekki fyrr en ég kom út af skrifstofunni hjá leikhússtjóranum og hafði sagt upp tímabundið sem ég áttaði mig á því að þetta gæti orðið að veruleika.“ Lærdómsrík tíu mánaða heimsreisa Öll fjölskyldan tók tíu mánuði í að fara í heimsreisu og Halldóra segir það hafa verið stórkostlegt. Að borða allar máltíðir dagsins með börnunum sínum í nánast heilt ár og vera í svona miklum samvistum með þeim. „Fyrir vestrænar manneskjur er það alveg einstakt. Það var gaman fyrst að tékka í boxin, en svo náðum við að komast inn í þennan „slow travel“ fíling og þar fórum við að fá miklu meira út úr ferðinni.“ Halldóra segir það að hafa verið svona lengi frá sínu venjulega umhverfi strekki á tímaboganum og á einhverjum punkti nær maður því að raunverulega njóta þess að vera bara í núinu og lifa einn dag í einu. „Þegar við komum til frönsku Pólýnesíu í Kyrrahafinu fóru börnin aftur í skóla og þá fyrst hafði ég mikinn tíma þegar ég fór úr stöðugu mömmuhlutverki. Þá sat ég uppi með sjálfa mig og það var fyrst mikil angist þar sem mér fannst að ég ætti að vera á Íslandi að æfa einhver hlutverk eða vera að gera eitthvað.“ En svo fór Halldóra bara að hanga í hafinu og láta sér leiðast. Smám saman fór eitthvað mjög fallegt að gerast. „Ég var fyrst alltaf að rífa mig úr núinu, en þegar það var búið að hægja nógu mikið á mér gerðist allt í einu eitthvað kraftaverk.“ Hægt er að nálgast viðtalið við Halldóru og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is
Hlaðvörp Podcast með Sölva Tryggva Leikhús Mest lesið Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Lífið Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Lífið Öðruvísi líf: „Þar var konum og börnum stillt upp og þau skotin“ Áskorun Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Lífið Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Lífið Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Lífið Fleiri fréttir Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Lífið