Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Lovísa Arnardóttir skrifar 20. maí 2025 09:54 Helgi Þór og Daðey eru skólasálfræðingar og taka á móti börnum og fullorðnum. Hurð þeirra er ávalt opin. Mosfellsbær Daðey Albertsdóttir og Helgi Þór Harðarson hjá skólaþjónustu Mosfellsbæjar segja tilkynningum hafa fjölgað verulega til barnaverndar síðasta árið. Foreldrar hafi jafnvel tekið til þess ráðs að tilkynna sig sjálf vegna úrræðaleysis. Mosfellsbær ákvað í fyrra að verja 100 milljónum í forvarnir og tilkynnti um 27 aðgerðir fyrir áramót. Sextán aðgerðir eru komnar til framkvæmdar. Daðey og Helgi Þór voru til viðtals um átakið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar sagði Helgi Þór segir blikur á lofti síðasta sumar þegar tilkynningum fjölgaði til barnaverndar um fimmtíu prósent á tæpu ári. Mörg málanna hafi verið alvarleg og þau hafi fundið undiröldu meðal barna og ungmenna sem þau hafi haft miklar áhyggjur af. „Það var eitthvað í gangi sem við höfðum áhyggjur af,“ segir Helgi Þór um ástandið í sveitarfélaginu síðasta haust. Haldinn hafi verið fjölmennur fundur með foreldrum í kjölfarið og rætt við ungmennaráð og börnin í samfélaginu um hvað væri hægt að gera betur. Úr því hafi orðið verkefnið Börnin okkar. Það sé metnaðarfull áætlun í 27 aðgerðum sem miði að því að styðja betur við börn og ungmenni. Af 27 aðgerðum eru 16 komnar af stað. Helgi segir til dæmis hafa verið aukið við frístundastyrk og meiri áhersla sé á jaðarsett börn sem standi verr en önnur börn félagslega. Þá standi til að opna rafíþróttadeild, sálfræðingum hafi verið fjölgað og viðvera þeirra föst í grunnskólum með eldri bekki og stofnuð ný staða unglingaráðgjafa. „Við erum með opna hurð og þú bara mætir,“ segir Daðey um þjónustu sálfræðinga í grunnskólunum sem er fyrir foreldra og börn. Sem liður af þessu sé líka að opna símalínu þar sem foreldrar geta hringt inn og bókað tíma hjá sálfræðingi, félagsráðgjafa eða unglingaráðgjafa í bænum. Skorti fræðslu og stuðning „Rauði þráðurinn á þessum fundum með foreldrum var að það vantaði meiri fræðslu og stuðning og þetta er okkar leið til að svara því kalli.“ Hvað varðar fjölgun tilkynninga til barnaverndar segir Helgi fjölgunina umfram eðlilega fjölgun. Málin sé orðin flóknari en á sama tíma hafi umræða um úrræðaleysi fyrir börn í áhættuhegðun aukist. „Vandamálið fer stækkandi,“ segir Helgi. Hluti aðgerðanna miði að því að hjálpa börnum sem eru í vanda stödd núna en einnig að vera með auknar forvirkar aðgerðir, að vera meira til staðar. Foreldrar hafi margir tekið til þess ráðs að tilkynna sjálf sig til barnaverndar því þau höfðu engin önnur úrræði og vissu ekki hvert þau áttu að leita. „Þetta var þeirra úrræði eða úrræðaleysi,“ segir Daðey og það sé mikilvægt að foreldrar hafi stuðning fyrr. Daðey segir marga foreldra hafa misst samband við skólana í til dæmis heimsfaraldri Covid. Skólasamstarf við foreldra hafi dottið niður og það hafi verið afleiðingar af því. Málaflokkurinn hafi verið vanræktur og mikil ákall undanfarið eftir meira fjármagni í hann. Bæði sveitarfélög og ríki verði að bregðast við því. Svara ákalli foreldra „Þetta erum við að svara ákalli foreldranna. Það voru hundrað milljónum bætt í þennan málaflokk sem er auðvitað gríðarlega mikið miðað við íbúafjöldann.“ Helgi Þór segir kerfið ekki virka nægilega vel þrátt fyrir fleiri úrræði sem séu í boði. Börnum líði ekki nægilega vel og gjá sem hafi myndast á milli skóla og foreldra hafi áhrif. Almennt þurfi grettistak í geðheilbrigðismálum barna. Það sem börn glími við í dag sé alls ekki það sama og börn voru að glíma við á 9. eða 10. áratugnum. Daðey segir alla reyna að gera sitt besta en stundum fái fólk verkefni í hendurnar sem séu stærri en verkfærin sem það hafi höndum. Þá sé aðgengi að fagfólki nauðsynlegt. Daðey segir reglulegar mælingar verða á þeim tillögum sem hafi verið hrint af stað til að meta árangur. Barnavernd Mosfellsbær Bítið Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Sjá meira
Mosfellsbær ákvað í fyrra að verja 100 milljónum í forvarnir og tilkynnti um 27 aðgerðir fyrir áramót. Sextán aðgerðir eru komnar til framkvæmdar. Daðey og Helgi Þór voru til viðtals um átakið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar sagði Helgi Þór segir blikur á lofti síðasta sumar þegar tilkynningum fjölgaði til barnaverndar um fimmtíu prósent á tæpu ári. Mörg málanna hafi verið alvarleg og þau hafi fundið undiröldu meðal barna og ungmenna sem þau hafi haft miklar áhyggjur af. „Það var eitthvað í gangi sem við höfðum áhyggjur af,“ segir Helgi Þór um ástandið í sveitarfélaginu síðasta haust. Haldinn hafi verið fjölmennur fundur með foreldrum í kjölfarið og rætt við ungmennaráð og börnin í samfélaginu um hvað væri hægt að gera betur. Úr því hafi orðið verkefnið Börnin okkar. Það sé metnaðarfull áætlun í 27 aðgerðum sem miði að því að styðja betur við börn og ungmenni. Af 27 aðgerðum eru 16 komnar af stað. Helgi segir til dæmis hafa verið aukið við frístundastyrk og meiri áhersla sé á jaðarsett börn sem standi verr en önnur börn félagslega. Þá standi til að opna rafíþróttadeild, sálfræðingum hafi verið fjölgað og viðvera þeirra föst í grunnskólum með eldri bekki og stofnuð ný staða unglingaráðgjafa. „Við erum með opna hurð og þú bara mætir,“ segir Daðey um þjónustu sálfræðinga í grunnskólunum sem er fyrir foreldra og börn. Sem liður af þessu sé líka að opna símalínu þar sem foreldrar geta hringt inn og bókað tíma hjá sálfræðingi, félagsráðgjafa eða unglingaráðgjafa í bænum. Skorti fræðslu og stuðning „Rauði þráðurinn á þessum fundum með foreldrum var að það vantaði meiri fræðslu og stuðning og þetta er okkar leið til að svara því kalli.“ Hvað varðar fjölgun tilkynninga til barnaverndar segir Helgi fjölgunina umfram eðlilega fjölgun. Málin sé orðin flóknari en á sama tíma hafi umræða um úrræðaleysi fyrir börn í áhættuhegðun aukist. „Vandamálið fer stækkandi,“ segir Helgi. Hluti aðgerðanna miði að því að hjálpa börnum sem eru í vanda stödd núna en einnig að vera með auknar forvirkar aðgerðir, að vera meira til staðar. Foreldrar hafi margir tekið til þess ráðs að tilkynna sjálf sig til barnaverndar því þau höfðu engin önnur úrræði og vissu ekki hvert þau áttu að leita. „Þetta var þeirra úrræði eða úrræðaleysi,“ segir Daðey og það sé mikilvægt að foreldrar hafi stuðning fyrr. Daðey segir marga foreldra hafa misst samband við skólana í til dæmis heimsfaraldri Covid. Skólasamstarf við foreldra hafi dottið niður og það hafi verið afleiðingar af því. Málaflokkurinn hafi verið vanræktur og mikil ákall undanfarið eftir meira fjármagni í hann. Bæði sveitarfélög og ríki verði að bregðast við því. Svara ákalli foreldra „Þetta erum við að svara ákalli foreldranna. Það voru hundrað milljónum bætt í þennan málaflokk sem er auðvitað gríðarlega mikið miðað við íbúafjöldann.“ Helgi Þór segir kerfið ekki virka nægilega vel þrátt fyrir fleiri úrræði sem séu í boði. Börnum líði ekki nægilega vel og gjá sem hafi myndast á milli skóla og foreldra hafi áhrif. Almennt þurfi grettistak í geðheilbrigðismálum barna. Það sem börn glími við í dag sé alls ekki það sama og börn voru að glíma við á 9. eða 10. áratugnum. Daðey segir alla reyna að gera sitt besta en stundum fái fólk verkefni í hendurnar sem séu stærri en verkfærin sem það hafi höndum. Þá sé aðgengi að fagfólki nauðsynlegt. Daðey segir reglulegar mælingar verða á þeim tillögum sem hafi verið hrint af stað til að meta árangur.
Barnavernd Mosfellsbær Bítið Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Sjá meira