Um 100 skemmtiferðaskip í Vestmannaeyjum í sumar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. júní 2025 20:04 Í vor og það sem af er sumri hafa nokkur skemmtiferðaskip komið til Vestmannaeyjar, meðal annars þetta skip. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um hundrað skemmtiferðaskip koma til Vestmannaeyja í sumar og eru þau fyrstu nú þegar komin. Koma skipanna er mikil vítamínsprauta fyrir bæjarfélagið fyrir allskonar þjónustu. Það þykir öllum gaman að koma til Vestmannaeyja og þar eru innlendir og erlendir ferðamenn engin undantekning en mjög mikið er um ferðamenn í bæjarfélaginu á vorin og sumrin. Farþegar skemmtiferðaskipa eru líka stór hluti ferðamanna þó þau stoppi yfirleitt ekki lengi í höfninni. Jarl Sigurgeirsson, skólastjóri Tónlistarskólans er duglegur að fara með hópa um eyjuna enda mjög fróður og skemmtilegur leiðsögumaður. „Veðrið er komið og það stefnir bara í gott sumar. Ég er sannfærður um að sumarið verði mjög gott ferðasumar og að þetta verði sumarið okkar“, segir Jarl kátur í bragði. Jarl er ánægður með öll skemmtiferðaskipin, sem verða í Vestmannaeyjum í sumar og hafa verið nú í vor. „Já, það er gríðarleg lyftistöng og að fá þá ferðamenn hingað. Þeir skilja eftir gjaldeyrir, sem við nýtum. Þetta er reyndar bara dagstopp, skipin koma hérna og taka kannski fjórhjólaferð eða bátsferð eða rútuferð með ferðamennina og kynna sér eyjuna,“ segir Jarl. Jarl Sigurgeirsson, skólastjóri Tónlistarskóla Vestmannaeyja, sem tekur af og til á móti ferðahópum, sem koma til eyja.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hver eru viðbrögð erlendra ferðamanna, sem koma til Vestmannaeyja, hvað segir fólk? „Þau segja bara vá, það er bara svoleiðis, þau elska þetta,“ segir Jarl. Samkvæmt upplýsingum frá Gísla Vali Gíslasyni hafnsögumanni komu 103 skemmtiferðaskip á síðasta ári til Vestmannaeyja en í ár eru 97 komur bókaðar þannig að það er smávægileg fækkun á milli ára. Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra líst vel á ferðasumarið 2025 í Vestmannaeyjum. „Þetta er frábær tími í Eyjum, sumarið og við höfum mikið að hlakka til, við erum hátíðarglöð og svona, þannig að þetta er góður tími. Við fáum mjög mikið af ferðamönnum yfir sumartímann og líka mikið af Íslendingum, sem vilja koma og njóta þess, sem við höfum upp á að bjóða,“ segir Íris. Íris er líka ánægð með öll skemmtiferðaskipin. „Já, já, af því að þeim finnst algjörlega einstakt að sigla hingað inn til okkar og fjallasalurinn, sem tekur á móti skipunum er eitthvað, sem þau upplifa hvergi,“ segir bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum er að vonum kampakát með alla ferðamennina, sem heimsækja Vestmannaeyjar yfir sumartímann.Magnús Hlynur Hreiðarsson Vestmannaeyjar Ferðaþjónusta Skemmtiferðaskip á Íslandi Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Innlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Fleiri fréttir Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar Sjá meira
Það þykir öllum gaman að koma til Vestmannaeyja og þar eru innlendir og erlendir ferðamenn engin undantekning en mjög mikið er um ferðamenn í bæjarfélaginu á vorin og sumrin. Farþegar skemmtiferðaskipa eru líka stór hluti ferðamanna þó þau stoppi yfirleitt ekki lengi í höfninni. Jarl Sigurgeirsson, skólastjóri Tónlistarskólans er duglegur að fara með hópa um eyjuna enda mjög fróður og skemmtilegur leiðsögumaður. „Veðrið er komið og það stefnir bara í gott sumar. Ég er sannfærður um að sumarið verði mjög gott ferðasumar og að þetta verði sumarið okkar“, segir Jarl kátur í bragði. Jarl er ánægður með öll skemmtiferðaskipin, sem verða í Vestmannaeyjum í sumar og hafa verið nú í vor. „Já, það er gríðarleg lyftistöng og að fá þá ferðamenn hingað. Þeir skilja eftir gjaldeyrir, sem við nýtum. Þetta er reyndar bara dagstopp, skipin koma hérna og taka kannski fjórhjólaferð eða bátsferð eða rútuferð með ferðamennina og kynna sér eyjuna,“ segir Jarl. Jarl Sigurgeirsson, skólastjóri Tónlistarskóla Vestmannaeyja, sem tekur af og til á móti ferðahópum, sem koma til eyja.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hver eru viðbrögð erlendra ferðamanna, sem koma til Vestmannaeyja, hvað segir fólk? „Þau segja bara vá, það er bara svoleiðis, þau elska þetta,“ segir Jarl. Samkvæmt upplýsingum frá Gísla Vali Gíslasyni hafnsögumanni komu 103 skemmtiferðaskip á síðasta ári til Vestmannaeyja en í ár eru 97 komur bókaðar þannig að það er smávægileg fækkun á milli ára. Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra líst vel á ferðasumarið 2025 í Vestmannaeyjum. „Þetta er frábær tími í Eyjum, sumarið og við höfum mikið að hlakka til, við erum hátíðarglöð og svona, þannig að þetta er góður tími. Við fáum mjög mikið af ferðamönnum yfir sumartímann og líka mikið af Íslendingum, sem vilja koma og njóta þess, sem við höfum upp á að bjóða,“ segir Íris. Íris er líka ánægð með öll skemmtiferðaskipin. „Já, já, af því að þeim finnst algjörlega einstakt að sigla hingað inn til okkar og fjallasalurinn, sem tekur á móti skipunum er eitthvað, sem þau upplifa hvergi,“ segir bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum er að vonum kampakát með alla ferðamennina, sem heimsækja Vestmannaeyjar yfir sumartímann.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Vestmannaeyjar Ferðaþjónusta Skemmtiferðaskip á Íslandi Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Innlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Fleiri fréttir Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar Sjá meira